Myndin að ofan er fengin úr samkeppnistillögu SPITAL hópsins sem sigraði í samkeppni um Landspítala Háskólasjúkrahús fyrir 7 árum. Gert er ráð fyrir að tekinn verði grunnur að svonefndum meðferðarkjarna í lok ársins 2018. Þá verða liðin meira en 8 ár frá því að samkeppni um spítalann lauk og niðurstaða lá fyrir. Á átta árum ná […]
Í Odense á Fjóni í Danmörku var komið upp sporvagnakerfi í september árið 1911. Sporvagnarnir í Odense urðu strax mjög vinsælir. Á einu og hálfu ári frá því að rekstur hófst höfðu í mars 1913 2,2 miljónir borgarbúa nýtt sér þjónustuna. Þetta er gríðarlega mikið þegar það er haft í huga að bæjarbúar voru aðeins 43 þúsund á […]
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 er eitthvað það besta sem ég hef séð síðan 1927. Það er samt auðvitað ekki gallalaust. Kostir þess eru einkum í stóru atriðunum eins og að draga úr útþennslu byggðarinnar, hverfaskipulagið þar sem stefnt er að 8 hverfi borgarinnar verði sjálfbær hvað varðar atvinnu og þjónustu og svo auðvitað samgönguásinn sem […]
Það var upplifun að koma í „Veröld“ hús Stofnunnar Vigdísar Finbogadóttur í dag, en það verður miðstöð erledra tungumála við Háskóla Íslands. Húsið er demantur í umhverfinu, fallegt á allan hátt og vel tengt við nærliggjandi byggingar. Flæðið innandyra er heillandi það var gaman að sjá fólkið streyma liðlega um allt húsið þar sem skábrautir og […]
Ég hef oft haldið því fram hér í þessum pistlum að það eigi almennt ekki að rífa hús heldur að endurnýja þau og aðlaga að nýjum þörfum og nýjum kröfum. Nýlegt dæmi um velheppnað verk sem unnið er samkvæmt þessu er Marshallhúsið úti á Granda. Þar er gömlu húsi breytt þannig að það hentar sérlega […]
Nýlega var byggð 57 hæða bygging í Changsha í Kína sem er alls um 180 þúsund fermetrar. Í húsinu er atvinnustarfssemi fyrir um 4000 manns og einar 800 íbúðir. Þeir kalla þetta Sky City sem á að vera að verulegu leiti sjálfbært. Innan byggingarinnar eru götur, stræti og skábrautir milli hæða sem eru […]
Það má segja að það hafi ríkt stöðunun í þróun fjölbýilshúsa á Íslandi undanfarna nánast hálfa öld. Algengast er að byggð séu stigahús með íbúðum til sitt hvorrar handar á stigapöllunum. Stundum er þriðju íbúðinni komið fyrir á hverri hæð. Þegar krafa um lyftur kom fundu hönnuðir út úr því að sameina stigahúsin og gera svalagang að íbúðunum. […]
Í gær var opnuð afskaplega glæsileg sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem borgarbúum og öllum landsmönnum er boðið upp á að skoða og kynna sér það sem er í vændum í uppbyggingunni í miðborg Reykjavíkur innan Hringbrautar. Sýningin ber heitið „Hvað er í gangi?“ og er tilgangurinn að gefa fólki tækifæri til þess kynnast umhverfi […]
Þegar ég kom að Gullfossi í fyrrasumar var svo þröngt um vegna fólksmergðarinnar að ánægjan við að heimsækja staðinn var ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar hægt var að ganga þarna um aleinn eða með sínu fólki. Ég sá strax að timburstiginn sem gengur niður frá þjónustumiðstöðinni og bílastæðaframboðið þar […]
Að ofan er áhugavert myndband af tillögu Dönsku arkitektastofunnar C.F Möller í stórri samkeppni um sjúkrahús á norður Sjálandi í Danmörku. Myndbandið sýnir hvernig sjúkrahús sem er byggt á opnu svæði gæti litið út. Danirnir ákvaðu að byggja nýtt „supersjúkrahús“ á opnu svæði þar sem rúmt var um það og mikil tækifæri til þróunnar til […]