Fimmtudagur 07.10.2010 - 23:34 - 7 ummæli

Einn plús fyrir Philippe Starck

Franski hönnuðurinn Philippe Starck hefur nýlokið við að endurbyggja gamla víngeymslu í miðborg Bilbao og gert hana að menningar- og heilsuræktarmiðstöð.

“Alhóndiga Bilbao Cultural and Leisure Centre” samanstendur, að mér skilst,  af þrem byggingum sem voru byggðar árið 1909 og eru hannaðar af Ricardo Bastida.

Í byggingunum sem eru um 6000m2 er að finna kvikmyndahús, bókasafn, verslanir, heilsuræktarstöð með sundlaug og fl.

Bygging Ricardo Bastida er úr límsteini, nokkuð ornamenteruð en samt með einum hreinum fleti sem byggður er úr rauðum múrsteini. Rauði múrsteinninn myndar einskonar band um bygginguna miðja með litlum kýraugum. Við breytingarnar og viðbygginguna hefur Starck notað rauðan múrstein með gluggum sem mynda göt í flötinn. Gluggarnir eru bogadregnir að ofan og kallast á við kýraugun. Svo er auðvitað að finna þarna stál og mikið gler.

Það er ánægjulegt þegar stjörnuarkitektarnir brjóta odd af oflæti sínu og láta anda staðarins ráða ferð og byggja af virðingu við umhverfið, fortíðina og söguna. Það gerist afar sjaldan hjá stjörnuarkitektum. Arkitektar almennt eru allt of ragir við að láta verk gömlu meistarana og anda staðanna hafa áhrif á vinnu þeirra þegar þeir hanna í gamalt gróið umhverfi.

Þessi nálgun í Bilbao er tillitssöm og ekki í anda Starcks sem er sérlega sjálfhverfur í allri sinni hönnun.

Því vaknar spurningin: Hver er svona flinkur sem vinnur hjá Philippe Starck um þessar mundir?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Sigfús Almarsson

    Ég verð að segja það einsog er að íslenskir arkitektar eru á villigötum…..

  • we gon’ party tonight

  • Árni Ólafsson

    Kópavogskirkja: Ragnar Emilsson.

  • Spurt er: Hver er svona flinkur sem vinnur hjá Philippe Starck um þessar mundir?

    Og áfram má spyrja varðandi Húsameistaraembættið: Hver var svona flinkur hjá Húsameistara Ríkisins þegar Skálholtskirkja var teiknuð? Eða Kópavogskirkja?

  • Þorsteinn

    Það þarf oft ekki mikið til þess að hús falli að umhverfi sínu. Efnisval, litur og einn lítill bogagluggi.

    Af hverju láta hönnuðir svona illa?

  • Það er ekki bara lykilatriði að arkitektar teikni í samræmi við það sem fyrir er. Það er heilög skilda þeirra. Þeir sem ekki geta tengt verk sín við umhverfið eiga ekki að hafa réttindi til að hanna hús.

  • Starck er góður í öllu sínu veldi. Hann hefur lítð skapað sjálfur síðastliðin ár að vísu, enda við drauga þar að glíma.

    En rækilega hefur hann þarna sett sína stofu á stall.
    það hlýtur að kallast auðmýkt í fari stórmennis að varpa ljósi en ekki skugga á afrek þess sem flestir kalla byrjanda.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn