Sunnudagur 04.02.2018 - 14:50 - 6 ummæli

Endurreisn Breiðholtsins.

 

 

Nýlega var samþykkt á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur fyrirspurn varðandi byggingu 15 hæða byggingu í efra Breyðholti sem hýsa á alls 50 íbúðir af margvíslegum stærðum.

Þetta eru í raun mikil og gleðileg tíðindi því segja má að þetta sé beint framhald af jakvæðri og góðri uppbyggingu í Breiðholti sem hófst fyrir nokkrum misserum þegar vannýttu og niðurnýddu  húsi fyrir verslun og þjónustu að Eddufelli 8 var breytt í eitt af glæsilegustu fjölbýlishúsum borgarinnar.  Húsið hefur haft veruleg jákvæð áhrif á næsta umhverfi.  Það var tilnefnt til Menningarverðlauna DV á síðasta ári fyrir byggingalist. Nú hefur verið opnað þarna vinsælt kaffihús og veggjakroti sem var áberandi þarna hefur verið hætt. Þetta er allt annað og betra umhverfi en var.

Þessi tillagaum háhýsi að Eddufelli 2-6 sem samþykkt var í af skipulagsfulltrúa þann 12. janúar s.l. er í fullkomnu samræmi við hugmyndir og markmið aðalskipulagsins um þéttingu byggðar og mun

Í niðurstöðu skipulagsfulltrúa stendur:

Niðurstaða: „Meðal annars þar sem efra Breiðholtið er í eðli sínu þétt og háreist byggð þá þykir hugmynd um hærri byggingu á þessum stað áhugaverð og þess virði að skoða hana vel. Í þeirri skoðun þarf að horfa til svæðisins alls meðal annars m.t.t. þarfa þess fyrir m.a. íbúðagerðir, húsahæðir og innviða. Nú er í vinnslu hverfaskipulag fyrir Breiðholt sem borgarhluta og þetta hverfi sérstaklega. Í þeirri vinnu verður farið sérstaklega yfir stefnumörkun þessa svæðis/þessarar lóðar“

Af þessu má skilja að upphaf á endurnýjun og endurbotum á efra Breiðholti er hafið með bygginu glæsilegra bygginga sem mun lyfta borgarhlutanum upp og bæta á flesta lund. Því ber vissulega að fagna.

++++

Efst er frumskissa  af fyrirhugaðri byggingu frá hendi arkitektsins Guðna Pálssonar arkitekts sem er höfundur skipulagshugmyndarinnar.

Að neðan koma svo nokkrar töðlvumyndir sem sýna staðsetningu og útlit ens og það liggur í frumskissum. Neðst koma svo myndir af fjölbýlishúsinu að eddufelli 8 sem var tilnefnt til menningarverðlauna DV í byggingalist á síðasta ári og loks mynd af þeim niðurnýddu húsum sem fyrir voru.

Ásýnd hússins og samhengi þess við það sem fyrir er.

Háhýsið mun draga verulega úr áhrifum löngu blokkarinnar sem lengi gefur verið gagnrýnd.

Tölvumynd af svæðinu. Nýbyggingin er fyrir miðri myndinni.

Afstöðumynd. Nýbyggingin er þarna sýnd rauð.

Eddufell 8 sem hefur haft veruleg jákvæð áhrif og valdið „hugarfarsbreitingu“ í hverfinu eins og sagt er í umsögn skipulagsfulltrúa. Þarna í grenndinni hefur verið opnað kaffihús og veggjakroti hefur verið hætt.

 

Að neðan koma myndir af húsinu Eddufell 8 fyrir breytingu. Það var sóðalegt og jafnvel ógnvekjandi umhverfi sem nú er orðið aðlaðandi, fallegt og eftirsótt.

Að neðan koma loks þrjár tilvísanir eða skýringarmyndir sem sýna hús af svipaðri gerð og höfundur sér fyrir sér á þessum stað við Eddufell 2-6.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Steinunn Jóns

  Vonandi verður þetta skipulag ekki látið hverfa og verði „hverfaskipulag“. Mér lýst vel á að byggja svona hús þarna sem bærtir hverfið verulega og skemmir ekkert. Er þetta ekki byggt þarna á bílastæðinu norðan við núverandi hús?

 • “Hverfaskipulag”?
  Hvað er það?

  • Hilmar Þór

   HVað er „Hverfaskipulag“ er spurt. Borginni hefur verið skipt í 8 borgarhluta sem verið er að endurskipuleggja sem heildir. Einskonar sjálfbær þorp. Heildirnar eiga að vera sem mest sjálbærar hvað varðar flesta grunnþjónustu verslanir o.fl. Um leið og skipulagsvinnan fer fram þá verður hugað að þéttingu og fjölgun íbúða innan hvers borgarhluta. Þetta stuðlar að vistvænni og skemmtilegri borgarhlutum með minni bifreiðaumferð m.m. Ég held að hverfaskipulag fyrir borgarhluta 6, Breiðholti sé á lokametrunum.

 • K. Guðmundsdóttir

  Það verður gaman að fylgjast með þessu og fleiru hér í Breiðholtinu. Nú er hverfaskipulagið í gangi. Það eru miklar vonir bundar við það. Þetta er vonandi bara byrjunin.

 • Eitthvað hefur þetta niðurnýdda hús verið stækkað. Ágangurinn og þéttingin í miðborginni gengur stundum of langt og þar er fórnað of miklu. Til dæmis á alls ekki að fórma húsum á borð við Veghús í nafni þéttingar. Næg eru tækifærin til þéttingar í úthverfum eins og hér er sýnt. Það er ódýrara að þétta í úthverfum en í miðborginni og þetta er gott dæmi um það. Þetta er hverfisbætamdi meðan þétting í miðborginni er oft hverfisskemmandi.

 • Sigrún Gunnarsdóttir

  Það er gaman að heyra að fólk er ekki búið að gleyma Breiðholtinu og að það sé líka eitthvað gott að gerast þar!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn