Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 11.04 2014 - 11:54

Nýr og Betri Borgarbragur

  Félagsskapur sérfræðinga sem nefnist Betri borgarbragur  skilaði af sér rannsóknarvinnu um skipulags- og umferðamál í Reykjavík nú í vikunni. Því miður gat ég ekki verið á staðnum en ég hef fylgst með hópnum úr fjarlægð og skrifað allmarga pistla um verkefnið eftir framvindunni. Af tilefni skilanna birti ég hér tvö myndbönd. Annað sem er unnið […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 01:39

Kvosin – staðarandi -Austurhöfn

Fyrir tæpum 99 árum brann mikill hluti Kvosarinnar í Reykjavík. Þetta var 25. apríl 1915.  Síðan þá hefur verið nánast stöðug umræða um framtíð svæðisins og margvísleg sjónarmið verið uppi á borðum. Mér fannst og finnst enn að menn hafi ekki gert betri greiningu á staðaranda Kvosarinnar í skipulagsvinnu en í deiliskipulagstillögu Dagnýjar Helgadóttur og […]

Mánudagur 31.03 2014 - 00:10

Krikaskóli í Mosfellsbæ

Krikaskóli í Mosfellsbæ hefur vakið athygli mína fyrir skemmtilega nálgun og samtal við umhverfið. Það þarf nefnilega oft lítið til þess að byggingar tengist umhverfi sínu. Byggingar sem ekki tengjast umhverfinu á einhvern hátt eru ekki eins góðar og hinar. Þær eru, ef djúpt er í árina tekið, bara alls ekki góðar byggingar. Best er þegar […]

Fimmtudagur 27.03 2014 - 08:34

Byggt með náttúrunni

Fjallaskáli á norsku eyjunni Vega sem var teiknaður af teiknistofunni Kolman Boye arkitektum er dæmi um hús sem byggt er með náttúrunni. Húsið rétt snertir jörðina og spillir engri náttúru. Efnisval og litir harmonera með umhverfinu sem einkennist af veðurbörnum klöppum og lággróðri. Allt gengur út á að gera sem minnst og ögra ekki umhverfinu. […]

Laugardagur 22.03 2014 - 21:58

Léttvín í matvöruverslanir – til kaupmannsins á horninu!

  Léttvín í matvöruverslanir? Hvað hefur það með arkitektúr eða skipulag að gera? Jú það hefur áhrif á verslunarvenjur fólks og verslunarvenjur fóks varðar borgarskipulagið. Alveg eins og þegar skipulagsyfirvöld heimiluðu rekstur stórmarkaða á iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum og svæðum utan íbúðahverfa gerðist margt sem áhrif hafði á umhverfið. Kaupmaðurinn á horninu hætti rekstri og einkabíllinn varð nauðsyn […]

Föstudagur 21.03 2014 - 14:07

Mygla í útveggjum – Minnisblað.

 Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur sendi síðunni eftirfarandi minnisblað vegna skoðunnar á einangrun útveggja. Minnisblaðið er tekið saman af hóp sérfræðinga sem benda á að vandamál vegna myglu í útveggjum fara vaxandi hér á landi. Orsökin telur hópurinn að liggi í  frágangi á einangrun og rakavörn innan á veggjunum þar sem tekin er mjög mikil áhætta. Minnisblað um einangrun útveggja […]

Þriðjudagur 18.03 2014 - 16:05

Hver hannaði Hörpuna?

  Það vakti nokkra athygli meðal arkitekta að Tryggva Tryggvasonar var hvergi getið þegar tónlistarhúsið Harpa  fékk hin virtu Mies van der Rohe verðlaun á síðasta ári. Það var mál manna að Tryggvi hafi verið lykilmaður þegar hönnunarteymið var stofnað og hafi verið virkur í allri hugmyndavinnu hússins fram að Hruni. Svo fór að bera […]

Föstudagur 14.03 2014 - 05:26

Reykjavík sem hjólaborg – Breytt ásýnd

  Víða í heiminum er verið að endurskoða ferðamáta fólks í borgum. T.a.m. er rætt um að Hamborg verði nánast laus við einkabíla eftir 20 ár. Þetta hefur veruleg áhrif á umhverfið og mikið landrými losnar. Ásýnd borgarinnar mun breytast. Menn eru líka að velta fyrir sér betri tengingu hjólandi og gangandi milli opinna svæða […]

Miðvikudagur 12.03 2014 - 16:42

Evrópuþingið – Babelsturn?

  Lesandi síðunnar benti mér á að bygging Evrópuþingsins í Strassburg líktist verulega hugmyndum manna um hvernig Babelsturninn  í hinni fornu borg Babýlon við ánna Efrat í sunnanverðri Mesópóyamíu hafi litið út. Samkvæmt Mósebók í gamla testamentinu töluðu allir íbúar jarðarinnar eitt tungumál og bjuggu allir á sömu slóðum. Þeir vildu reisa borg og turn […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 22:28

„Tveir apar“ – Magnús Kjartansson í Listasafni Íslands

„Þegar ég málaði stærsta verkið hér á sýningunni var ég að hugsa um lýðræðið á Ísland. Hvort hér væri yfirleitt nokkuð lýðræði. Þess vegna málaði ég tvo apa sem eitthvað eru að ráðskast með þetta og þar með held ég að ég hafi sagt allt sem ég hef að segja um þá mynd“ Þetta sagði […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn