Miðvikudagur 16.11.2016 - 07:20 - 11 ummæli

Innlit hjá Helmut Schmidt v.s. Donald Trump

 untitled

Maður fær stundum tækifæri til þess að kynnast heimilum manna sem eru eða hafa verið áberandi í umræðunni. Við þekkjum Gljúfrastein, Gunnarshús, heimili Jörn Utzon á Mallorca og heimili Hemmingway á Key West og fl.  Oftast finnur maður fyrir námd þeirra mikilmenna sem þar bjuggu um sig og sitt fólk.  Það geislar af þessum heimilum andrúm sem húsráðandinn skapaði.

Mig langar til þess að sýna nokkrar ljósmyndir af heimilum tveggja mikilvirkra stjórnmálamanna.

Annarsvegar er það  heimili Helmut Schmdt (1918-2015) kanslara Vesturþýskalands á árunum 1974-1982 og hinsvegar Donald Trump (1946-) nýkjörins forseta bandaríkjanna.

Heimili Schmidt einkennist af djúpum persónuleika þar sem er að finna mikið af bókum, myndlist sem hann hefur safnað að sér eftir sinni ósk og sínum persónulegum skoðunum. Maður skynjar festu og öryggi. Það er manneskjulegt yfirbragð yfir öllu. Hvert sem litið er. Þarna eru ýmsir smáhlutir sem húsráðendum hefur þótt vænt um og þarna er taflborð og lítill flygill. Þarna er líka allnokkuð safn af vínflöskum sýnist mér. Allt þetta segir manni mikið um manninn og eiginkonu hans Loka. Svo hafa hlutirnir vissa „patinu“, maður sér að hlutirnir hafa verið notaðir og bækurnar lesnar.

Þetta er heimili sem á sér djúpar rætur í menningu þess samfélags sem Shmidt tók þátt í að skapa og hann var sprottinn úr

Takið bara eftir vinnuherbergi hans þar sem bækur eru áberandi ásamt ýmsum smáhlutum sem voru honum kærir og segja vissa sögu um manninn og hans persónu.

++++

Neðst koma svo nokkrar myndir úr íbúð Donald Trupmp í The Trump Tower á Manhattan í New York. Í mínum augum eru íbúðin full af hlutum sem ættu frekar heima í franskri höll en í skýjakljúfi á Fifth Avenue. Húsgögnin og myndlistin virka eins og drasl í þessu umhverfi þó enginn vafi liggi á að allt er þetta frumgerð húsgagna og lista af bestu fáanlegu gerð. Af heimilinu má lesa heilmikið um mannin sem ég ætla ekki að fara að gera hér hér.

Takið eftir bókinni á sófaborðinu á neðstu myndinni. Henni hefur sennilega aldrei verið flett

 

untitled4

untitled1

untitled6

untitled7

helmut-und-loki-schmidt-stiftung-startseite-2-1200x503

9

untitled11

Að ofan er svo ljósmynd af Helmut Schmidt sem tekin var á hans efri árum. Kanslarinn var mikill reykingamaður og lifði til 97 ára aldurs. Að neðan koma svo nokkrar myndir af núverandi heimili verðandi forseta Bandaríkjanna á Fifth Avenue í New York.

gallery-1462813673-donald-trump-index

 

donald-melania-trump-manhattan-penthouse_11

gallery-1462816039-donald-trump-1

donald-melania-trump-manhattan-penthouse_3

2012-04-19-trump1

2d9411ad00000578-3303819-image-a-1_1446653257605

 trumphomes28n-6-web

Hér er linkur að síðu sem sýnir heimili kanslarans betur:

Startseite

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • I don’t speak Icelandic, but I wanna say, you can’t compare both people. One is a German politician, Chancellor (died in 2015) and the other one is a Leader of an Empire, a multi-billionaire. Trump has has to have prestige and presentation, that is normal for someone like him. Maybe he likes 80s style like in the TV-series Dynasty. Who would expect of him small, average furniture, if you have the money for more? Much, much more? Even if the photos looked staged, yes but he is grown into always presenting. So calm down. I like his style.

