Þegar arkitektarnir komu að rústinni sem sjá má á myndinni að ofan hafa vaknað nokkrar spurningar.
Þeir hafa velt fyrir sér hvort rífa ætti það sem eftir er rústanna og byggja nútímalegt hús á lóðinni eða byggja húsin upp í þeirri mynd sem þau eitt sinn voru. Þriðji möguleikinn sem þeir hafa skoðað var að endurbyggja húsið á nútímalegan hátt.
Síðasti kosturinn var valinn eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.
Skiptar skoðanir eru um leiðir þegar svona verkefni eru annarsvegar. Þeir arkitektar sem hafa valið sér stefnu sem þeir kalla sjálfir „uppbyggingarstefnu“ hefðu sennilega valið fyrstu leiðina og byggt nýtt hús á lóðinni sem væri fulltrúi þess arkitektúrs sem er ríkjandi í dag. Aðrir hefðu farið í rannsóknarvinnu og endurbyggt húsin eins og þau voru á blómaskeiði þeirra og með svipuðu verklagi, kannski einhverskonar tilgátuhús. Nú eða í þriðja lagi að aðlaga húsið nútíma tækni og þægindum umleið og áferðin, hlutföllin og menningararfurinn er varðveittur samkvæmt mati hönnuðanna.
Mér finnst síðasti kosturinn áhugaverðastur þó ég hefði viljað stíga varlegar til jarðar en þarna er gert. Farið varlegar í „moderniseringunni“. Einkum hvað varðar gluggagerðir og efnisval þeirra. Fyrsti kosturin sem oftast er valinn í tilvikum sem þessum er beinlínis menningarfjandsamlegur að mínu mati og endurpeglar kjarkleysi þeirra sem að verki standa.
Hér er slóð þar sem fjallað er nánar um þetta hús:
http://blog.dv.is/arkitektur/2012/12/15/eydibylin-vidskipataekifaeri-komandi-ara/
Það er rétt að geta þess að þessi hús voru endurbyggð til þess að þjóna ferðamannaiðnaði á Írlandi þar sem gæði þjónustunnar er í hávegum höfð. Slóðin á neðan fjallar um aðgerðir hér á landi þar sem áhersla virðist vera lögð á magn:
http://blog.dv.is/arkitektur/2012/12/19/vinnubudahotel/
Ég er svo hugfanginn af fegurð myndanna sem fylgja pistlinum, að svona finnst mér að mætti víðar gera og hafa þetta sem gott fordæmi.
Takk fyrir enn einn pistilinn Hilmar, þar sem maður dettur í það að verða algjörlega hugfanginn um stund, horfinn sjálfum sér, horfinn öllu
… nema fegurð myndanna.
Læka þetta hjá þér kollegi Pétur
Endurvinnsla.
Svo er auðvitað fjórði kosturinn að láta rústirnar standa eins og Foro Romanum í Róm og byggja nútímahús við hliðina!!!
Stutt, upplýsandi og rökrètt. Niðurrif nýhyggjumanna er grunnhyggin!