Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 23.02 2011 - 08:16

Weissenhof Siedlung 1927

Í athugasemdarkerfinu í tengslum við síðustu færslu var minnt á Weissenhof  Siedlung í Þyskalandi sem var húsnæðissýning, haldin  árið 1927 í Stuttgart  að frumkvæði Deutscher Werkbund. Þarna var um að ræða alþjóðlega sýningu á íbúðahúsnæði þar sem sextán evrópskum arkitektum var boðin þáttaka. Þýski arkitektinn Ludwig Mies van der Rohe bar ábyrgð á verkefninu fyrir […]

Mánudagur 21.02 2011 - 08:48

Íslenskir arkitektar

Fyrir nokkrum misserum lét Egill Helgason þau orð falla í þætti sínum, Silfri Egils, á RÚV  að hann “treysti ekki íslenskum arkitektum”.  Það mátti skilja á honum að þetta ætti við arkitekta almennt þó orðin hafi fallið í tengslum við uppbyggingu í Vatnsmýri.  Þetta var að mínu mati tilefnislaus sleggjudómur hjá Agli, án nokkurs rökstuðnings.  […]

Föstudagur 18.02 2011 - 08:22

Snjóbræðslukerfið í Kvosinni

Fyrir réttum sextíu árum var fyrst lagt snjóbræðslukerfi í gangstétt hér á landi.  Það var í tröppur og stíg framan við Menntaskólann í Reykjavík árið 1951. Fjórum árum síðar var lögn sett í tröppur Austurbæjarskólans.  Síðan hefur þetta orðið algengara og með tilkomu hitaþolinna plaströra jóks þetta verulega. Nú er svo komið að mestur hluti […]

Miðvikudagur 16.02 2011 - 00:08

Útfararstofa-Socrates

Þrátt fyrir mikla efnahagsörðugleika eru ýmsir góðir hlutir að gerast í byggingalistinni á Spáni. Nýlega var byggð útfararstofa við Pinso í Alicante sem vakið hefur athygli. Eitt af markmiðum arkitektanna var að byggja ódýrt og fá mikið hús fyrir lítinn pening. (more for less) Þetta var göfugt mrkmið arkitektanna fyrir þjóð í kreppu.  Þessu markmiði […]

Mánudagur 14.02 2011 - 18:49

Grænland- BIG is getting bigger

Ég hef haldið því fram að Bjarke Ingels, aðaleigandi og stofnandi arkitektastofunnar BIG í Danmörku, skorti oft tilfinningu fyrir staðnum, staðarvitund. Þá álygtun dreg ég af verkum hans undanfarin ár. Nú virðist vera breyting á. Hann er farinn að lesa staðinn betur en áður. Það sést á tillögu hans að byggingu í New York sem […]

Sunnudagur 13.02 2011 - 20:14

Arkitektúr í Færeyjum

Í Ríkisútvarpinu í morgun var sendur út þáttur um Færeyska menningu í umsjá Þorgríms Gestssonar. Þetta var fyrsti þáttur af  fjórum um efnið og er fluttur á sunnudagsmorgnum. Þegar fjallað er um menningu almennt er ekki hægt að sneiða hjá byggingarlistinni.   Það gerði Þorgrímur heldur ekki í sínum þætti.  Hann fjallaði um gömlu húsin sem […]

Fimmtudagur 10.02 2011 - 16:30

Miðborg gangandi vegfarenda

Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborg Reykjavíkur í sumar ef áætlanir ganga eftir. Á fundi í umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar þann 25. janúar s.l. var samþykkt að skoðað yrði hvort möguleiki væri á að gera Laugarveg frá Klapparstíg alla leið að Ingólfstorgi að ”sumargötu”. Sumargata er nýyrði sem ég hef ekki heyrt áður […]

Miðvikudagur 09.02 2011 - 15:20

Bálfararstofa Gufuneskirkjugarði

Í Gufuneskirkjugarði hefur risið þjónustuhús sem er fyrsti áfangi í stærra verki sem hýsa á kirkju, kapellu og bænahús ásamt bálfararstofu og byggingu fyrir erfidrykkjur. Verkefnið er hannað af  Arkibúllunni sem vann verkið í samkeppni árið 2005. Þó aðeins sé búið að byggja lítinn hluta af heildinni  verður maður þess áskynja að þarna er eitthvað […]

Þriðjudagur 08.02 2011 - 12:24

BIG í NewYork

Íslandsvinurinn, Daninn, Bjarke Ingels er hér í essinu sínu. New York er góður vettvangur fyrir þennan frjóa og hæfileikaríka arkitekt. Hann skilur staðinn og anda stórborgarinnar. Honum tekst ekki eins vel upp á viðkvæmum stöðum eins og miðborgum Kaupmannahafnar eða Tallin. Skóli hans í Þórshöfn í Færeyjum lofar heldur ekki góðu. En hér í þessu […]

Mánudagur 07.02 2011 - 08:45

Global Warming – Fljótandi borgir

Í ljósi þess að yfirborð sjávar muni hækka í kjölfar gróðurhúsaáhrifa er gert ráð fyrir miklum fólksflutningum, jafnvel þjóðflutningum þegar þéttbýl svæði fara undir vatn. Reiknað er með flutningum sem eru meiri og svakalegri en nokkurn tíma hefur gerst í veraldarsögunni. Hundruð miljóna manna munu þurfa að flýja vatnsflóðið þegar ís heimskautanna og jöklar meginlandanna […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn