Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 12.08 2016 - 23:47

Nýtt hótel nálægt Jökulsárlóni

Nýlega var tekið í notkun nýtt hótel, Fosshotel Jökulsárlón sem stendur á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Það er ástæða til þess að vekja athygli á þessu hóteli vegna þess að það kveður við nokkuð annan tón en gengur og gerist í hótelbyggingum á Íslandi. Hér hafa arkitektarnir Bjarni […]

Laugardagur 23.07 2016 - 18:36

Ný menningar og verslunarmiðstöð

  Í aðdraganda Hrunsins var sagt frá þvíí fjölmiðlum að verslunarhúsnæði í Reykjavík væri um það bil 8 fermetrar á hvern íbúa. Ef ég man rétt þá hefur þörfin í fræðunum verið álitin rúmlega 3 fermetrar verslunarhúsnæðis á hvern íbúa.  Þá er reiknað með bæði dagvöruverslunum og sérvöruverslunum í víðum skilningi. En þetta viðmið er […]

Mánudagur 18.07 2016 - 18:29

„Þannig týnist tíminn“ um Framtíðarskipulag Landspítalans

Ólafur Örn Arnarson yfirlæknir skrifaði grein í Morgunblaðið þriðjudaginn 26. febrúar árið 2002  um framtíðarskipulag Landspítalans. Tilefnið var andsvar við grein Ingólfs Þórissonar sem birtist í sama blaði fyrr í mánuðinum vegna athugasemda Ólafs við skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um Framtíðaruppbyggingu Landspítala. Ingólfur var þá framkvæmdastjóri tækni og eigna spítalans. Í dag 14 árum síðar er […]

Fimmtudagur 30.06 2016 - 01:11

EM 2016 og byggingalistin

„We shape our buildings; thereafter they shape us“ sagði Winston Churchill. Eða „Fyrst móta mennirnir byggingrnar, og svo móta byggingarnar mennina“? Því hefur verið haldið fram að þakka megi sparkvöllum við skólana og stóru knattspyrnuhúsunum velgengni íslendinga á EM 2016. Þanng að það á halda því fram með þessu dæmi að hin vísu orð forsætisráðherra […]

Mánudagur 20.06 2016 - 12:10

MÓTUN FRAMTÍÐAR.

MÓTUN  FRAMTÍÐAR. Fyrir tæpu ári kom út stórmerkileg bók Trausta Valssonar arkitekts sem starfað hefur sem prófessor í skipulagsfræðum við Háskóla íslands um áratuga skeið. Þetta er þrettánda bók Trausta um efnið. Bókin fjallar um æfistarf Trausta og skipulagshugmyndir frá öndverðu með áherslu á tímabilið frá stúdentabyltingunni 1968. En um það leiti hóf Trausti nám í […]

Fimmtudagur 16.06 2016 - 11:29

Hverfaskipulag – Stórgóð sýning í Ráðhúsinu.

Ég átti leið um ráðhúsið í Reykjavík í gær og sá þar stórmerkilega sýningu um hverfisskipulag Reykjavíkur. Þarna er fjallað um hverfisskipulag í 4 borgarhlutum Reykjavíkur af 10. Það eru Árbær, Breiðholt, Háleiti-Bússtaðir og Hlíðar. Sýningin er ekki bara merkileg heldur hugmyndin um að gera hverfisskipulag fyrir alla 10 borgarhluta Reykjavíkurstórmerkilegt frumkvæði í skipulagsmálum hvert sem […]

Sunnudagur 12.06 2016 - 12:51

Dagsbirtan – Mikilvægasta byggingarefnið?

Mig minnir að það hafi verið Frank Lloyd Wright sem sagði að „dagsljósið væri mikilvægasta byggingarefnið“ Hvort sem það var FLW sem lét þessi orð falla eða einhver annar er það öllum ljóst sem kunna að upplifa arkitektúr að dagsbirtan er mikilvægust allra efna ef það er á annað borð skilgreint sem efni.  Professor Steen […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 23:37

Deiliskipulag – Reynslusaga

  Lesandi síðunnar sendi mér þrjár myndir af deiliskipulagi á svokölluðum Naustareit hér í Reykjavík sem afmarkast Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu. Myndirnar sýna hvernig deiliskipulag getur þróast á tiltölulega mjög stuttum tíma, aðeins 5 árum. Þetta voru mikar breytingar. Draga má þá ályktun að forsendur skipulags séu oft veikar og að niðurstaðan sé stundum […]

Laugardagur 28.05 2016 - 15:46

Arkitektúr á norður Spáni

Ég átti þess kost að fá að skoða byggingalist á norður Spáni siðustu daga. Þetta var auðvitað stórkostleg upplifun þar sem nema mátti rótgrónar rætur menningar og byggingalistar. Arkitektúrinn er staðbundin að formi til og ekki síður hvað allt efnisval varðar. Nýjar byggingar tóku flestar mið af staðnum og menningunni.  Hefðirnar og borgarvefurinn ásamt nýsköpun […]

Miðvikudagur 11.05 2016 - 13:32

Deiliskipulag – Hagsmunaárekstrar?

Þegar ég kom frá námi var það talið óhugsandi að sami aðilinn deiliskipulagði og hannaði húsin inn í reitinn sem hann skipulagði. Þetta var vegna þess að talið var að hagsmunirnir færu ekki saman. Deikliskipulagshöfundar voru taldir vanhæfir til þess að hanna hús inn í skipulag sitt nema að mjög takmörkuðu leyti. Ráðgjafinn gat, að […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn