Ein af perlum íslenskra einbýlishúsa er til sölu. Það er einbýlishús sem heiðurfélagi Arkitektafélags Íslands, Högna Sigurðardóttir, teiknaði fyrir tæpum 50 árum.
Húsið er afar sérstakt og ber höfundareinkennum Högnu gott vitni. Það hefur löngum verið sagt að til þess að gott hús verði til þarf bæði góðan arkitekt og góðan verkkaupa. Ef annar bregst, bitnar það á verkinu. Á húsinu Brekkugerði 19 í Reykjavík má sjá að arkitektinn og verkkaupinn hafa náð saman um byggingu hússins og náð að skapa eitt af bestu húsum sem byggð voru á íslandi á síðustu öld.
Högna fædd í Vestmannaeyjum 6.júlí 1929 og er því á 83 aldursári.
Ég leyfi mér að birta orðrétt yfirlit um feril Högnu af heimasiðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands:
“Högna útskrifaðist sem arkitekt frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París árið 1960 og hlaut sérstaka viðurkenningu skólans fyrir lokaverkefni sitt Garðyrkjubýli í Hveragerði. Þá þegar var áhugi hennar á sérkennum landsins, íslenskrar náttúru og veðurfars innblástur í frumlega og sérstaka byggingarlist, sem hún þróaði áfram í seinni verkum sínum. Högna hefur búið og starfað í Frakklandi allt frá námsárunum en jafnframt því skapað mörg bestu verka sinna hérlendis.
Henni hefur hlotnast fjöldi alþjóðlegra viðurkenninga fyrir verk sín, og tók meðal annars sæti í hinni virtu Frönsku Byggingarlistarakademíu árið 1992, auk innlendra viðurkenninga svo sem menningarverðlauna DV í byggingarlist 1994 og heiðursorða Sjónlistaverðlauna Listasafns Akureyrar 2007. Íbúðarhús sem hún teiknaði að Bakkaflöt í Garðabæ hefur verið valið sem ein af 100 merkustu byggingum 20. aldarinnar í Evrópu. Árið 2008 var Högna Sigurðardóttir kosinn heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands”.
Litmyndirnar með færslunni eru fengnar af vef fasteignasölunnar Remax og svarthvíta myndin er af vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Ég er sammála því sem Hilmar skrifar hér:
„………til þess að gott hús verði til þarf bæði góðan arkitekt og góðan verkkaupa. Ef annar bregst, bitnar það á verkinu“.
Því miður er það orðið æ sjaldgæfara að þetta tvennt fari saman! Arkitekt er að „vinna“ fyrir verkkaupann og getur því ekki hannað gegn óskum verkkaupans þó hann gjarnan vildi í sumum tilvikum, þar sem smekkur og áhersluatriði þessara aðila fara ekki saman.
Og þegar það gerist að arkitekt hittir á „góðan“ verkkaupa verður það oft þannig að verkið verður að hálfgerðu gæluverkefni hjá viðkomandi arkitekt, allavega er það mín upplifun! Það veitir manni miklu meiri gleði og ánægju að vinna fyrir slíkan aðila. Það einnkennist líka af því að flestir arkitektar eru í þessu starfi af hugsjón….sem hefur bæði kosti og galla í för með sér!
Þessvegna þarf arkitekt í upphafi sérhvers verks ætið að gaumgæfa það hvort hann taki að sér verk eingöngu til að brauðfæða sjálfan sig og sína eða hvort umrætt verk eigi að gefa af sér þá gleiðitilfinningu sem gerir það að verkum að arkitektinn velur þessa starfsgrein að ævistarfi sínu!
Frábært hús. Skyldi þakgarðurinn enn vera notaður?
Flott bygging
Þessi höfundareinkenni sem hér sjást eru ekki algeng.
Reyndar hafa höfundareinkenni horfið eftir að arkitektastofurnar stækkuðu. Man einmhver eftir einhverju stóru arkitektafyritæki með einhver höfundareinkenni?
Högnu husin er frískandi mótvægi við karakterlausa miðjumoðið í arkitektúr nútímans.