Miðvikudagur 12.03.2014 - 16:42 - 13 ummæli

Evrópuþingið – Babelsturn?

 

Lesandi síðunnar benti mér á að bygging Evrópuþingsins í Strassburg líktist verulega hugmyndum manna um hvernig Babelsturninn  í hinni fornu borg Babýlon við ánna Efrat í sunnanverðri Mesópóyamíu hafi litið út.

Samkvæmt Mósebók í gamla testamentinu töluðu allir íbúar jarðarinnar eitt tungumál og bjuggu allir á sömu slóðum.

Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: „Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina.“  Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir skildu ekki lengur mál annarra og hættu við áform sín. Með því að láta þá tala ólík tungumál tvístruðust þeir og dreifðu sér um alla jörðina ef ég skil þetta rétt.

Það er gaman að skoða ævafornar hugmyndir manna um hvernig Babelsturninn hafi litið út sem sumir segja að hafi átt að vera e.k. „stairway to heaven“ og bera hann saman við  byggingu Evrópuþingsins. Líkindin eru mikil.

Babelsturninn átti að hafa verið í borginni Babýlon sem stóð við Efrat. Borgin var höfuðborg hins forna ríkis Babýloníu sem var í sunnanverðri Mesópótamíu.  Turninn hrundi fljótlega vegna þess að hann var illa byggður á slæmum grunni og úr slæmum efnum, brenndum leir sem límdur var saman með vondu lími.

Þess má geta að sumir telja að orðið babl eigi rætur að rekja til Babel. Sama á víst um það þegar sagt er og skrifað „bla, bla, bla, bla…..

Bla Bla á víst lika rætur til þessa turns sem á að hafa verið byggður nokkrum þúsund árum fyrir Kristsburð vegna þess að þá ruglaði Guð tungumálinu og fólkið dreifði sig um jörðina! (ótrúlegt)

Færslunni fylgja þekktar gamlar myndir af Babelsturninum og svo nokkrar ljósmyndir af byggingu Evrópuþingsins sem hönnuð var af AS Architecture Studio. Byggingin er um 220 þúsund fermetrar og er með fjölda sala þar sem sá stærsti er fyrir 750 þingmenn. Fyrir þingmennina eru svo til ráðstöfunnar 1133 einkaskrifstofur.

Efst er samsett mynd af Evrópuþinginu og mynd af Babelsturni frá því árið 1525 eftir Pieter Brueghel sem sjá má hér neðar á síðunni í heild sinni.

0fbdd7625ce03f362d2fbd0c00c1f61c

 

 

 Þetta gamla mannvirki er í Írak og er talið af sérfræðingum hugsanlegar rústir Babelturnsins. Rústin er um 2300 fet að ummáli og voru kallaðar „borsippa“ af grikkjum en það þýðir „tungumálaturn“

Hér að neðan er grunnmynd af Evrópuþinghúsinu. Þar má sjá stóra þingsalinn og mikinn fjölda minni sala.

plan-gd

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

 • I like this Blog entry, dear Hilmar. There are always great ideas behind important public buildings. The Austrian Parlament f.e.looks like a greek temple. A simple concept in honour and remember of the first democracy in history.
  At the time of erection in 19th century the members of parliament spoke about 10 or 12 languages representing the different people and culture in the old monarchy.
  For that I like the speculation.

 • 750 þingmenn!

  Er eitthvað vit í þessu? Þegar svona stendur á er hver þingmaður svo lítill (0,75 prómill) að hann skiptir ekki máli nema í bandalagi með öðrum. Þá er þetta ekki lýðræði lengur heldur hópræði sem oft er kallað „klíka“ eða „gengi“.

  Gengjum er svo softast stjórnað af sterkum einstaklingum og hans hagsmunum. Eða hagsmunum þeirra em koma honum fyrir á þinginu.

  Er þetta ekki bara eurotrass, skriffinska og bitlingar.

  Höldum okkur fjarri

  En það er annað mál.

  Þetta eru mjög skemmtilegar pælingar sem ganga langt út fyrir form bygginganna.

 • Málfríður

  Enn á ný taka þjóðirnar höndum saman og vinna að háleitu markmiði.

  En í þetta sinn brjóta þær odd af oflætinu og freista ekki hins fjarstæðukennda né ætla sér um of þegar þær reyna sitt besta.

  Þess vegna er Babelsturn Evrópu lágreistur og hálfgerður er hann fullgerður.

  Áminning um að dramb er falli næst.

 • Steinarr Kr.

  Skemmtilegar pælingar.

 • Gunnar Jónsson

  Líkindin eru ekki bara í forminu. Þau eru líka í innihaldinu. Í Babylon var dramb mikið. Sama á sér stað í allri “evrópuvæðingunn”. Skiffinnskan vex nánast sjórnlaust. Bara þetta hús þarna í Strassbúrg er 220 þúsund fermetrar. Þar eru 750 þingmenn (19 og fyrir þá eru 1133 einkaskrifstofur.

  Jú vissulega er iteressant að era þessar tvær byggingar saman, formsins vegna og innihaldsins.

  Og “for the record” ég er þess fullviss að arkitektarnir hafa horft til tilgátu um Babelsturn þegar húsinu var gefið þetta for. Annað er bara svo ólíklegt aðþað kemur vart til greina.

 • Jón Jón Jónsson

  Hin blómlega menning forn-egypta þar sem himinninn var kvenkyns en jörðin karlkyns leið endanlega undir lok með tilkomu babelanna rómversku.
  Öll sú mikla viska sem forn-egyptar höfðu viðað að sér og hafði yfir sér einhvern seiðandi þokka varð endanlega að lúta í lægra fyrir um 3000 árum síðan.
  Eftir það hefur allt verið eitthvað hálf öfugsnúið.
  Því miður þekkja fáir djúpgerð mannkynssögunnar.

 • Dr. Samúel Jónsson

  Ekki er ég sérfróður um byggingar“listina“, l´arcitettura,
  en þegar kemur að því að deila og drottna
  þá er ekkert tilviljunum háð í The Holy Roman Empire.

 • Málfríður

  @VTIG: ,,Hvers vegna er þetta svona lágvaxinn „turn“ eða tunna á byggingu Evrópuþingsins og hvers vegna er hann færður svo í stílinn að hann virðist ekki full kláraður?“

  Ertu að grínast?

  @ VTIG: ,,Það er bara engin tenging við Evrópuþingið og Babelsturn. Ekki hugmyndafræðilega og ekki myndrænt.“

  Jú, þú hlýtur að vera að grínast.

 • Til að bæta við:

  Þar sem til eru hundruðir ef ekki þúsundir mismunandi hugmynda um Babelsturn og jú það má heimfæra einhverjar þeirra á kannski alla turna eða tunnulaga byggingar sem gerðar hafa verið, hvers vegna er spurninging ekki þessi:

  Hvers vegna er þetta svona lágvaxinn „turn“ eða tunna á byggingu Evrópuþingsins og hvers vegna er hann færður svo í stílinn að hann virðist ekki full kláraður?

  Væri fínt félagsfræðiverkefni fyrir grunnskólanemendur – en fullorðið fólk sem maður reiknar með að sé sæmilega vel af Guði gert, fer beint í Gamla Testamentið.

  Er þetta himinhár turn? Nei.
  Er þetta turn sem byggður var því allir tala sama tungumálið? Neibb.
  Er þetta turn? Nei, í rauninni ekki.
  Er þetta bygging sem á að ná til himinsins? Nei, greinilega ekki.

  Sagan um Babelsturn er annars saga um uppruna tungumálanna og í aðra hönd hroka mannkyns (en um það eru annars sægurinn allur af dæmisögum fyrir utan þessa)

  Það er bara engin tenging við Evrópuþingið og Babelsturn. Ekki hugmyndafræðilega og ekki myndrænt.

  Skemmtilegar greinar sem ritaðar eru hér yfirleitt, en þessi della er svo gömul og svo þreytt að þetta var gamalt áður en Youtube varð til.

  • Hilmar Þór

   Mér þykir þú taka þessu nokkuð alvarlega VTIG.

   Þarna er verið að bera saman þekktustu tilgátur um útilt hins forna Babelsturn og nýbyggingu Evrópuþingsins. Ekki allar tilgáturnar, bara þær þekktustu.

   Það kann að vera að þú komir ekki auga á líkindin milli þekktustu tilgátunnar frá árinu 1525. Fyrir mörg okkar hinna eru þau augljós.

   Þar með er það ekki gefið að arkitektar nýbyggingarinnar hafi haft þessa tilgátuturna í huga þegar þeir hönnuðu þinghúsið.

   En þetta er fyrst og fremst skemmtilegur samanburður.

   Bæði formsins vegna og hins að allur hinn vestræni heimur talar orðið eitt tungumál. Og ekki bara það heldur er því spáð að meirihluti íbúa jarðarinnar muni innan nokkurra áratuga kunna ensku og þannnig tala einni tungu.

   Þessi tungumálaþróun á kannski eftir að gefa okkur þá tilfinningu að við búum öll á sama stað?

   Kannski finnst þér þetta della en mörgum okkar hinna finnst þetta bæði skemmtilegt og umhugsunarvert.

   Og svona í lokin þá skiptir ekki máli hvort umræðuefnið sé gamalt eða nýtt svo lengi sem það er ekki klárað. Og það verður að auðvitað aldrei. Og b.t.w. þá eru Youtupe og þinghúsið álíka gömul svona „sirka“

  • Hlöðver Stefán Þorgeirsson

   Það er ekki ætlunin hjá mér að draga úr því sem þú segir Hilmar, vissulega hefur enskukunnátta aukist. Ég er eingöngu að koma að eigin pælingum varðandi tungumál.

   Mér finnst Evrópusambandið einmitt vera svo gott dæmi um það að alræði enskunnar er ekki algilt. Ekki þarf að leita lengra eftir því en svo.

   Bretar og Írar eru kannski svona c.a. 50 milljónir. Frakkar eru svipað margir og Þjóðverjar mun fleiri.

   Auk þess held ég að Bretar séu báðum þessum þjóðum aftar þegar kemur að áhrifum innan Evrópusambandsins.

   Frakkar eru duglegir við að koma sínu máli að opinberlega innan Evrópusambandsins, maður sér það t.d. í fréttum.

   Þetta sýnir mikilvægi þess að Íslendingar læri þrjú erlend tungumál í skólum.

  • Hlöðver Stefán Þorgeirsson

   Tölurnar sem ég skaut á eru ekki alveg réttar, hlutföllin þó í sæmilegu samræmi.

 • Málfríður

  Líkindin hafa alltaf verið augljós og eru vissulega ekki tilviljun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn