Þriðjudagur 31.10.2017 - 16:51 - 6 ummæli

Búnaðarbankinn- skrásetning fyrir breytingar

Það er saga að segja frá þessum myndum sem hér fylgja. Þannig var að Búnaðarbankinn hafði ákveðið að breyta afgreiðslusalnum í Austurstræti nokkuð. Það var vegna þess að þarna árið 1997, fyrir 20 árum, hafði bankinn ákveðið að breyta afgreiðslusalnum mikið enda bankastarfssemi allt önnur en á árunum fyrst eftir, stríð þegar bankinn var byggður.

Bankaafgreiðslunni hafði reyndar verið breytt smávægilega nokkrum sinnum áður. Þá í samstarfi við Gunnlaug Halldórsson arkitekt og heiðursfélaga AÍ.

Þegar ekki var lengur hjá því komist að breyta salnum til að mæta breyttri bankastarfssemi, mati bankans. Arkitektarnir sem höfðu umsjón með húsinu töldu rétt að láta skrá rýmið með ljósmyndum áður en breytingin yrði gerð. Teikningar voru fyrir hendi. Fórum þeir þess á leit við bankann að fenginn væri sérfræðingur í ljósmyndun húsa til verksins og taka af þessu myndir áður en upphaflega innréttingin yrði rifin. Það var alls ekki auðsótt, en tókst að lokum. Ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson vann sitt verk algerlega á fullkominn hátt og  er hluti þeirra birtar hér með þessari færslu með hans leyfi.

Ég man að þrátt fyrir góða vinnu ljósmyndarans þótti bankanum þetta vera óþarfa vinna. En nú þökkum við fyrir að þess skrásetning með ljósmyndum hafi átt sér stað.

Ég hef haldið því fram opinberlega bæði í greinum og á ljósvakamiðlum að það ætti að vera jafn erfitt að fá að rífa gamalt hús og að byggja nýtt þegar kemur að stjórnkerfinu. Það ætti að mæla öll hús nákvæmlega upp og teikna áður en þau eru rifin og láta skrásetja þau af fagljósmyndara eins og í þessu tilfelli. Ég þekki mörg hús ´+i Reykjavík sem hafa verið rifin og engar teikningar eða ljósmyndir eru til af. Þetta er nánast kæruleysi.

Einsg að framan er getið teiknaði  Gunnlaugur halldórsson Búnaðarbankabygginguna í Austurstræti, sem er einstök og með því allra besta sem byggt var á Norðurlöndum um þær mundir. Gunnlaugur stofnaði til merkilegs samstarfs við skólafélöga sína frá Akademíunni, listamönnunum Sigurjóni  Ólafssyni og Jóni Engilberts Sigurjón gerði víravirkið sem sést á hljóðdempandi vegg bankans og Jón Engilberts málaði málverkið þar beint á móti.  Bæði verkin sóttu innblástur frá íslenskum landbúnaði.

Innréttingarnar vann Gunnlaugur ásamt Skarphéðni Jóhannssyni húsgagnaarkitekt, sem seinna varð þekktur arkitekt. Hinn heimsfrægi danski húsgagnaarkitekt, Börge Mogensen kom einnig að verkinu og hannaði ýmsa lausamuni sérstaklega fyrir bankann.

Pétur H. Ármannsson segir um húsið í bók sinni um Gunnlaug að Búnaðarbankahúsið sé „tímamótaverk í Íslenskum arkitekt´´ur, ekkin sæíst vegna þess hversu heilsteypt modernistisk stílhugsun arkitektsins var, frá meginhugmynd niður í smæstu útfærsluatriði í búnaði, skiltum og innréttingum.“

Nú er þarna lundabúð.


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Einar Gudjonsson

    Þetta er að vísu ekki upphaflegi afgreiðslusalurinn í byggingunni.

  • Sigurjón Guðmundsson

    Nú er verið að rífa gamla Iðnaðarbankann í Lækjargötu. Voru teknar myndir af honum fyrir komandi kynslóðir?

  • Stefán Örn Stefánsson

    Gaman að sjá þessar fínu myndir frá Búnaðarbankanum og ekki annað hægt en að taka undir með Kristjáni Þórarins hér að framan um skort á skráningu, myndum og mælingum af merkilegum húsum sem nú eru horfin. Það voru og eru til stofnanir innan t.d. borgarinnar sem eðlilegt væri að hefðu þessi verkefni með höndum, Ljósmyndasafnið og Byggingarlistardeildin innan Listasafns Reykjavíkur sem var lögð niður reyndar en má endurreisa og sama á við um söfn á vegum ríkisins, minjaverði o.fl. Sennilega vantar fjárveitingar en það vantar kannski líka frumkvæði bæði að ofan og neðan í þessum efnum. Guðmundur Ingólfsson hefur haldið þessu efni vakandi og sýnt með myndaseríum sínum og samanburði fyrr og nú hversu nauðsynlegt er að vinna kerfisbundið að þessu verki. Það gerðu reyndar eldri ljósmyndararnir líka, Sigfús Eymundsson og fleiri en milli þeirra og miðrar síðustu aldar er löng eyða þar sem lítið hefur geymst.

  • Mikið sakna ég gamla Búnaðarbankans. Fallegar myndir sem gott er að vita að séu til.

  • Kristján Þórarins

    Það er komið fram með góða hugmynd hér á þessu bloggi. Mikið af húsum hefur verið rifið um allann bæ og um allt land og engar heimildir eru til um gerð þeirra eða útlit. Allt tínt og röllum gefið. Ég man mörg, jafnvel ómerkileg hús sem voru hér í Kópavogi en eru nú horfinn og hafa enga sögu eða minningu skráða. Ekki einu sinni kennitölu eða nafnnúmer. Í Reykjavík eru það smjörhúsið, Kveldúlfsskemmurnar í Skuggahverfinu. Sláturfélag Suðurlands og mikið af byggingum í Skuggahverfinu. Allir stóru flottu braggarnir eins og Hálogaland. Stóri bragginn við Hjarðarhaga og Trípolíbío, Hafnarbío. Allt er þetta horfið og engin skráning í teikningu eða ljósmyndum. Ég veit að Guðmundur ljósmyndaði Kvosina fyrir 20-30 árum og gerði það vel. En það var ekki i þeim tilgangi sem hér er verið að tala um. Vonandi tekur sjtórnsýslan sig saman um að standa að þessu með sóma sem fyrst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn