Það var aldeilis ótrúlegt þegar stjórnvöld tóku sig til við að endurskoða byggingareglugerðina (nr.: 112/2012) í dýpstu byggingakreppu á landinu síðan síldin hvarf 1965-66. Breytingin var á allan hátt íþyngjandi fyrir byggingariðnaðinn og húsbyggjendur. Gerðar voru miklar kröfur umn lágmaksstærðir rýma innan íbúða og til einangrunar og ferilmála. Þetta voru allt ágætar kröfur í […]
Í gær varð á vegi mínum um veraldarvefinn kynning á sumarhúsi við Heklurætur eftir arkitektana á Sudío Granda. Arkitektarnir Steve Christer og Margrét Harðardóttir reka þá stofu á Íslandi sem hefur hvað sterkustu höfundareinkennin. Umhverfi arkitekta hefur einhvernvegin þróast þannig á undanförnum árum og jafnvel áratugum að stofurnar hafa breyst úr „arkitektastudíóum“ yfir í „arkitektafyritæki“. Það er nokkur […]
Ég var á aldeilis ágætum kynningarfundi á vegum borgarinnar í Ráðhúsinu í fyrradag þar sem kynnt var rammaskipulag fyrir Ártúnsholt og Vogabyggð. Þarna voru líka kynntar hugmyndir um fyrirhugaða Borgarlínu höfuðborgarsvæðisins og hvernig hún tengist byggðinni sem er á dagskrá. Það vakti sérstaka athygli mína að í tengslum við Borgarlínuna og aðalskiptistöð hennar við suðurhluta Vogabyggðar er […]
Ef spurt væri hvenær Reykjavík hafi verið fallegust þá er ekki ólíklegt að það hafi verið á þeim tíma sem myndin að ofan var tekin. Sennilega skömmu fyrir aldamotin 1900. Húsin eru mjög samstæð hvað form, hlutföll og hvað efnisval og áferð varðar. Það eru nánast engir kvistir á húsunum. Það er mjög mikið […]
Ég var að velta fyrir mér sjúkrahúsunum og byggingum sem tengjast heilsugæslu í Reykjavík á árum áður og fram á okkar dag. Ég hripaði nokkur atriði niður um leið og ég vafraði í gegnum þetta á netinu. Þetta er merkileg saga og á margan hátt sértök, sennilega einstæð. ++++ Fyrsta byggingin þar sem heilbrigðismál voru […]
Danska arkitektafélagið hefur áhyggjur af því að danskir arkitektar blandi sér ekki nægjanlega í umræðuna um störf þeirra og verk í fjörmiðlum. Félagið leggur áherslu á að þeir haldi á lofti faglegum sjónarmiðum sínum með það að markmiði að auka skilning fólks á því sem máli skiptir og varðar arkitektúr og skipulag. Félagið velti fyrir sér […]
Það er ánægjulegt þegar maður verður þess var að skipulagshöfundar vinna deiliskipulag á forsendum þess sem fyrir er. Dæmi um það er nýlegt skipulag á reit sem afmarkast af Laugavegi, Vegamótastíg, skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Skipulagið nær einkum til húsanna Laugavegur 12b og 16, staðgreinireitur er 1.171.4 Eins og sést á myndinni efst í færslunni er […]
Þegar arkitektar taka þátt í samkeppnum reyna þeir að skilgreina spurninguna sem sett er fram í keppnislýsingunni og svara henni í samhengi við skilgreinungu keppandans á viðfangsefninu. Þetta er einmitt það sem veldur því að samkeppnistillögur eru mismunandi. Ef allir keppendur skilgreindu keppnislýsinguna eins og allir læsu umhverfið og skilgreindu það yrðu allar lausnirnar áþekkar. Í samkeppnum […]
Það var fagnaðarefni að lesa stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vorið 2013, fyrir tæpum fjórum árum. Þar var í fyrsta skipti tekið á skipulagsmálum í stjórnarsáttmála og Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð var fylgt eftir. En í sáttmálanum stóð orðrétt: “Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði […]
Í dag var húsið Vegamótastígur 9 lyft af sökkli sínum og flutt á baklóð að Grettisgötu 54. Þessi framkvæmd hefur verið mikið í umræðunni og sitt sýnist hverjum. Í stuttu máli virðist hér vera á ferðinni skipulag sem ber öll megineinkenni verklags sem ekki fæðir af sér bestu hugsanlega niðurstöðu fyrir umhverfið. Skipulagið virðist […]