 • Stefán Björnson

  Þetta er leiksvið, munirnir og persónurnar, að Trumpnum undanteknum, eru leiktjöld. Bílarnir á matborðinu eru til að sýna alþýðusemi foreldrana, hversu miklir barnavinir þau eru. Rökrétt væri að færa Hvíta húsið frá Washington og endurreisa það á tindi Trumpkastalans. Hann segir sig vera góðan í byggingamálum, svo það ætti að vera honum lítð verk.

 • Sæll Hilmar
  Ertu til í að birta eitthvað um bókina mína um Rögnvald á síðunni?
  Kv. Björn

 • Þorsteinn Guðmundsson

  „More is a bore“
  Vissulega fara hér saman lélegur smekkur og miklir peningar. Hvernig getur maður með svona firrtan veruleikaþroska orðið forseti Bandaríkjanna? Hannn virðist firrtur í tíma og rúmi. Það er verðugt rannsóknarefni sem menn eru þegar byrjaðir að skoða.

 • Magnús Skúlason

  Vá! Þetta er ótrúlegt að sjá. Eitthvað sem hefur með aldur, slit og not fyrirfinnst ekki í síðari tilvikinu. Það er metið af hinu verra.

  Því miður er nokkuð þessu skylt að gerast í Þingholtunum í Reykjavík.
  Það fer alltaf illa saman mikið af peningum og vondur smekkur.

 • Eftir að bent hefur verið á að málverkið er eftirlíking þá er eins líklegt að allt annað á heimili Trumps sé einhver kínversk eftirlíking og fjöldaframleiðsla, líka konan og drengurinn.

 • Hilmar Þór

  Það er einmitt rétta greiningin:

  Þetta er „sviðsmynd“ þarna hjá Trumphjónunum.

  Og drengurinn er líka hluti af sviðsmyndinni.

  Og eitt í viðbót.

  það þykir ekki góður siður að vera að leika sér með leiföng meðan dagurður eða önnur máltíð er snædd. En sjálfsagt hefur drengurinn sett það skilyrði þegar hann samdi um að sitja fyrir!

  Og að málverkið skuli ekki vera orginal hafði mér aldrei dottið í hug. Það eitt segir mikið um hvaða mann Donald hefur að geyma.

  • Já heldur þú að þetta sé bók? Er þetta ekki konfektkassi eða eitthvert glingur sem hægt er að kaupa í Trump-línunni eða Ivanka-línunni? Það væri stílbrot að vera með bók þarna alveg eins og fólkið á myndunum og málverkið eru stílbrot. En það vantar enn gullhúðaða brjóstmynd úr plast af kallinum sjálfum sýnist mér.

 • Orri Ólafur Magnússon

  Jú, það má vafalítið draga ýmsar ályktanir úm skapgerð þessara tveggja manna af híbýlunum : bækur á heimili Schmidts og ekki síst flygillinn – H. S. var reyndar liðtækur píanisti segja þeir sem til þekkja. Merkilgast finnst mér samt sem áður að þessi moldríki Bandaríkjamaður, Trump, skuli hafa „kópíu“ af frægu listaverki á veggnum í íbúðinni : „La Loge“ eftir Renoir . ( 2. mynd talið ofan frá ) Myndin, þ. e. a. s. sú „ekta“ , frá árinu 1874, hangir í Courtauld Institute of Art í London. Auðvitað má segja að Renoir – kópía sé skömminni skárri en „original“ eftir Jeff Koons ( ! ) Engu að síður finnst manni þetta vera lýsindi dæmi um allt umhverfi Trumps : ein allsherjar „sviðsmynd“ & blekking. Öllu ægir þarna saman – hrikalegt !

 • Þórhildur

  Mennirnir eru margir og misjafnir.

  Mikið vildi ég frekar búa á heimili Helmuts og Loku en þarna í sviðsmynd Trumps. Drengurinn er áhugaverður. Hann er eins og lítill kall sem situr þarna á ljóninu og er með bílana sína á gólfinu fyrir framan sig. Bílarnir eru auðvitað límósínur. Engir bruna- eða slökkvibílar eins og hjá venjulegum drengjum sem aldrei hafa séð Límósínur og svo virðist vera mikill trekkur þarna hjá þeim hjónum því kjöll frúarinnar feykist til í golunni á þokkafullan hátt meðan ekki hreyfist hár á höfði Trump.

  Þetta er nú meiri dellan.

 • Sigurður Gunnarsson

  Heimilin lýsa mönnunum betur en þúsund orð!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn