Kollegi minn vakti athygli á sjóvarpsþættinum “Gulli byggir” þar sem Gulli Helga húsasmiður hefur verið fenginn til þess að endurnýja og breyta kjallara í 65 ára gömlu húsi í Reykjavík. Allt er tekið upp og úr gerð sjónvarpsþáttaröð. Þetta getur orðið skemmtilegt og fróðlegt sjónvarpsefni sem ber að taka fagnandi. Undir leiðsögn Gulla og fagmanna […]
Vaktarabærinn, Garðastræti 23 í Reykjavík hefur verið endurbyggður eftir mælingum og ráðgjöf arkitektastofunnar ARGOS. Minjavernd hf hafði með höndum framkvæmdir. Verkinu lauk nú á vormánuðum og húsið hefur verið auglýst til sölu Vaktarabærinn var kallaður svo eftir Guðmundi Gissurarsyni vaktara sem talið er að hafi byggt húsið 1848 eða skömmu áður. Guðmundur var vaktari bæjarins frá 1830 til 1865 […]
Ómar Ragnarsson skrifaði í gær góðan pistil um byggingar í miðborg Reykjavíkur þar sem “glæsilegt andsvar við steinsteypubáknatrúnni” á horni Lækjargötu og Austurstrætis er til umfjöllunar og segir m.a.: “Fyrir 40 árum var stefnan varðandi byggingar í miðborg Reykjavíkur skýr: Ryðja skyldi burtu „fúaspýtukofum“ á borð við Bernhöftstorfuna og reisa í staðinn glæsilegar steinsteypuhallir, […]
Hér er bráðskemmtileg skrípamynd frá árinu 1948 þar sem er verið að lýsa þeim hugmyndum sem liggja að baki svokallaðra „New Towns“ á Bretlandseyjum. Þarna er tekið á mörgum grundvallaratriðum í borgarskipulagi sem enn eru í fullu gildi þó myndin sé orðin 63 ára. Myndbandið er skemmtilegt og margir geta ýmislegt af því lært. Sem […]
. Gréta Björnsdóttir sem heldur úti vefsíðunni Hugmynd.dk benti mér á eftirfarandi slóð að fyrirlestri Jan Gehl sem fluttur var fyrir nokkrum dögum. Fyrirlesturinn byggir á bók Gehls, “Byer for mennesker” sem kom út á síðasta ári og fjallar um manneskjuna sem þungamiðju borgarskipulagsáætlana. Jan var kennari á Akademíunni í Kaupmannahöfn þegar ég gekk þar í […]
Hér gefur að líta skemmtilegt myndband um svokallaða “Copenhagenisation” eða reiðhjólavæðingu Kaupmannahafnar þar sem nú er svo komið að meira en helmingur fullorðinna notar reiðhjól til þess að ferðast til og frá vinnu. Kaupmannahöfn hefur alltaf verið hjólreiðaborg en hún hefur vaxið sem slík á undanförnum árum. Þarna er stutt viðtal við Jan Gehl sem […]
Ég sótti skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt var að pæla í “stétt”. Hún bar saman ýmsar stéttir og setti þær í samhengi. Hún fjallaði um nám í arkitektúr og starfsþjálfun arkitekta annarsvegar og lækna hinsvegar. Það er margt líkt með þessum tveim stéttum þegar kemur að námi […]
Í formála bókarinnar STEINAR OG STERKIR LITIR (Skálholtsútgáfan 1965) talar Björn Th. Björnsson um hinar „þöglu listir“. Þar á hann við að myndlist og skúlptúr tali hljóðlaust til augans. Hinsvegar talar tónlist, leiklist og ritlist til eyrans. Ég velti fyrir mér hvar Björn hefði flokkað byggingarlistina. Ætli hún sé ekki hlóðlátust allra lista. Því er […]
Maður hefur lært um skilaboð litanna. Sagt er að rautt sé litur ástar og rómantíkur, næmni, hita., hlýleika og orku. Grænn leiðir hugann að rólegheitum, frjóssemi, grósku, náttúrunni og peningum. Hvíti liturinn er oft tákn um tærleika, sakleysi, hreinlæti, hlutleysi, rýmistilfinningu en líka litur sorgar. En svart, hvað segir svarti liturinn? Hann er oft tákn […]
Þann 16. maí síðastliðinn var opnað nýtt hótel í Kaupmannahöfn, Bella Sky Comwell Hotel. Arkitektarnir eru með þeim þekktustu í Danmörku, íslandsvinirnir 3XN. Nálgunin og niðurstaðan líkist nýlegum byggingum í Abu Dhabi, Barahin og á slíkum stöðum þar sem skortir staðaranda og mikið framboð er af fjármunum. Húsið er fagmannlega hannað, allt er vandað og […]