Það er ekki framhjá því litið að tónlistarhúsið Harpa hefur verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið í Reykjavík síðan hún opnaði fyrir réttu ári. Þetta á ekki einungis við um Reykjavík heldur um landið allt. Þessu ber að fagna. Harpa smitar út frá sér í bæjarlífinu og hefur glætt miðborginni lífi. Þetta á sér ekki […]
“Nýtt skipulag í Spönginni í Grafarvogi” heitir verkefni sem nemar í Háskólans í Reykjavík lögðu fram nú í vor. Verkefnið er til MSc gráðu í áfanga sem heitir “Hagnýt verkefni í bæjarhönnun” undir Tækni- og verkfræðideild skólans. Þetta er spennandi verkefni og vel unnið. Þarna er í raun verið að endurskoða tiltölulega nýlegt skiðulag sem […]
Hér koma aftur nokkrar ljósmyndir úr smiðju Vigfúsar Sigurgeirssonar sem sýna hvernig Reykjavík leit út á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld. Neðst er mynd eftir Ólaf K. Magnússon og tvær eftir Sigfús Eymundsson. Efst er ljósmynd tekin frá Gamla Garði til norðurs og miðborgina. Bjarkirnar við Bjarkargötuna eru vart sýnilegar vegna smæðar. Hringbrautin er þarna malarvegur. Húsið næst […]
Hér koma fjórar áhugaverðar ljósmyndir eftir Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara sem teknar eru á Barónsstíg og á horni Barónsstígs og Laufásvegar. Þessum ljósmyndum fylgja litmyndir sem teknar voru á svipuðum stað í gær og eru dæmi um hvað trjágróður hefur breytt götumyndinni víða í Reykjavík á undanförnum áratugum. Efst er Mímisvegur 2 sem var byggt 1930. Húsið […]
Það er alltaf gaman að skoða gamlar myndir af fólki eða umhvefi sem maður þekkir. Gunnar Vigfússon ljósmyndari sem er sonur Vigfúsar Sigurgeirssonar sem einnnig var ljósmyndari hefur gefið mér leyfi til þess að birta hér nokkrar gamlar ljósmyndir eftir föður sinn. Síðunni er sýndur sá heiður að fá tækifæri til þess að birta þessar […]
Prófessorinn minn, Jörgen Bo (hannaði m.a. Lousiana í Danmörku) sagði okkur nemendum sínum reynslusögu frá höfuðborg Brazilíu. Sagan er af veitingastað á efstu hæð í háhýsi einu eftir Oscar Niemeyer í höfuðborginni. Bo sagði frá því er hann gekk inn í nýtískulegt fordyrið og tók lyftuna upp á fimmtugustu hæð í þessu nýmóðins húsi. Þegar hann sté […]
Arna Mathiesen arkitekt skrifaði stórgóða grein í Fréttablaðið í síðustu viku. Þar fjallar hún m.a. um ábyrgð þeirra sem tóku skipulagsákvarðanir í aðdraganda Hrunsins og ryfjar upp að á Írlandi hafi spilling í borgarskipulagi og byggingarstarfssemi verið áberandi í uppgjöri Hrunsins þar í landi. En hver var sviðsmyndin hér á landi? Sveitarfélögin lögðu til lóðir […]
Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er mikilvægasta bygginga- og skipulagsmál sem fjallað er um nú um stundir hér á landi. Miklar umræður eiga sér stað um verkefnið og sitt sýnist hverjum. Aðstandendur spítalans hafa haldið uppi upplýsandi vef sem heitir „Nýr landspítali“ . Þar má kynnast verkefninu frá bæjardyrum verkefnisstjórnar. Slóð: http//nyrlandspitali.is Aðilar sem eru ekki sannfærðir […]
Það er alltaf gaman að skoða skóleverkefni arkitektanema. Þau gefa fyrirheit um það sem koma skal og segja okkur mikið um áherslur skólanna í náminu. Stundum er sagt að það skipti engu hvað kennt er í skólunum bara að nemendurnir kunni vinnuaðferðirnar og hafi skoðun eða stefnu (“holdningu” á dönsku) og kunni að greina […]
Hér er fyrirlestur sem Steven Holl hélt í Harvard í byrjun mánaðarins. Sjálfur fyrirlesturinn tekur tæpan hálftima. Síðan eru umræður í klukkutíma. Holl sýnir þarna nokkur verka sinna frá frumskissu til fullbúinna húsa. Hann sýnir vatnslitaðar fríhendisteikningar sem eru greinandi og taka á aðalatriðunum varðandi þau verk sem hann kynnir. Á einum stað segir […]