Sunnudagur 19.01.2014 - 00:06 - 19 ummæli

Byggingalistalegt uppeldi – Skólakerfið

 

Eftirfarandi er haft eftir kínverska listamanninum Ai Wei Wei um menntakerfið í Kína.

„Ég held að kerfið okkar sé holt og innantómt. Tökum mannúð, einstaklingsframtak og sköpunarkraft – á þessum gildum byggir þjóðfélag.

Hvaða uppeldi fáum við, hvaða drauma dreymir okkur?

Daglega á ég  samskipti við námsmenn frá Kína, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hong Kong og Taivan.

Ég hef komist að því að kínverskir stúdentar hafa minnsta menntun í að átta sig á hvað er fallegt og hvað er rétt.  Þeir kunna að vera færir og listrænir, en þá skortir hæfileikann til að dæma sjálfir.

Það er sorglegt að sjá fullorið ungt fólk, 20-25 ára, sem aldrei hefur fengið kennslu í að taka eigin ákvarðanir. 

Sá sem getur það ekki finnur heldur ekki fyrir neinni ábyrgðartilfinningu. Og sá sem hefur enga ábyrgðartilfinningu skellir skuldinni á kerfið“

Ef textinn er lesin með það í huga hvað ísleningar fá lélegt (ekkert) byggingarlistarlegt uppeldi er þetta óhugguleg tilvitnun.

Sennilega tjá íslendingar sig ekki um arkitektúr og skipulag vegna þess þeir átta sig ekki á „hvað er fallegt og rétt“ – „Þeir kunna að vera færir og listrænir, en þá skortir hæfileikana til þess að dæma sjálfir“

Skólafólk og fjölmiðlafólk þurfa að taka sér tak og færa þekkingu um arkitektúr og skipulag í fremstu röð eða að minnstakosti þannig að arkitektúr standi jafnhliða bókmenntunm og örlítið framar en mydlist og tónlist í umræðunni. Arkitektúrkennsla á að vera stór þáttur í sögukennslu.

Skólafólk og fjölmiðlafólk þarf að rækta málefnalega umræðu og hvetja til hennar með umfjöllun hvarvetna.

Skólakerfið þarf að kenna ungu (barnungu) fólki að hafa skoðanir og taka ákvarðanir og segja hvað því finnst.

*********

Efst er mynd frá sýningu Ai Wei Wei í Washington DC fyrir ári.

Sjá einnig eftirfarandi pistla:

Um kennslu í byggingarlist í grunnskólum:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/04/13/arkitektur-i-grunnskolunum/#comments

og um Wei Wei:

http://blog.dv.is/arkitektur/2012/11/22/weiwei-i-washington/

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • stefán benediktsson

    Reynsla mín af kennslu í listasögu og arkitektúr var sú að okkur vantar samræðuhefð, okkur er ekki kennt að rökræða, ræða saman, velta rökum hvers annars fyrir okkur, taka afstöðu og verja hana í rökræðu.
    Það var tildæmis mjög gaman þegar nemendur áttuðu sig á athafnatengdum eiginleikum málsins; velta fyrir sér, skoðun, afstaða, ástæða, yfirlit, innlit útlit osfrv. Áttuðu sig á að öll borgin er afstætt mannvirki sem við upplifum þegar við hreyfum okkur og breytt staða, breytt afstaða, leiðir til breyttrar skoðunar eða viðhorfs.

    • Pétur Örn Björnsson

      Vel mælt Stefán, allt er afstætt. Allt er breytingum undirorpið. Allt er fluxus svo sem Heracleitos sagði, en hverju skilar vitræn rökræða? Yfirleitt löngum greinargerðum og svo gleyma allir vitinu af fjárhagsáhyggjum og skuldaþrældómi og sjá ekki hinn stóra kerfislæga vanda sem allir eru flæktir í. Það er meinið.

      Beint lýðræði er eina leiðin til að almenningur fáist til að rökræða um mál.

    • Elín Sigurðardóttir

      Borgarstjóri hefur bent á að með rökhugsun komist menn frá A til B, en með ímyndunaraflinu komist menn allt sem þeir vilja. Flugvallarmálið markast e.t.v. af þessu. Menn byggja loftkastala á meðan flugvélar hringsóla í loftinu. Hvar og hvernig þær lenda er seinni tíma vandamál.

    • Hilmar Þór

      Gaman að heyra um reynslu þína um kennslu í listasögu og arkitektúr Stefán. það er einmitt þessi árátta í samræðuhefðinni að vera alltaf að reyna að vinna umræðuna í stað þess að skiptast á skoðunum eins og ´frímerkjasafnarar skiptast á með frímerki.

      Kastljós RUV gengur mikið út á að etja skoðunum saman með það að markmiði að finna sigurvegara í stað þess að upplýsa og leyfa svo áhorfendum að minda sína eigin skoðun í samtali við aðra síðar.

      Og já þetta er allt í einu stóru samhengi. Eh eitthvað er gert hér þá hefur það tiltekin áhryf annarsstaðar.

  • Sæll

    Ég vil þakka þér fyrir góð skrif hér á síðunni, vonandi heldurðu þessu fræðslustarfi þínu áfram; viss um að þú hefur vakið áhuga margra á arkitektúr.

    • Hilmar Þór

      Takk fyrir það S.U.
      En þú hefðir alveg getað skrifað þetta undir fullu nafni. Það hefði glatt mig meira.

  • nóboddíinn

    Aldrei að bera vatnið yfir bakkafullan lækinn.

    Af hverju þarf að segja fólki hin augljósu sannindi margsinnis?
    Af hverju afsakar fólk sig sífellt og vísar til annarra og helst frægra?
    Af hverju er fólk svo ósjálfstætt í hugsun sinni?
    Af hverju þorir fólk ekki að tjá hug sinn af leiftrandi anda?

    • Hilmar Þór

      Nóboddiin segir oft sannleikann eins og í æfintýri H.C.Andersen þar sem barnið tjáði sig.

      Hinir áhryfamiklu og frægu eru oft að hugsa um einhverja sérhagsmuni þegar þeir láta skoðanir sínar í ljós.

    • nóboddíinn

      nóboddíinn er sem saklaust barnið og segir alltaf satt

  • Það mætti og ætti að tengja þettasögu- og myndlistarkennslu og þjálfa þannig rýmisgreind nemanna. Láta krakkana teikna grunmynd heimilis síns og skipulag umhverfis skólanna.

    Þetta er ekki bara þörf ábending hjá Wei Wei og pistlahöfundi. Heldur nauðsyn.

  • Gapandiundrandi

    Wei Wei er reyndar orðinn poppstjarna og klessumálari og hljóðgervill og á nú áhangendur sem líta á hann sem sitt haldbesta kerfi.
    Einhvern veginn svona fer fyrir oft ágætu fólki að það forheimskast í frægðinni í upphækkuðum pallborðunum.

  • Pétur Örn Björnsson

    Það er reyndar synd hvað kínverjar virðast algjörlega hafa gleymt taóismanum en lotið í lægra haldi fyrir búrakrötum konfúsíanistanna
    … sem m.a.s. gera út hér á landi í nafni Núbba
    og fyrrverandi þjóðrembu utanríkisráðherrans sem bakaði vöfflur í húsi SÞ og hélt að svo mikil værum við þá orðin í alþjóðarembu kratanna að við stýrðum öryggi heimsins … litlu síðar hrundi hér allt haustið 2008 en hirð-maddaman geysist um löndin í nafni SÞ og boðar áfram, já áfram dýrð sína.

  • Elín Sigurðardóttir

    Kínverji tjáir sig um arkitektúr og skipulag:

    http://www.youtube.com/watch?v=TqbslDvrVTo

    Eftir stendur spurningin: Var hann nógu vel menntaður?

    • Pétur Örn Björnsson

      Það er nú svo Elín Sigurðardóttir að undirskriftir og mótmæli skipta yfir-embættis-sviða-hirðina álíka litlu máli í Kína og í ESB og á Íslandi … og í öðrum keisaralegum stórveldum 🙂 … alveg stórfurðulegt reyndar hér á landi en þó einkum skoplegt til forheimskunar og geldingar þúfna- og móavitsins sem íslenska þjóðin hefur þó nóg af
      … en yfir-hirð-sviða-hirðin er þeirrar gerðar, hvar sem er í veröldinni, að hún fer öll í sjálfa sig

      eina ferðina enn sbr. Lao Tze:

      „Eftir því sem lög og reglugerðir verða fleiri þeim mun meira verður um þjófa og ræningja.“

  • Elín Sigurðardóttir

    Tjá Íslendingar sig ekki um arktektúr og skipulag? BIN hópurinn mótmælir hóteli og Íbúasamtök Vesturbæjar segja kirkju og umfangsmikla. Fleira mætti nefna. Íslendingar hafa mjög sterkar skoðanir á arkitektúr og skipulagi. Kínverjar hafa eflaust líka sterkar skoðanir. Kannski að þeir hafi lært að tjá þær ekki?

  • Auðvitað ætti að hafa arkitektúrinn með í sögukennslunni. Sjálfur tók ég mjög marga söguáfanga í framhaldsskóla og þar var aldrei minnst á arkitektúr.

  • Pétur Örn Björnsson

    Sækja um listamannalaun … flott Elín 🙂 … sjáum hver viðbrögðin verða
    hjá menningar- og listamannaelítunni sem útnefnir sjálfa sig í úthlutunar- og dómnefndir … og skjallar svo sjálft sig í lokuðum hring … um þau sjálf
    í fjölmiðlum valdakerfisins sem þau eru hluti af og því pólitískt rétttrúnarfólk.

    • Pétur Örn Björnsson

      Sorrí, vantar … að … í rétttrúnaðarfólk … keisarinn er ekki bara einn nakinn heldur hirðin öll … í guðanna bænum segið ekki hirðinni frá því 🙂

  • elín g. gunnlaugsdóttir

    Það vekur furðu að þetta manngerða umhverfi sem við búum í, fái svona litla athygli og umfjöllun. Heldur fólk að þetta hafi sprottið af sjálfu sér? Það er einhvern sem býr þetta til / hannar þetta!
    Og það er með ólíkindum lika hvað aðrar listgreinar fá mikla athygli sbr. tónlist og myndlist en byggingarlistin fellur gjörsamlega í skuggann. Það er kannski afþví að fólk hrærist í þessu, það býr í þessu. Það þarf ekki að borga sig inn á sýningu eða uppákomu til að njóta byggingarlistarinnar.
    Þetta manngerða umhverfi okkar er bygginarlist en almenningur áttar sig á einhvern hátt ekki á því. Fólk flykkist til einhverrar borgar afþví að hún er svo falleg. svo falleg vegna fallegra bygginga!!

    Hvernær mun sá dagur renna upp og maður verður ekki spurður um hvort maður hanni útlit eða sé utanhúss- eða innanhússarkitekt??

    Hví ekki að reyna að sækja um listamannalaun á næsta ári og sjá hver viðbrögðin verða!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn