Sunnudagur 28.04.2013 - 13:36 - 7 ummæli

Reykjavík – Nýleg framtíðarsýn

rek-xd

Það er alltaf gaman að skoða gamlar framtíðarhugmyndir í skipulagsmálum.

Myndin að ofan sýnir eina slíka sem málsmetandi menn í skipulagsumræðunni lögðu fram í byrjun árs 2006.

Þarna er gert ráð fyrir að þróun borgarskipulagsins og að framtíðarbyggingaland borgarinnar verði á landfyllingum við Örfyrisey/Akurey og í Geldinganesi, Engey og Viðey.

Ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu í Vatnsmýri sem virðist vera frátekin fyrir votlendi og friðland fugla auk þess að verða e.k. “Central Park” borgarinnar.

Þetta er svodið flott teikning frá spennandi sjónarhól.

Sem betur fer varð þetta ekki ofaná frekar en hugmyndir frá 1963 sem kynntar vor hér á vefnum fyrir nokkru.

Nú stendur borgin fyrir örútboði á endurskipulagi 8 hverfa borgarinnar. Ég fyrir minn hlut er bjartsýnn á að þegar niðurstöður þeirrar vinnu lggur fyrir mun koma í ljós alveg ný mynd af skipulagi borgarinnar með nýjum tækifærum. Þar munu, ef vel tekst til, opnast raunhæfir möguleikar til þess að skapa betri byggð á grunni og í anda þess sem fyrir er. Þvert á teikninguna efst í myndinni og hugmyndir frá 1962 sem áður var getið.

 Hér er slóð að hugmyndum arkitekta frá árinu 1963.

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/01/17/reykjavik-1963-framtidarhugmyndir/

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

 • Pétur Jónsson

  Þetta er mynd af draumaborg góðærisins, Nú eru aðrir tímar og þetta hefur allt verið lagt á hilluna. Annað sem þarf að endurskoða í skipulagi borgarinnar í kjölfar Hrunsins er verðlaunatillagan í Vatnsmýri sem gerð var einu eða tveim árum seinna. Sama á við um deiliskipulag Austurhafnar sem nú er eitthvað að bæra á sér. Það skipulag hentar ekki fíngerðu skipulagi núverandi borgarmiðju og þarf að endurskoða.

 • Helga Jónsdóttir

  Ég hef alltaf undrast þessa áráttu að vilja halda Viðey í eyði, líklega eru þetta einu alvöru völd Stephensenanna í nútímanum, með stuðningi Örlygs Hálfdanarsonar. Mér fannst þessar tillögur einmitt mjög spennandi á sínum tíma. En sami vandræðagangurinn heldur áfram með Viðey. Reyndar hefur mér dottið í hug að stofna þar garða- og smáhýsahverfi, eins og danskt „koloniehave“-svæði, þar sem þeir einir fengju úthlutað sem byggju fremur smátt í fjölbýli. Þetta væri gott mótvægi gegn hugmyndum golftröllana sem vilja þenja sig út um allt, þar á meðal Viðey.

  • Hlöðver

   Læk á þetta………
   Lítil 20-30 fermetra kolonihavehús í viðey. Og hafa þau í sama stíl og hús innréttinganna. (Aðalstræti 16). Fólkið stundaði matjurtarækt á litlum lóðum sem ekki væri stærri en svona 400 fermetrar. Hafa svo hámarks fjölda húsa svona 200. Og nei, ekkert helv. golf.

 • Einar Jóhannsson

  Þau eru fljót að úreldast kosningaloforðin. Þetta er augljóslega kosningaplagg frá 2006. Ætli þetta endurskipulag gömlu hverfanna sé einnig kosningamál?

 • Steinarr Kr.

  Mjög skemmtileg hugmynd.Gaman að ræða þetta og það sem Kjartan bendir á.

 • Jón Sigurðsson

  það er verulegur léttir að lesa eitthvað uppbyggjandi, fróðlegt og skemmtilegt í miðju pólitíska argaþrasi dagsins.

 • Spurning um að bæta þessari hugmynd líka á listann:

  http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn