Árið 2009 gerði DOT (Department Of Transportation) í New York tilraun með að gera Broadway að göngugötu. Aðferðafræði DOT var skemmtilega óformleg. Þeir notuðu málningu, blómaker og útihúsgögn til að breyta umferð og helga fótgangangandi mikið svæði á Broadway með litlum tilkostnaði og stunduðu svo rannsóknir á afleiðingum og áhrifum. Það kom margt áhugavert í […]
Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Jóhann Smári Pétursson BS nemar í umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands skiluðu síðasta vor verkefni sem heitir “Austurstræti sem göngugata”. Þau skoðuðu sögu götunnar frá myndun hennar til dagsins í dag og gerðu drög að þróunaráætlun. Þau SVOT greindu svæðið Lækjartorg, Ingólfstorg, Austurvöll, Austurstræti og Pósthússtræti og rannsökuðu hvort Austurstræti gæti orðið góð […]
Síðunni hefur borist eftirfarandi grein frá Einari E. Sæmundsen landslagsarkitekt FILA. Einar var garðyrkjustjóri í Kópavogi og kom þar að „Borgartrjárækt“ sem hefur þróast sem sérgrein sem kölluð er „Urban forestri“. Borgartrjárækt hefur verið viðfangsefni Einars um alllangt skeið og fjallar hann um hana hér í þessari stórgóðu og tímabæru grein. Gefum Einari orðið: Sagt er að […]
Skömmu eftir að forseti Bandaríkjanna Richard Nixon sagði af sér, var hann spurður í viðtali hvernig hann héldi að hans verði minnst í sögunni? Nixon svaraði að bragði: ”Það fer eftir því hver skrifar söguna”. Þegar ég hugsa um Alfred Jensen Raavad kom þetta mér í hug og spyr af hverju ég hafi aldrei heyrt […]
Í lítilli bók/hefti „Íslenzk Húsagerðarlist – Islandsk Architektur“ eftir Alfred Jensen Raavad sem var gefin út árið 1918 er höfundur að velta fyrir sér framtíð byggingalistar á íslandi. Bókin er skrifuð bæði á íslensku og dönsku myndskreytt með nokkrum teikningum. Hann er greinilega meðvitaður um staðinn og menningararfinn. Tillöguuppdrættirnir og textinn bera vott um mikla […]
Í tengslum við færslu um ”Fingurskipulag” Kaupmannahafnar í síðustu viku vakti Jón Guðmundsson arkitekt athygli á Alfred Jensen Raadvad. Jón upplýsti í athugasemdarkerfinu að Jensen sé álitinn fyrsti skipulagsfræðingur dana og einn helsti hugmyndafræðingurinn að baki fingurplansins. Hann setti skipulagshugmyndina fram í bók sinni ”borgmesterbogen” sem hann hafði skrifað árið 1914 og endurskoðað og gefið […]
Þegar skáldsaga er lesin þarf lesandinn að vera gagnvirkur ef hann ætlar að njóta lestursins að fullu. Það er að segja að hann þarf að leggja nokkuð til skáldsögunnar. Hann þarf að fylla upp í þær eyður sem rithöfundurinn skilur eftir. Lesandinn þarf að gera myndir í huganum af persónunum og umhverfinu sem sagan gerist […]
“The New York Five” er nafnið á hóp arkitekta sem sýndu verk sín á MOMA í New York árið 1967. Allir áttu arkitektarnir það sameiginlegt að aðhyllast modernismann og verk Le Courbusiere á árunum milli 1920 og 1940. Skrifuð var bók um sýninguna árið 1972 og svo kom umfjöllun eftir fimm arkitekta í Architectural Forum, […]
Þegar horft er á skipulag bæja sér maður oftast einhvern strúktúr eða munstur (pattern) á uppdrættinum. Maður áttar sig oftast fljótt á að munstrið er skipulagt og ekki tilviljunum háð. Allt er annað tveggja: í rökréttu samhengi við skipulagið eða með sögulegri eða pólitískri skýringu. Þetta er ekki alltaf auðséð og stundum óskýrt og […]
Kollegi minn minnti mig á sumarhús sem Gehrdt Bornebusch arkitekt teiknaði fyrir tæpum 50 árum í Oddsherred í Danmörku. Hann var að bera húsið í síðustu færslu minni við þetta gamla hús. Það er margt líkt með þeim. Þau byggja á sömu grunnhugmynd þó þau séu byggð með um 50 ára millibili í sitt […]