Föstudagur 05.12.2014 - 11:42 - 7 ummæli

Dýrasta háhýsi heims

 

 

Nú í vikunni voru opinberaðar tölur um byggingakostnað háhýsa.

Þar kom fram að nýbygging World Trade Center í New York er það lang dýrasta í heiminum.

Byggingin er teiknuð af arkitektastofunni SOM sem er þekkt vegna verka sinna. Þess má geta að Hjördís Sigurgísladóttir arkitekt hjá ArkHD arkitektum hér í Reykjavík vann hjá SOM um tíma.

Byggingin kostaði alls 3,9 miljarða dollara eða tæplega 500 miljarða íslenskra króna.  Að neðan koma töflur sem sýna samanburð á 10 dýrustu háhúsum veraldar. Þar má einnig sjá hver hannaði þessi hús. Af þessum 10 háhýsum  teiknaði SOM tvö.

Þegar myndirnar að neðan eru skoðaðar sér maður einkum  tvennt sem vekur athygli.

Í fyrsta lagi að ekki er byggt á grunnum gömlu „Twin Towers“ sem hrundu við árásina 11. september 2001. Þar má sjá tvo ferhyrnda reiti sem markera fótspor húsanna tveggja sem ráðist var á með hörmulegum afleiðingum og halda þeir þannig minningu þeirra sem þar létu lífið og húsanna uppi.  Með þessu er staðinn vörður um hina sögulegu vídd sem er mikilvægt.

Í öðru lagi staðfestir formmál hússins  þá skoðun arkitektsins og fræðimannsins Jan Gehl að nútíma háhýsi lúti svipuðim lögmálum og þegar ilmvatnsglös eru hönnuð.

Á neðstu myndinn kemur þetta skýrt fram. Hverfið líkist snyrtiborði konu sem safnar ilvatnsglösum.

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/11/17/hahysi-ilmvatn-phallus/

 

 

 

 

One World Trade Center is the most expensive skyscraper of all time says an Emporis report

 

One World Trade Center is the most expensive skyscraper of all time says an Emporis report

Skidmore, Owings & Merrill's One World Trade Centre in New York

Skidmore, Owings & Merrill's One World Trade Centre in New York

World Trade Center site

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Steinarr Kr.

    Trítlaði upp í The Shard sl. þriðjudag, það var merkileg lífsreynsla og útsýni. Vona að það sé líka hægt að trítla upp í þessa byggingu.

  • Hilmar Gunnarsson

    Að gera mikið úr litlu er göfugt og listrænt.

    Þessi turn sem þú sýnir hérna er hreinlega eins og ilmvantsglas. En það eru til mörg áhugaverð háhýsi og tilkoma þeirra gjörbyltu öllu. Svona on the top of my mind, langar mig að nefna uppáhalds turninn minn, safnið eftir Sanaa í New York.

    En svo er það hin samkeppnin sem er áhugaverðari, en það er cantilever (hvað svo sem það heitir á ilhýra?). Háhýsi á hliðinni.

  • Magnús G.

    Aðalatriðið er hvað hver fermeter kostar? Svo er kostar hver vinnustund öruglga meira í NY en í Taipai i Taiwan. Svo má ekki gleyma vandastuðlinu sem er mikill í miðborg Manhattan en lítill í eyðimörkinni í Dubai. Það er margs að gæta. En þetta er skemmtilegt umræðuefni.

  • Myndin sem sýnir WTC við enda götu sýnir ekkert annað en ilmvatnsglas!
    Frábær samlíking hjá Jan Gehl.

  • Jón Gunnarsson

    „Söguleg vídd“—-það er málið.

    Maður má aldrei gleyma upprunanum og samhengi hlutanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn