Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 11.05 2013 - 09:49

Kommúnistinn Henning Larsen?

        Mig langar að segja skondna sögu af Henning Larsen. Þegar ég gekk á akademíunni voru deildirnar (bekkirnir(?)) tengdir prófessorunum sem voru allt hetjur í byggingalistinni. Þetta voru allt framsæknir einstaklingar í arkitektastétt sem áttu mikið erindi við samfélagið og auðvitað nemendurna.  Þetta voru oftast hugsjónamenn sem ekki lágu á skoðunum sínum […]

Þriðjudagur 07.05 2013 - 10:30

„Sjoppuþorpið“ í Borgarnesi

   Borgarnes er eitthvað það fallegasta bæjarstæði sem til er og þegar ekið er inn í plássið verður maður fyrir skemmtilegri upplifun. Fólk sem hefur hugmyndaflug sér tækifæri allstaðar til þess að skapa einstakan bæ sem hvergi í veröldinni á sér nokkurn líkan.  Það er fallegt að litast um inni í bænum á nesinu og horfa frá […]

Föstudagur 03.05 2013 - 11:59

Verkfræðingar – Arkitektar

    Þó mig gruni ástæðuna, þá hef ég aldrei skilið hvers vegna verkfræðingar eru sífellt að færa verksvið sitt inná sérsvið arkitekta. Þessar tvær stéttir vinna mikið saman en verkefnin og nálgunin eru gjörólík. Arkitektar bera virðingu fyrir sérþekkingu verkfræðinga og eru almennt ánægðir með hvernig þeir vinna verk sín en þeim finnst hálf hallærislegt […]

Mánudagur 29.04 2013 - 11:45

HARPA fékk Mies verðlaunin

      Mies van der Rohe verðlaunin eru þau virtustu í sem veitt er fyrir byggingalist í Evrópu. Þó svo að þau séu eingöngu veitt húsum sem byggð eru í álfunni eru þau almennt talin þau virtust í heiminum öllum og tvímælalaust þau eftirsóttustu. Í morgun var tilkynnt að tónlistar og ráðstefnuhúsið HARPA hafi hlotið verðlaunin […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 13:36

Reykjavík – Nýleg framtíðarsýn

Það er alltaf gaman að skoða gamlar framtíðarhugmyndir í skipulagsmálum. Myndin að ofan sýnir eina slíka sem málsmetandi menn í skipulagsumræðunni lögðu fram í byrjun árs 2006. Þarna er gert ráð fyrir að þróun borgarskipulagsins og að framtíðarbyggingaland borgarinnar verði á landfyllingum við Örfyrisey/Akurey og í Geldinganesi, Engey og Viðey. Ekki er gert ráð fyrir […]

Laugardagur 20.04 2013 - 13:15

13 þúsund manns á Austurvelli?

    Kowloon Wall City í Hong Kong var sennilega þéttasta byggð í veraldarsögunni. Borgarhlutinn var einnig kallaður „The dark City“ Þar bjuggu um 50 þúsund manns sem samsvarar um 19 þúsund á hektara. Þetta samsvarar því að um 13 þúsund manns ættu heimili sitt á Austurvelli sem er tæpir 7000 fermetrar. Eða svo annað […]

Fimmtudagur 18.04 2013 - 08:15

Landslagsarkitektar

Íslenskir landslagsarkitektar eru sér á báti í hönnunargeiranum. Þeir  hafa að mér virðist náð meiri og traustari fótfestu á starfsvetvangi sínum en t.a.m. arkitektar eða innanhússarkitektar. Þeim hefur tekist að breikka starfssvið sitt umfram það sem gerst hefur t.a.m. hjá arkitektum sem hafa misst allnokkra spæni úr ask sínum undanfarna áratugi. Ég hef unnið með […]

Föstudagur 12.04 2013 - 08:42

Verðlaun fyrir lítil hús

    Það var gaman að frétta að samtök arkitekta í USA (The American Institute of Architects (AIA)) velja 10 bestu  „litlu“  byggingalistaverkin í Bandaríkjunum á hverju ári. Eitt þeirra sem fékk viðurkenninguna í ár er litla húsið sem birtar eru myndir af  hér í þessari færslu.  Það er lítið baðhús tengt sundlaug í Lewes í Maryland í […]

Miðvikudagur 10.04 2013 - 10:41

Reykjavíkurflugvöllur-álit almennings

  Í síðust viku var kynnt niðurstaða í könnun sem Fréttablaðið og Stöð tvö stóðu fyrir um afstöðu landsmanna til staðsetningar flugvallarins í Vatnsmýrinni og framtíð hans þar.  Ég þekki ekki mikið til framkvæmdar könnunarinnar  en niðurstaðan var sú að 80-84% landsmanna, háð búsetu, vilja að flugvöllurinn verði kyrr í Vatnsmýrinni. Ég leyfi mér að birta texta um könnunina af […]

Mánudagur 08.04 2013 - 13:11

Myndlist á Hólmsheiði

Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður hefur sent síðunni eftirfarandi pistil um samkeppnismál og stöðu listamanna í því samhengi. Þetta á erindi til allra sem hugsa eitthvað um þessi mál.  Á margan hátt eru arkitektar í svipaðri stöðu og hér er fjallað um. BESTU SYNIR OG DÆTUR ÞJÓÐARINNAR – um samkeppnismál á Hólmsheiði. Það var haft eftir […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn