Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 05.12 2014 - 11:42

Dýrasta háhýsi heims

    Nú í vikunni voru opinberaðar tölur um byggingakostnað háhýsa. Þar kom fram að nýbygging World Trade Center í New York er það lang dýrasta í heiminum. Byggingin er teiknuð af arkitektastofunni SOM sem er þekkt vegna verka sinna. Þess má geta að Hjördís Sigurgísladóttir arkitekt hjá ArkHD arkitektum hér í Reykjavík vann hjá SOM um […]

Fimmtudagur 27.11 2014 - 22:43

Ný byggingabóla – Samkeppni um íbúðabyggendur.

Í Viðskiptablaðinu fyrir rúmri viku var birt mjög góð úttekt á áætlunum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um framboð aá nýbyggðu íbúðahúsnæði á næstu fjórum árum. Samantektin upplýsir að sveitarfélögin gera ráð fyrir að byggðar verði tæplega 8.600 íbúðir á næstu fjórum árum. Þetta er fjölgun um 10% íbúða á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest verður aukningin í Mosfellsbæ […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 07:55

Plús orku hús

  Allt frá orkukreppunni 1973 hafa arkitektar og verkfræðingar víða um heim verið að vinna að því að skapa „núll orku hús“. Það er að segja hús sem framleiðir alla þá orku sem það þarf sjálft á að halda. Þetta hefur stundum, næstum, tekist en ekki náð fótfestu í byggingariðnaðinum. Undanfarið hafa menn sett markið […]

Miðvikudagur 12.11 2014 - 12:12

Strætóskýli SVR – 1980.

      Fyrir rétt tæpum 34 árum, í desember 1980, voru kynnt úrslit í opinni samkeppni um ný strætisvagnaskýli fyrir Srætisvagna Reykjavíkur,  SVR, eins og það hét þá. Í febrúar 1982 þegar nokkur skýli höfðu verið byggð hlutu þau Menningarverðlaun DV fyrir byggingalist. Höfundur skýlanna er Birna Björnsdóttir húsgagna- og innanhússarkitekt sem starfað hefur alla […]

Sunnudagur 09.11 2014 - 01:49

Kynningarfundir og sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur

Í undirbúningi er kynningarfundur og sýning um uppbyggingu íbúðahúsnæðis í Reykjavík á næstu misserum. Þetta verður með svipuðu sniði og kynningarfundur og sýning um ýmsar framkvæmdir í borginni, sem efnt var til í Ráðhúsinu fyrir ári síðan.  Sú uppákoma var í byrjun kosningavetrar, sem hægt var að túlka sem upphaf kosningabaráttunnar. Nú liggur sú staða […]

Þriðjudagur 04.11 2014 - 11:07

Vogahverfi – Næsta heita hverfið?

    Það er algengt um víða veröld að hverfi sem ekki hafa verið í umræðunni eða vakið athygli verða skyndilega vinsæl. (Mýrin í París, Meatpacing District í NY og m.fl) Fasteignaverð hækkar í kjölfarið og inn í hverfin flytja framsækin fyritæki og fjölskyldur fólk.   Etirspurnin eftir húsnæði af öllum gerðim eykst veruleha á þessum svæðum. […]

Þriðjudagur 28.10 2014 - 01:03

Ný gerð fjölbýlishúsa.

    Þegar ég sá frumdrögin af þessum húsum fyrir nokkrum árum fannst mér tillögurnar nánast tóm vitleysa. Ég skrifaði pistil af því tilefni sem nefndist „Varist stjörnuarkitekta“. Nú þegar búið er að byggja húsin og draga fram rök fyrir hugmyndinni, sem ég man ekki eftir að hafi verið nefnd þegar verkefnið var fyrst kynnt, […]

Fimmtudagur 23.10 2014 - 14:51

Umræðan um Vatnsmýrarflugvöll

    Ég nennti varla á  fund flugvallavina á þriðjudagskvöldið vegna þess að svona fundir bera oft einkenni trúarsamkoma, fullar af tilfinningum og geðshræringu samherja í stríði sem þeir telja tapað. Annað var uppi á teningnu á þriðjudaginn. Þarna voru flutt fjögur framúrskarandi erindi, full af staðreyndum og án tilfinninga. Erindin voru öll fordómalaus, lausnamiðuð […]

Laugardagur 18.10 2014 - 21:44

Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi

„Hörgull í allsnægtum – Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“, Þetta er bókartitill á nýrri bóik sem heitir á frummálinu: Scarcity in Excess – The Built Environment and the Economic Crisis in Iceland. Bókin er um hrunið og hið byggða umhverfi á Íslandi. Efni bókarinnar varðar alla íslendinga, en hún á sérstakt erindi við […]

Miðvikudagur 15.10 2014 - 16:26

Hver á borgina?

  Ég var á skemmtilegum fundi á Kjarvalsstöðum í gærkvöld þar sem spurt var.: HVER Á BORGINA? Þar fór fram umræða sem vakti upp margar spurningar sem verða áleitari þegar frá líður. Frummælendur voru þau Hjálmar Sveinsson formaður skipulagsráðs, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá borginni og þau Skúli Magnússon hdl og Margrét Harðardóttir arkitekt […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn