Sunnudagur 01.03.2015 - 18:42 - 11 ummæli

Borgaraleg óhlýðni og hverfaskipulagið

 

Í síðasta pistli fjallaði ég um grasrótina í Reykjavíkurborg og íbúasamtök. Ég tók dæmi af Íbúasamökum Vesturbæjar og þeim borgarbótum sem þau hafa áorkað í gegnum tíðina.

Í framhaldi af pistlinum var athygli mín vakin á því sem er að gerast í Bandaríkjunum hvað þetta varðar nú um stundir. Þar eru grasrótarsamtök mjög virk. Frægasta dæmið er the Highline Park sem er af afrekum grasrótarinnar í NY.

Borgaraleg óhlýðni eins og það er kallað hefur skilað góðum árangri í borginni Raleigh í North Carolina og vakið heimsathygli.

Þar tóku aðgerðarsinnar sig til og settu upp skilti sem vísaði fótgangandi veginn að næstu matvöruverslun o.s.frv.  Á skiltunum kom líka fram hvað göngutúrin væri langur.  Aukaáhrif voru þau að íbúarnir fengu betri tilfinnigu fyrir umhverfi sínu og því sem það hefur upp á að bjóða. Þetta var kallað “Guerrilla wayfinding” og var talin ólögleg af bæjaryfirvöldum

Hinsvegar fékk þetta mikinn stuðning af borgarbúum og í fjölmiðlum. Árangurinn varð sá að nú er talað um „mainstreem“ í þessa átt í öllum Bandaríkjunum.

Hugmyndin að þessu átaki í Raligh kom frá námsmanninum Matt Tomasulo. Hann vildi vekja athygli á fjarlægðum í borginni og fá fólk til þess að stíga út úr einkabílnum og uppgötva borgina upp á nýtt á tveim jafnfljótum.

Í framhaldinu hafa aðgerðirnar snúið að því að laða fram hugmyndir fólks um hvers íbúarnir sakni helst í nágrenninu og hreyfingu þar sem íbúarnir segja hvað þeir vildu frekar að væri á tilteknum söðum en er þar nú. Þetta er gert með sérstökum miðum og  skiltum.

Þetta er bæði skemmtilegt og hefur virkað.

Þessi grasrótarvinna er gagnleg, kannski tafsöm, en á erindi víðast hér á landi í þéttbýsliskjörnum. Þetta væri líka skemmtilegt í tengslum við hverfaskipulagsvinnuna sem nú er fyrirhuguð í hverfum höfuðborgarinnar. Það þarf einhvernveginn að virkja íbúana. Það’ er hægt að gera með átökum eins og hér er fjallað um og kannski líka í gegnum grunnskólabörn og þannnig til foreldrana.

++++++++

Myndir í færslunni sýna vegvísa fyrir gangandi í Raleigh. Svo myndir af skiltum þar sem íbúarnir skrifa það sem þeir sakna í hverfinu sínu   „I want …… in my neighborhood“   og svo skilti þar sem íbúarnir segja hvað þeir vildu í staðin fyrir það sem er “ I wish this was  ……“

Neðst er svo svipuð aðgerð sem danska arkitektafélagið stóð fyrir þar sem þeir, með svipuðum hætti hvetja grasrótina til þess að taka þátt í umræðunni en stóla ekki  eingöngu á arkitektana eða þá sem véla um skipulag og arkitektúr hjá bæjarfélögunum.

++++++

Hér eru slóðir að síðum sem fjalla um efnið:

https://walkyourcity.org/

og

https://neighborland.com/

 

Svo má finna pistla um efnið í leitarvél þessarrar vefsíðu. T.a.m. umfjöllun um High Line Park.

+++++++

Sjá einnig færslur um svipað efni

Um óskiljanlegt áhugaleysi á arkitektúr:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/02/08/oskiljanlegt-ahugaleysi-fyrir-arkitektur/

Um arkitektúrkennslu í grunnskólum:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/04/13/arkitektur-i-grunnskolunum/

Um almenna fræðslu í skipulagi og byggingalist:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/09/21/fraedsla-i-byggingarlist/

Um hvernig byggingalistinni er haldið útundan í umræðunni:

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/10/16/byggingarlistin-er-utundan/

 

 

 

Aðgerðarsinnar settu skiltin upp í skjóli nætur.

Sá á myndinni hér að ofan vill fleiri fætur á gangstéttarnar.

Econ 004

Carousel-I-Wish-This-Was-enjoy

Að lokum koma að neðan tvær myndir úr herferð danskra arkitekta það sem þeir óska efir meiri þáttöku grasrótarinnar í skipulags og byggingaumræðunni.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Margrét Sigurðardóttir

    Þetta er góð ábending hjá Heimi og það má bæta því við að gangandi vegfarendur þurfa ekki síður vegvísa en akandi. Þeir þurfa líka að vita hvað er langt á áfangastað og vita hvað göngutúrinn tekur langan tíma.

    Þetta er tímabær umræða sem hefði átt að eiga sér stað áður en bílarnir voru fundnir upp. Allavega hefur fólk gengið lengur en það hefur ekið!

  • Heimir H. Karlsson

    Sæll
    Hilmar Þór Björnsson.

    Takk fyrir þessa áhugaverðu grein.

    Umrædd skilti aðgerðarsinna eru mjög hvetjandi.

    Eins og með önnur ferðalög, þá er nauðsynlegt fyrir fólk að vita eitthvað um ferðatíma.

