Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 16.05 2018 - 14:12

Kynning á deiliskipulagi – Fálæti og seinagangur.

  Ég hef þrisvar sinnum gert athugasemd við auglýst deiliskipulag í kynningarferli hjá Reykjavíkurborg. Athugasemdirnar vörðuðu ekki einkahagsmuni mína heldur almannahagsmuni, staðaranda og ásýnd þeirrar Reykjavíkur sem við viljum mörg standa vörð um. Í fyrsta sinn var það vegna deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem ég taldi að deiliskipulagið stæðist ekki stefnu hins opinbera […]

Laugardagur 12.05 2018 - 18:18

4000 íbúðir í Örfirisey – Bíllaus byggð!

Í Fréttablaðinu í morgun var kynnt hugmynd um uppbyggingu í Örfirisey þar sem lagt er til að komið verði fyrir um 4000 íbúðum í skipulagi þar sem verður lítil eða engin bifreiðaumferð. Þetta hljómar róttækt, sem það kannski er, en þetta er nokkuð þekkt víða i nágrannalöndunum og hefur gefist vel. Þetta er vistvæn byggð […]

Miðvikudagur 09.05 2018 - 13:09

Flugvöllurinn – Borgarlínan – Miklabraut í stokk.

Flugvöllurinn – Borgarlínan – Miklabraut í stokk. Mér sýnist lítið unnin stór mál vera áberandi í skipulagsumræðunni í aðdraganda kosninga. Þetta eru mál sem varða alla, en eru vanreifuð og ekki nægjanlega undirbúin til þess að leggja þau í mat kjósenda. Það er að nógu öðru að taka sem stendur okkur nær og eru skýr, fyrirliggjandi og […]

Sunnudagur 06.05 2018 - 18:04

Niðurrif í Reykjavík – Þétting byggðar

„Ert þú ekki mikið fyrir nútíma arkitektúr?“ spurði einn áhrifamesti maður skipulagsmála Reykjavíkur fyrir helgi þegar ég lýsti áhyggjum mínum af gríðarlega miklu niðurrifi húsa í Reykjavík innan Hringbrautar. Þessi spurning kom mér mjög á óvart og lauk samtalinu sem hafði verið ágætt þar sem við töluðum um Borgarlínuna og þéttingu byggðar þar sem við […]

Fimmtudagur 03.05 2018 - 10:54

Borgarhluti með mannlífi.

Borgarlandslagið og stóru atriðin í borgarskipulaginu á borð við Miklubraut í stokk, Borgarlínu, flugvöllurinn í Vatnsmýri, samgöngumál, staðsetning stofnanna og íbúðasvæða skipta miklu máli. En dæmin sanna að litlu atriðin skipta oftast meira máli í daglegu lífi fólks. Á þetta hefur hinn heimsfrægi danski arkitekt Jan Gehl margsinnis bent á og skrifað áhrifamiklar bækur um […]

Fimmtudagur 26.04 2018 - 10:07

Reykjavik hringborgarskipulag –

Guðjón Erlendsson atkitekt sem starfar í London brást við síðasta pisli hér á blogginu sem fjallaði um borgarlandslagið í Reykjavík, bílaborgina og Borgarlínuna. En pistilinn skrifaði Trausti Valsson arkitekt og Dr. í slipulagsfræðum. Guðjón er vel að sér í efninu og hefur starfað í sínu fagi víða um lönd. Hann nam byggingarlist í Oxford og […]

Sunnudagur 22.04 2018 - 18:48

Borgarlína: leiðinleg línubyggð

Hér kemur grein eftir Trausta Valsson sem er doktor í skipulagsfræðum. Greinin  birtist í Morgunblaðinu 14. apríl 2018 og er endurbirt hér með leyfi höfundar. Yfirskriftin og ljósmyndirnar eru allar komnar frá Trausta og fylgdu Morgunblaðsgreininni að þeirri efstu undanskilinni en hún er sett inn af síðuhaldara. ++++++ Mikið hefur verið kvartað undan því að […]

Föstudagur 20.04 2018 - 10:20

Nýtt sjúkrahús frá grunni?

  Nýtt sjúkrahús frá grunni?  „ Sá kostur að byggja nýtt sjúkrahús frá grunni hefur aldrei verið skoðaður og greindur af heilbrigðisyfirvöldum. “ Stjórnendur Landspítalans sem og margir aðrir hafa í hartnær 10 ár haldið því fram að uppbygging spítalans við Hringbraut hafi alltaf haft vinningin í staðarvalsgreiningum. Þessu hefur verið haldið að þingmönnum, ráðherrum […]

Fimmtudagur 12.04 2018 - 18:08

Hótel í Lækjargötu – aftur

Í morgun kynnti Egill Helgason á bloggi sínu nýsamþykktar teikningar af húsum í Lækjargötunni milli Skólabrúar og Vonarstrætis og minnir á að þarna hafði áður verið kynnt tillaga sem var afar illa tekið. Nú hefur Björn Skaftason og starfsfólk hans hjá Atelier arkitektum gert nýjar tillögur af sömu húsaröð sem sýna vissan skilning á staðaranda […]

Föstudagur 06.04 2018 - 16:33

Plötubúðir

Í allri alþjóðavæðingunn er nánast búið að taka frá ferðamanninum ánægjuna af að versla. Verslanirnar og vörurnar sem eru í boði eru nánast þær sömu hvert sem farið er. Þannig var það líka með hljómplötuverslanirnar. Þær voru allar eins og seldu sömu tónlistina. Þetta hefur breyst. Plötubúðir, eins og við þekktum þær, hafa nánast horfið og þær […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn