Í gær, laugardaginn 4. september, var opnuð myndlistasýning á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn með myndum eftir Bob Dylan. Sýningin samanstendur af 40 akrýlmyndum sem hvergi hafa verið sýndar áður, ásamt einum 8 teikningum. Þessar myndir eru úr flokki sem listamaðurinn kallar ”The Brazil Series” og eru með auðlæsilegum brasíliskum mótivum sem sýna borgarslum […]
Arkitektinn Philip Johnson teiknaði “The Glass House” undir áhrifum Farnsworth House eftir Mies van der Rohe. Húsið sem arkitektinn teiknaði fyrir sjálfan stendur í Connecticut í Bandaríkjunum. Þetta hús er það fyrsta af mörgum sem hann hefur byggt á landareign sinni sem er alls 47 ekrur að stærð. Hann kláraði húsið árið 1949 eða nákvæmlega 20 […]
Strax eftir að fyrstu Íslendingar með menntun í byggingarlist sneru til heim eftir nám var sá tími liðinn sem erlendir arkitektar teiknuðu hús á Íslandi. Erlendir aðilar komu ekki nálægt húsahönnun hér á landi eftir það. Síðasta opinbera byggingin sem hönnuð var af erlendum aðilum, með einni undantekningu, var Safnahúsið við Hverfisgötu. Það var fyrir […]
Í framhaldi af síðustu færslu hafa bæst við fróðleiksmolar um samkeppni Amtsbókasafnsins á Akureyri, sem er söguleg fyrir margra hluta sakir. Guðmundur Jósson arkitekt, höfundur viðbyggingarinnar, hafði samband og sagði að samkeppnin um viðbygginguna hafi verið haldin þegar postmodernisminn stóð sem hæst skömmu fyrir 1990. Flestar tillögurnar sem teknar voru til dóms hafi verið undir […]
Árið 1935 var efnt til samkeppni meðal arkitekta um byggingu Amtsbókasafnsins á Akureyri sem var nánast húsnæðislaust þó það væri orðið meira en 100 ára. Tilefnið var að þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Mattíasar Jochumssonar og vildu menn reisa honum vandaðann minnisvarða með nýju húsi yfir starfssemi safnsins. Fyrstu verðlaun hlutu þeir Bárður […]
Tomas Tjajkovski á teiknistofunni Sommarnöjen í Stokkhólmi sendi mér myndir af húsum sem þau hafa teiknað. Þetta eru stórgóð smáhýsi staðsett víðsvegar í Svíþjóð. Megin hugmyndin er að byggja smáhýsi í stað þess að byggja við eða byggja stórt í byrjun. Smáhýsin, annexin, geta verið svefnaðstaða með snyrtingu, skrifstofa/vinnustofa, baðhús, útsýnisskálar eða eitthvað þessháttar. Hugsunin […]
Í ársbyrjun 2008 efndi Landsnet hf, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, til alþjóðlegrar samkeppni um hönnun nýrra háspennumastra. Trúnaðarmaður var Haraldur Helgason arkitekt. Fagdómarar voru Jes Einar Þorsteinsson og Örn Þór Halldórsson arkitektar. Alls voru 98 tillögur teknar til dóms. Hvað tillögufjölda varðar er þetta ein af stærstu samkeppnum sem haldnar hafa verið hér á landi. […]
Í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði hafa komið fram efasemdir um hæfi fagdómara í keppninni. Í framhaldinu hefur komið fram kæra og er málið nú á borði Kærunefndar útboðsmála, Framkvæmdasýslu ríkisins og lögmanna málsaðila. Kærandi, Stúdío Strik, krefst þess að kærunefnd útboðsmála stöðvi þegar í stað samningaferli á gundvelli ofangreindrar samkeppni. Þessa kröfu byggir […]
Í venjulegu árferði hafa arkitektar starfandi á arkitektastofum á Íslandi verið um 330 talsins og farið vaxandi. Samkvæmt upplýsingum sem mér hefur borist og eiga rætur sínar að rekja til Vinnumálastofnunnar náði tala atvinnulausra arkitekta hámarki í mars 2009 þegar þeir urðu 193 talsins eða tæplega 60% þeira sem voru á almennum markaði. Það […]
Fyrir nokkru var birt niðurstaða í samkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði. Heimilið í Fjarðabyggð er það fyrsta sem hannað er í samræmi við nýja stefnu stjórnvalda. Stefnan byggir m.a. á rétti íbúanna til að lifa eðlilegu heimilislífi og njóta friðhelgi. Þetta er metnaðarfull áætlun sem horfir til mikilla framfara. Hjúkrunarheimili aldraðra eru sérstakar byggingar. […]