Ég hef fengið margar fyrirspurnir vegna færslna minna um eyðibýli fyrr í mánuðinum. Fólk spyr hvað eyðibýlin séu mörg og hver eigi þau?. Hér koma nokkrar tölur: Á landinu öllu eru skráð 6562 býli, þar af eru 2272 skráð sem eyðibýli. Búið er á 4290 jörðum. Hagþjónusta landbúnaðarins taldi að í árslok 2009 væru […]
Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður sendi síðunni eftirfarandi texta. Þarna drepur Björn á málum sem ekki hafa verið mikið í umræðunni. Hann bendir á mikilvægi Bessastaðaness sem óraskað náttúrusvæði og styðst við skýrslu fræðimanna hvað það varðar. Þessi hugleiðing á fullt erindi i umræðuna um Reykjavíkurflugvöll og hugsanlega uppbyggingu á Bessastaðanesi. Gefum Birni orðið: Nokkuð virðist […]
Frank Gehry er 82 ára gamall stjörnuarkitekt sem hefur gert mörg stórvirki á sviði byggingarlistar víða um heim. Sum verka hans skipta máli í ferðamannaiðnaðinum. Guggenheim safn Gehrys setti Bilbao á landakortið að sumra mati. Hin síðari ár virðist hafa hlaupið snobb og ofmat á gamla manninn og hans nafni. Sumir málsmetandi gagnrýnendur telja seinni verk hans […]
Eftirfarandi barst frá einum lesanda síðunnar sem er áhyggjufullur vegna framkvæmda á Slippasvæðinu við Reykjavíkurhöfn. Hann vitnar í nýjasta eintak af því ágæta blaði Vesturbæjarblaðinu og segir: „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Þessi bókartitill kom í hugann þegar síðasta eintaki Vesturbæjarblaðinu var flett, en blaðið hefur eiginlega tekið að sér að vera fundargerðagerðabók skipulags- og byggingarmála í […]
Nú er undirbúningur að byggingu vestnorræns menningarhúss í Danmörku á lokastigi. Um miðjan júlí s.l. lá fyrir hvaða fimm teymi voru valin til þess að leggja fram tillögur að húsinu sem rísa mun í Odense á Fjóni. Enga arkitektastofu frá Grænlandi, Færeyjum eða Íslandi er að finna í teymunum. Þetta vekur athygli þegar um er að ræða byggingu sem […]
Mér hefur verið bent á að ýmislegt er að gerast varðandi eyðibýli á landinu. Mikill fjöldi fólks er að velta fyrir sér framtíð þessarra merku bygginga. Áhuginn er mikill og fer vaxandi, eðlilega. Nýverið styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna 5 vaska háskólanema til tveggja mánaða skráningarvinnu þar sem þeir skrá eyðibýli á suðurlandi. Að þessu verkefni hafa […]
Í síðustu færslu nefndi ég eyðibýli á Melrakkasléttu sem ég tók eftir á ferðalagi þar um slóðir fyrir nokkru. Hjálagt eru nokkrar myndir af einu þeirra. Ég skoðaði húsið lítillega og sá að það hafði verið vandað til þess í upphafi. Viðir voru vel valdir og smíðin til fyrirmyndar. Til að mynda var stiginn í […]
Í Flatey á Breiðafirði hafa niðjar breiðfirðinga og aðrir tekið sig til og endurnýjað hús forfeðra sinna og nota þau sem sumarhús. Álíka tækifæri er að finna víða um land. Það hefur undrað mig að þetta skuli ekki gert víðar. Ég fór um Melrakkasléttu fyrir nokkru og sá mörg góð tækifæri til samskonar nálgunar þar. […]
Nú hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sett umræðuna um Reykjavíkurflugvöll aftur á dagskrá og segir að tilvist hans sé ekki einkamál Reykvíkinga og þeirra sem þar starfa. Ögmundur telur að ákvörðun um hvort flugvöllurinn eigi að víkja úr Vatnsmýrinni skuli tekinn með þátttöku landsmanna allra. Í kjölfar kosninga sem boðað var til um málið fyrir 10 […]
Ég var á árlegri fjallaferð í síðustu viku með vinum mínum og kom við á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Mér til mikillar ánægju varð á vegi mínum framúrskarandi arkitektúr á allmörgum stöðum norðanlands. Ein byggingana var “Berg” menningarhúsið á Dalvík sem var formlega tekið í notkun þann 5. ágúst 2009. Húsið er í eigu Sparisjóðs […]