Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 29.08 2014 - 10:23

Caffe-latte beltið í Kaupmannahöfn

  Á sunnudaginn kemur verður opnað nýtt byggingaland í Kaupmannahöfn. Þetta er hafnarsvæði sem áður hét Nordhavn. Hverfið kallast á við Sydhavnen og Örestaden sem margir þekkja.  Við Sydhavnen er Sluseholmen og Örestaden þar nálægt en við Nordhavnen verður Århusgadekvarteret. Þarna á að byggja á næstu 40-50 árum 40 þúsund manna byggð og atvinnuhúsnæði fyrir sama […]

Mánudagur 25.08 2014 - 12:35

Landspítalinn aftur á dagskrá

Núverandi forstjóri Landspítalans var í viðtali í morgunútvarpi Bylgjunnar þann 15. ágúst s.l.  Þar lagði hann áherslu á að hefja framkvæmdir við byggingu spítalans sem fyrst til þess að koma bráðastarfsemi sjúkrahússins í eitt hús og að ef ekki væru til peningar þá þyrfti að finna aðra lausn. Þarna opnaði forstjórinn á umræðu um aðra lausn en […]

Miðvikudagur 20.08 2014 - 08:18

Staðfesta í borgarskipulagi

    Meðal athugasemda sem bárust Reykjavíkurborg, þegar skipulag Vatnsmýrarinnar var þar til umfjöllunar í vetur, var hugleiðing Bolla Héðinssonar hagfræðings sem hann sendi sem umsögn um skipulagstillögurnar. Bolli er áhugamaður um borgarskipulag og byggingalist og tengir gjarnan þessi áhugamál fræðigrein sinni, hagfræðinni. Hann telur fyrirhugað hverfi í Vatnsmýri boða nýja tíma  og ný tækifæri […]

Föstudagur 15.08 2014 - 11:48

„GRETTISGATA – APARTMENTS“

  Viða í borgum eru til hverfi og götur sem almenn sátt er um. Þetta er oft í eldri hlutum borganna. Gestir og ferðamenn laðast að þessum hverfum og götum. Fólk vill búa í svona umhverfi. Ástæðan er oftast sú að þar er einhver harmónía. Húsin eru kannski ekki ofurfalleg öllsömul eða góð en þau […]

Þriðjudagur 05.08 2014 - 20:30

Arkitektúr án arkitekta

Fyrir einum þrem áratugum var gerð könnun á því hverjir teiknuðu húsin sem þá var verið að byggja í Reykjavík. Skoðuð voru tvö eða þrjú nýleg íbúðahverfi. Niðurstaðan var að arkitektar teiknuðu um 20% húsanna. Hin um 80%  voru teiknuð af fagfólki með aðra menntun sen byggðist ekki á byggingalist. Einhvern vegin held ég að […]

Fimmtudagur 24.07 2014 - 10:37

Matvöruverslanir aftur inn í íbúðahverfin

  Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er stefnt að vistvænni borg með minni bifreiðaumferð, betri þjónustu í íbúðahverfunum og meira mannlífi milli húsanna og á götunum. Þetta eru allt góð markmið sem flestir ættu að geta sæst um. Til þess að ná þessum markmiðum eru margar leiðir. Ein sú miklvægasta er að flytja matvöruverlanir aftur inn […]

Fimmtudagur 10.07 2014 - 20:49

Það á ekki að rífa neitt – Heldur byggja við

Því hefur oft verið haldið fram að það eigi ekki að rífa nein hús…aldrei. Menn segja að það eigi að byggja við þau og aðlaga þau breyttum þörfum líðandi stundar. Viðhalda hinni sögulegu vídd í borgarlandslaginu. Ekki láta húsin víkja skilyrðislaust. Ég er farinn að hallast að þessu sjónarmiði. Öll hús eru börn síns tíma […]

Miðvikudagur 02.07 2014 - 13:22

Vistvænt tjaldstæði í Þakgili

  Það vakti athygli mína þegar ég gisti í Þakgili ofan við Vík í Mýrdal um daginn að stæðið var að mestu sjálfbært hvað varðaði ferskvatn og raforku. Rafmagn fyrir snyrtiaðstöðuna var fengið frá lítilli rafsstöð sem knúin var með rennsli neysluvatns snyrtingarinnar. (sjá mynd að ofan) Einfaldara gat það ekki verið. Rafmagn fyrir landvörðinn […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 07:45

Arkitektar – Samfélagsleg ábyrgð

Því hefur verið haldið fram að arkitektinn sé milliliður milli húsbyggjandans og samfélagsins. Arkitektinn gætir hagsmuna húsbyggjandans og tryggir að hann fái gott og starfhæft hús sem þjónar þörfum hans og ofbýður ekki pyngjunni. Arkitektinn ber líka ábyrgð gagnvart samfélaginu og þarf að tryggja að nýbyggingin þjóni borgarrýminu eða götunni. Hann þarf að tryggja að […]

Mánudagur 02.06 2014 - 12:22

María Dýrfjörð og arkitektúr

  Hin frábæra síða, Dezeen.com, fjallar í dag um hönnun Maríu Rutar Dýrfjörð.  Þarna er um að ræða textilhönnun sem er innblásin af byggingalist Guðjóns Samúelssonar arkitekts. María sækir í munstur sem er að finna í Þjóðleikhúsinu, Akureyrarkirkju og Laugarneskirkju. Orðrétt er eftirfarandi haft eftir Maríu Rut Dýrfjörð á Dezeen.com: „Guðjón’s buildings are in precise […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn