Prince Charles af Wales, sagði á árunum um 1990 að breskir arkitektar hefðu valdið meira tjóni undanfarin 40 ár í miðborg Lundúna en Deutsche Luftwaffe í seinni heimstirjöldinni! Þetta var auðvitað arrogant og fékk prinsinn bágt fyrir. Einkum frá aritektum. Ég hitti mann í haust sem sagði að Reykjavík liti út eins og Aleppo með niðurbrotnar og sprengdar […]
Um helgina féll dómur í samkeppni um nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Hér er um mikilvæga byggingu að ræða á mikilvægum stað. Eftir að hafa skoðað verðlaunatillögu Studio Granda kom í huga kennisetning Mies van der Rohe: „God is in the details“ eða „Guð býr í smáatriðunum“. Styrkur tillögunnar liggur ekki bara í stóru línunum heldur ekki […]
Hryggjarstykkið í Aðalskipulagi Reykjavíkur er að mínu mati samgöngu- og þróunarásinn sem liggur frá Vesturbugt, inn Hverfisgötu og Suðurlandsbraut alla leið að Keldum og hugsanlega áfram að Úlfarsárdal og Korputorgi. Hugmyndin gefur tækifæri til þess að binda borgina saman í heildstæða línulega borg þar sem gott er að búa og mikil tækifæri verða til varðadi […]
“NEW YORK by Gehry” er 76 hæða bygging sem var formlega opnuð þann 19. mars 2011. Fyrir fimm árum þegar arkitektinn, Frank Gehry, hélt upp á 82 ára afmæli sitt. Byggingunni var vel tekið og var lofuð af gagnrýnendum byggingalistar. Gagnrýnandi NY Times áleit þetta besta skýjaklúf í NY síðan Ero Saarinen teiknaði CBS bygginguna fyrir 51 […]
Það er í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþennslu borga, að borgaryfirvöld í Reykjavík séu að reyna að stemma stigu við útþennslu byggðar. Þetta er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill googla þetta. En menn eru víðast að tala […]
Nú er um það bil að ljúka breytingum á svokölluðum Hljómalindarreit í Reykjavík. Fyrir réttum fjórum árum var haldinn kynningarfundur á vegum borgarinnar vegna þess að deiliskipulagi á reitnum hafði verið breytt. Byggingarmagn hafði verið minnkað frá eldra skipulagi og áhersla lögð á að „minni“ staðarins yrði virt. Þara var að mér skilst átt […]
Maður fær stundum tækifæri til þess að kynnast heimilum manna sem eru eða hafa verið áberandi í umræðunni. Við þekkjum Gljúfrastein, Gunnarshús, heimili Jörn Utzon á Mallorca og heimili Hemmingway á Key West og fl. Oftast finnur maður fyrir námd þeirra mikilmenna sem þar bjuggu um sig og sitt fólk. Það geislar af þessum heimilum […]
Efst á húsinu nr.93 við Reade St. í Tribeca hverfinu í New York er stór og einstaklega falleg þakíbúð, sem byggð var ofan á gamalt fallegt fimm hæða hús frá árinu 1857. Þetta er eitt af elstu „cast iron facade“ húsum borgarinnar. Tribeca hverfið sem er neðst á Manhattaneyju er álitið einn besti staðurinn að búa […]
Á ferðum mínum hef ég oft gert mér erindi á arkitektaskólana til þess að sjá og upplifa andrúmið og hvernig skólarnir haga kennslunni. Þeir eru afar misjafnir. Mér fannst gaman að koma á AA í London fyrir nokkrum árum. Kannski venna þess að hann minnti mig á Akademíuna í Kaupmannahöfn þegar ég stundaði þar nám. […]
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sameina þrjú sjúkrahús á norður Sjálandi í Danmörku í eitt. Þetta voru sjúkrahúsin í Hilleröd, Helsingör og Frederikssund. Eftir faglega staðarvalsgreiningu var ákveðið að byggja hið nýja sjúkrahús á opnu svæði við Hilleröd. Hugmyndinni um að byggja við eitthvert núverandi sjúkrahúsanna var hafnað. Þetta á að vera 124.000 fermetra […]