    Við viljum vita hvað flug tekur langan tíma.
    Viljum vita tímatöflu Strætó.
    Hafa einhverja hugmynd um, hve lengi tekur að aka, hjóla eða ganga.
    Þeir sem eru ekki vanir að fara gangandi, átta sig betur á, hve stuttan tíma það tekur að ganga, ef svona upplýsingar eru fyrir hendi.
    Þeir, sem eiga erfitt með gömgu, þurfa hvíld á milli, ættu eini að eiga val um hvíldarstaði, bekki, kaffihús, andyri í opinberum byggingum þar sem setjast mætti niður.
    Ég vísa t.d. í bekki til að setjast á, sem eru á gönguleiðpum í Garðabæ.

    Kveðja,

    Heimir H. Karlsson.

  • Sigríður G.

    Ég sakna þess sem kallað var í Danmörku „grundejerforening“ Þar hittust íbúarnir nokkrum sinnum á ári eins og í húsfélögum hér. Ræddu sameiginleg hagsmunamál eins og götuhreinsum og götulýsingu. Allir sem áttu eignir á svæðinu greiddu örlítil félagsgjöld og stundum kostuðu þau viðhald gata (sem að sjálfsögðu lækkaði fasteignagjöldin ef slíku yrði komið á hér)

  • Jón Þórðarson

    Fara þá málin ekki bara í stöðugar umræður og engar framkvæmdir?

    En vissulega er mikilvægt að fólk hafi sem mestu um sitt nærumhverfi að segja.

    En allt hefur sína bakhlið!

    • Á sama hátt og kennslustund þar sem stendur til að nota lifandi kennsluhætti en kennarar og nemendur hafa ekki lagt á sig það sem þarf til að slíkt verði skilríkt og árangusríkt ætti ómarkviss umræða að skila minna en engin. Ef það heppnast skilar það aftur á móti margföldum árangri. Þetta er undir skipuleggjendum og þáttakendum komið.

    • Þetta er akkúrat málið.

      Það þarf að halda utan um umræðuna svo hún fari ekki út í móa. Það má kannski segja að það þurfi að skipulaggja hana og gæta þess að þáttakendurnir skipist ekki í tvo flokka eins og í Flugvallarmálinu og Landspítalaskipulaginu. Þá er voðinn vís eins og sýndi sig þar.

      Svona aðgerðir eins og Í Raleigh er kímið sem stingur sér upp úr moldinni. Í framhaldinu koma svo stjórnmálamenn og sérfræðingar og metastöðuna og framkvæma.

      Þetta er mjög spennandi. Það þarf líka að virkja hverfisráðin þannig að þau vinni með fólkinu. Þau mættu halda mánaðarlega fundi með íbúum og segja frá því sem borgarstjórn eru að vinna að eða undirbúa í borgarhlutanum.

    • Hilmar Þór

      Deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut kom að ofan.

      Staðsetningin og umfangið kom líka að ofan og fékk aldrei viðunandi umræðu. Hvorki meðal borgarbúa í heild né hverfasamtaka í 101.

      Staðetningin, umfangið eða deiliskipulagið var aldrei formlega rætt á vettvangi arkitekta eða skipulagsfræðinga.

      Yfir 800 óskipulagðra aðila úr grasrótinni gerðu velrökstuddar athugasemdir við deiliskipulagið án árangurs.

      Á annað hundrað greinar voru skrifaðar í blöð gegn áformunum án þess að takast að hefja faglegtsamtal í fjölmiðlum.

      Alli vildu nýtt og betra sjukrahús, bara öðruvísi og helst á öðrum stað.

      Engu var þokað. Það var ekki einusinni opnað á samtalið.

      Engin málamiðlun gerð. Engin skipulögð grasrót lifnaði og Títanic slys í skipulagsmálum í borginni blasir við.

      Líklega brást grasrótin, fagfélögin, sérfræðingasamfélagið og fulltrúalýðræðið í þessu máli.

      Ég sárvorkenni kollegum mínum sem komu að þessarri vinnu.

    • Hilmar nefnir í hvernig ekki á að standa að skipulagi. Síst af öllu þegar um er að ræða stærstu opnberu framkvæmd Íslandsögunnar sem staðsett er í grónu umhverfi.

  • Eysteinn Gunnarsson

    Svona grasrótar- og aðgerðasinnasamtök verða til þegar samkomulag næst ekki eftir kerfisbundnum og lögbundnum ferlum.

    Dæmi: Reykjavíkurflugvöllur, allar helstu virkjanir Landsvirkjunar, Klapparstígshúsið sem skagar út í götna, Landspítalinn, Höfðatorg og m.fl.

    Alt þetta gerist vegna þess að það er vankynnt, vanrætt eða bara að ekki er tekið tillit til sjónamiða sem koma fram í umræðunni. Þetta grefur undan tausti á stórnmálamönnum og sérfræðingum.

    Þetta ameríska frumkvæði er áhugavert og til eftirbreytni.

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Kosturinn við að ganga er að þannig kynnist maður fólkinu í hverfinu, bætir heilsuna og fólk á ferli dregur úr afbrotum. Grasrótarsamtök tengir líka fólk hverfisins saman. Mun betur en hveraráðin.

  • Helgi Gunnars

    Endurtek athugasemd mína fá síðustu færslu:

    „Ótrúlega skemmtileg saga og um leið dapurt að grasrótin allstaðar er eitthvað tannlaus. Það er ekki svo langt síðan að menn voru að ræða um samtalspólitík. Ég hélt að það væri hugmyndin að grasrótin og þeir sem hafa umboðið í meirihlura og minnihluta töluðu saman en tækjust ekki endilega á.

    Þessi hugmynd um að kjósa í hverfaráðin beint er góð. Það ætti að kjósa í hverfisráðin á miðju kjörtímabili og þau eiga að vera ópólitísk og ráðgefandi aðhald ráðhússins.“

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn