Ástralski arkitektinn Glenn Murcutt (Fæddur á Englandi 1936) er heimsfrægur fyrir sinn einstaka arkitektúr. Hann nálgast verkefni sín með landinu og ekki á móti því. Húsin tengjast umhverfinu og staðnum á mjög náinn hátt. Hann aðhyllist það sem hann kallar “enviromental architecture”. Hann talar ekki um stíla í byggingalist heldur heldur frekar um skilning. Skilning á […]
Ég fékk þessar myndir sendar frá kollega mínum. Þarna er um að ræða tæplega 70 herbergja hótel sem reisa á við anddyri landsins, flugstöð Leifs Eiríkssonar. Framkvæmdir eru þegar hafnar.
Fyrir einum 15 árum átti ég samtal við vin minn og skólabróðir, Palle Leif Hansen arkitekt í Kaupmannahöfn. Teiknistofa hans var þá að skipuleggja og teikna lúxusíbúðir við Mitdermolen nálægt miðborginni. Hann sagðist vera að hanna fyrir markhóp sem væri vel efnum búinn og ætti að minnstakosti tvo bíla og þeir væru BMW eða […]
Nútíma stefnur byggingalistarinnar eru margar og misjafnlaga mikilvægar. Ég nefni nokkrar af handahófi: Funktionalismi Brutalismi Postmodernismi Regionalismi Metafysik Minimalismi Dekonstruktivismi New Wave Biomorf arkitektúr Nýrationalismi Internationalismi. Sjálfsagt eru stefnurnar miklu fleiri og margar þeirra skarast nokkuð og líklega er ekki auðvelt að flokka allar byggingar og finna þeim stað í ákveðinni stefnu. En það er […]
Innsæi og sjálfstæð hugsun þar sem farið er út fyrir ramman mætti vera meira áberandi í vinnulagi verkfræðinga. Verkfræðingar hafa tilhneigingu til þess að halda sig við staðla, verkferla og forrit tölvanna. Þeir horfa margir eingöngu á þröngt sérsvið sitt og átta sig stundum ekki á heildinni. Þeir líta á sig sem sérfræðinga hver á sínu […]
Reykjavíkurflugvöllur hefur verið á leið úr Vatnsmýrinnni í meira en 30 ár. Óvissan um framtíð vallarins hefur gert það að verkum að uppbygging hefur engin verið og fasteignir hafa drabbast niður. Og á hinn vænginn hefur óvissan leitt af sér margvíslegar skipulagsógöngur sem snerta allt höfuðborgarsvæðið. Umræðan, öll þessi ár, hefur ekki leitt til […]
Árni Ólafsson skrifaði athugasemd við bloggið í gær þar sem hann veltir fyrir sér sívakandi spurningunni um hvort við þurfum að uppfylla einhverjar kröfur til hýbýla umfram þarfir hellisbúans. Bara ef einhver hönnunarfyrirbrigði eftir stjörnurnar sé að finna í viðkomandi hýbýlum þá sé náð ásættanlegum standard!. Árni nefndi þarna Philippe Starck. Öll athugasemd Árna er […]
„Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug“, sagði Halldór Laxness í Sjálfstæðu fólki. Það fólk sem trúir því að þörf sé fyrir það verður ómissandi. Arkitektar sem ekki trúa því að þeir fái vinnu fá hana ekki. Sjálfsmynd arkitekta er í rusli. Því þarf að breyta. Markaðir […]
Einhver frjálslyndasti og mesti hugsuður í danskri arkitektastétt á síðustu öld, Paul Henningsen, sagði eitt sinn „Að vera frjálslyndur væri ekki réttindi heldur erfið skylda. Frjálslyndi fælist ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“. Þarna átti hann við að maður ætti að vera móttækilegur fyrir breytingum, en jafnframt að vera […]
“Íslandsvinurinn” Bjarke Ingels sem rekur teiknistofuna BIG í Kaupmannahöfn hefur unnið nokkrar samkeppnir undanfarið. Síðan teiknistofa hans vann samkeppni um aðalstöðvar gamla Landsbankans hefur hann unnið keppni um listasafn í Mexico, ráðhúsið í Tallin, háhýsi í Kína og bókasafn í Aserbaitijan . Það er sammerkt með verkum BIG að þau eru framsækin og löðra í […]