Sennilega verður því ekki mótmælt að Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði fleiri góð hús en nokkur annar arkitekt á síðustu öld. En í því sambandi má maður ekki gleyma því að enginn annar arkitekt fékk jafn mörg tækifæri og hann, enda vann Guðjón lengst af í pólitísku skjóli Jónasar frá Hriflu. Verk Guðjóns […]
Ég skrapp til New York í vikunni og kom til baka í morgun. M.a. af því tilefni birti ég hluta úr grein sem ég skrifaði fyrir nokkru í fylgirit Viðskiptablaðsins sem heitir „EFTIR VINNU“. Stórskemmtilegt rit sem fylgir einu albesta blaði sem gefið er út á Íslandi í dag. Greinin fjallar um High Line Park […]
Í aðalskipulagi Reykjavíkur, AR2010-2030, koma fram athyglisverð markmið um húsahæðir. Þar er sagt að húsahæðir skulu ákvarðast “af hnattrænni legu borgarinnar, nátúrulegri umgjörð hennar, sögulegu byggðamynstri, gatnaskipan og rýmismyndun og yfirbragði aðliggjandi byggðar”. Þetta er skynsamleg stefna sem er í samræmi vð opinbera stefnu í mannvirkjagerð frá 2007. Einnig stendur í AR 2010-2030 […]
Í kjölfar tölvuvæðingar arkitektatofanna hafa opnast möguleikar til þess að hanna og framleiða arkitektúr sem við þekktum ekki áður. Tölvan er verkfæri sem opnar margfalt fleiri möguleika í byggingarlistinni en blýjanturinn, þríhyrningurinn og T-stikan gáfu arkitektunum áður svo maður tali nú ekki um rýmisgreindina eða skort á henni. Þessir möuleikar tölvunnar hafa að vissu […]
Eitt af því góða sem lagt er til í Aðalskipulagi Reykjavíkur AR2010-2030 er að nú er stefnt að því að draga úr notkun einkabíla í borginni. En eins og ástandið er nú er einkabíll forsenda fyrir því að hægt sé að búa þar. Markmiðið er að draga úr umferð einkabíla til þess m.a. að gera […]
Gömlu byggingarnar í Dessau sem hýstu Bauhaus skólann á sínum tíma eru einhverjar þær merkilegustu sem byggðar voru á síðustu öld. Þær voru og eru enn, ein helsta fyrirmynd nútíma byggingalistar. Þess utan voru í húsunum og á skólanum unninn einhver mestu afrek í sögu hverslags hönnunar og lista á öldinni sem leið. Nú hefur […]
Eftirfarandi pistil ásamt myndefni barst síðunni frá Örnólfi Hall arkitekt. Hann er umsvifamikill fagmaður sem hefur verið virkur í umræðunni um byggingarlist um áratugaskeið. Hér fjallar hann um verðlaun fyrir byggingalist. LEAF-prísinn við Austurhöfn — Eins og mörgum er kunnugt stendur skammstöfunin LEAF fyrir: „Life, Earth and Air Friendly design“ og það […]
Háskólabíó sem var vígt á hálfrar aldar afmæli Háskóla Íslands, árið 1961, var fyrst og fremst hugsað sem kvikmyndahús sem jafnfamt átti að nota til fyrirlestra og ráðstefnuhalds. Húsið var einnig notað til tónlistarflutnings fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og fl. En það var aukahlutverk hússins. Það er (var?) í eigu Sáttmálasjóðs en árið […]
Ljósmyndin að ofan er fengin frá lögreglunni í Reykjavík og er tekin morgun einn á virkum degi á Miklubrautinni. Af myndinni getur maður dregið margar álygtanir af borgarskipulagi Reykjavíkur. Það má t.d. lesa af henni að borgin hljóti að vera dreifð. Og að þjónusta og atvinnutækifæri eru ekki í góðum tengslum við íbúðasvæðin. Af myndinni má […]
Arkitektum tekst oft illa upp þegar þeir eru að hanna og skipuleggja nýbyggingar á hafnarsvæðum. Við þekkjum dæmin af Norðurbakka í Hafnarfirði, dæmið á Akureyri og svo er einhver vandræðagangur í uppsiglinu við Vesturbugt í Reykjavík. Margar erlendar borgir hafa líka átt í vandræðum með þetta. Ein þeirra r Kaupmannahöfn sem hefur tapað einkennum sínum […]