Í Morgunblaðinu í morgun er farið yfir bílastæðabókhald þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut. Þar kemur fram að reiknað er með að einungis 3 til 4 af hverjum 10 komi til spítalans í einkabíl. Einungis er gert ráð fyrir 1600 bílastæðum fyrir spítalann í fyrsta áfanga hans en þá verða starfsmennirnir um 3900. Ef ég skil rétt þá […]
Mér eru minnistæðar tvær skipulagsnefndir í Reykjavík sem mér þótti standa sig vel. Sú fyrri var skipulagsnefnd sem var á árunum 1978-1982 undir forystu Sigurðar Harðarsonar arkitekts. Það sem einkenndi störf þeirrar nefndar var áhuginn fyrir að draga úr útþennslu borgarinnar og ná böndum á hana, þétta byggðina, draga úr notkun einkabíla, efla almamannasamgöngur og vernda […]
Varðveisla staðarandans Þó svo að friðun einstakra menningarminja og mannvirkja sé í ágætum farvegi verður það sama ekki sagt um staðarandann, það sem á latínu kallast „genius loci“. Staðarandinn nær til alls umhverfisins og finnst ekki bara í því sem mætir auganu. Hann tekur til alls sem maður sér og skynjar á einhverjum tilteknum […]
Nú hefur sú flökkusaga gengið í hartnær heilan áratug að „allar“ staðarvalsgreiningar hafi bent á að heppilegast sé að byggja upp þjóðarsjúkrahúsið við Hringbraut. Þessi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast og er tóm vitleysa eins og sést þega gögn málsins eru skoðuð. ++++ En þessi flökkusaga lifir og var líklega sett af stað af embættismönnum […]
Sumarið 2017 stóð Landgræðslan fyrir könnun á meðal ferðamanna um viðhorf þeirra til innviða og náttúru á tveimur áfangastöðum. Landgræðslan tekur þátt í verkefninu fyrir hönd Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Skaftárhrepp. Nýta á niðurstöðurnar til stefnumótunar fyrir áfangastaði í sveitarfélögunum tveim sem stóðu að könnuninni.Könnunin var hluti af svonefndu ASCENT verkefni, en það […]
Lítill hópur arkitekta hefur undanfarna áratugi skrifað og talað um mikilvægi þess að byggja í anda þess sem kallað er „regionalismi“. Það er að segja að taka í hönnuninni tillit til staðarandans og að útfærslur séu aðlagaðar staðháttum á hverjum stað, arkitektósniskt séð. Þeir tala um að greina staðarandann og flétta skipulag og byggingar inn í það […]
Það vita ekki margir að á árunum 2001 -2008 voru skrifaðar fimm álitsgerðir af íslenskum og erlendum sérfræðingum sem allar, að einni undantekinni, komust að þeirri niðurstöðu að best væri að bygggja nýtt þjóðarsjúkrahús frá grunn á nýjum stað. Þetta er vissulega þvert á það sem haldið hefur verið fram í opinberri umræðu af opinberum aðilum, sem segja að […]
Það er saga að segja frá þessum myndum sem hér fylgja. Þannig var að Búnaðarbankinn hafði ákveðið að breyta afgreiðslusalnum í Austurstræti nokkuð. Það var vegna þess að þarna árið 1997, fyrir 20 árum, hafði bankinn ákveðið að breyta afgreiðslusalnum mikið enda bankastarfssemi allt önnur en á árunum fyrst eftir, stríð þegar bankinn var byggður. […]
Ég var rétt í þesu að ljúka við einstaka bók um borgir og borgarskipulag: „Borgin – heimkynni okkar“. Bókin er skrifuð af heimspekingi og/eða bókmenntafræðingi annarsvegar og verkfræðingi hinsvegar. Að bókinni komu hvorki arkitektar né skipulagsfræðingar. Þó eða kannski einmitt vegna þess að höfundarnir koma úr tveim ólíkum áttum verður bókin sérlega áhugaverð […]
Hönnunarteymið sem varð hlutskarpast þegar hönnun meðferðarkjarna Landspítalans var boðið út er samsett af einhverjum færustu arkitektum landsins. Þetta eru arkitektastofurnar Basalt og Hornsteinar. Nýlega birtust á netinu og í fyrlgiblaði Morgunblaðsins fyrstu tölvumyndir af mannvirkinu. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta lítur mjög vel út. Hönnuðum hefur tekist að skapa […]