Föstudagur 09.10.2009 - 08:59 - 12 ummæli

Eru of margir arkitektar á Íslandi?

 

Það er ljóst, að í því hallæri sem nú stendur yfir, er offramboð á arkitektum á Íslandi. Sennilega er nú allt að 80% atvinnuleysi í stéttinni, ef frá eru taldir þeir arkitektar sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt iðnaðarráðuneytinu eru nú um 440 arkitektar á Íslandi með viðurkenningu á starfsheitinu og ætli það séu ekki eitthvað á annað hundrað í námi. 

Spurningin er hvort arkitektar séu of margir í eðlilegu árferði?

Samkvæmt upplýsingum frá anArchitecture (frá 2004) má lesa að meðalfjöldi arkitekta á hverja eitt þúsund íbúa í þeim löndum sem athugunin nær til er um 0,77. 

Á Íslandi er fjöldinn um 1,4 á hverja þúsund íbúa. Það er rúmlega 80% meira en meðaltal úttektar anArchitecture. 

Það kunna að vera einhverjar eðlilegar skýringar á því að tölurnar spanna svona breitt bil, sem er frá 0,26 til 1,73 arkitekta á hverja þúsund íbúa. Sennilega breytir þar mestu hvernig menn skilgreina „arkitekt“ í þessum mörgu mismunandi löndum.

Hvað sem því líður er hægt að draga þá ályktun að hér á landi sé töluvert offramboð á arkitektum. Sennilega er umframfjöldinn tæp tvö hundruð.

Ef mark má taka á úttektinni má ætla að þörfin fyrir arkitekta á Íslandi sé milli 280 og 320 eða 0,9-1.0 á hverja 1000 íbúa. Fróðlegt væri að sjá sams konar samanburð um fjölda verkfræðinga, lögfræðinga, lækna eða viðskiftafræðinga hér á landi.

*anArkitektur er ein sterkasta bloggsíða í heimi, sem fjallar um arkitektúr. Tengil á hana má finna hér til hægri á síðunni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Ekkiert of uppbyggilegt þetta hér – eða þannig.

  • Gústaf.

    Yfirleitt er þetta samspil skipulags og svokallaðar verktaka pólitíkur.

    Mér hefur alltaf fundist það óeðlilegt að aðalskipulagi sé breytt eins og ekkert sé. Deiliskipulag er bara eitthvað djók.

    Hluti af heildar vandamálinu með borg eins og Reykjavík er að með nýjum stjórnendum í Ráðhúsinu þá er öllu einfaldlega breytt. Nærtækt dæmi er hin frábæra Miklabraut sem sker gjörsamlega þingholtin frá framtíðar byggð í vatnsmýrinni. Þetta er eitt dæmi af mörgum þar sem pólitíkin ræður ríkjum. Sorglegt en satt.

  • Góður punktur, en smá athugasemd varðandi fjölda arkitekta. Skv. arkitektafélaginu þá eru Íslenskir arkitektar um 300-350 hér á landi. Byggingarfræðingar eru um 270 auk þess sem ýmsir aðrir hafa leyfi til að leggja inn byggingarnefndarteikningar.

  • Gústaf Hannibal

    80% atvinnuleysi meðal íslenskra arkítekta er hvergi nærri nóg. Ég sé ekki að neinn á meðal þeirra hafi unnið sér inn rétt til að fá að teikna eitt einasta hús í gegnum tíðina.
    Þeim hefur tekist að eyðileggja höfuðborgina í samstarfi við algjörlega óhæf skipulagsyfirvöld.
    Guðjón Samúelsson er undantekningin.

  • Það mætti vel taka þessa umræðu lengra, t.d. hvað skal gera?

  • Það er nú svolítið magnað að þær byggingar sem risið hafa síðustu ár og eru með hvað þægilegustu nærveru og vekja í manni löngun til að vera nálægt þeim skuli vera kópieringarnar af gömlu húsunum við Aðalstræti sem prýða haus þessa bloggs.

  • Það eru eflaust frekar margir arkitektar til á íslandi í dag enda búið að vera tískufag undanfarinn ártatug.

    Athyglisverð ábending hjá þér Jói.

    Frétti af þessari umræðu sem fór víst í gang hér fyrir nokkrum árum um hvort innanhúshönnuðir ættu að vera kalla sig arkitekta.

    Er ekki flott að vera hönnuður, þarf maður að kalla sig arkitekt þó maður sé það alls ekki. Þetta hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Hver í faginu þekkir ekki spurninguna: hvernig arkitekt ert þú ? Ég, ég er BARA arkitekt !

    Er nokkuð viss um að verkfræðingarnir myndu ekki leyfa einhverri annari stétt að kalla sig verkfræðinga !

  • Eru þetta Arkitetktar sem gerðar eru sömu kröfur til og erlendis? Geta menn hér á Íslandi kallað sig arkitekta sem hafa tekið 1-2 ár í innanhússhönnun í bréfaskóla erlendis, og kallað sig þá „innanhússarkitekt“ eða eitthvað slíkt?

    Víðast hvar erlendis er nám í arkitektúr 5-6 ára háskólanám. Það væri forvitnilegt að bera saman menntun allra þeirra sem skrá sig sem arkitekta á Íslandi samanborið við t.d. nágrannalöndin. Held að þá myndu íslensku arkitektunum fækka eitthvað.

    Líklega hafa verið fjölmargir arkitektar og haft nóg að gera á árunum 1945 og til dagsins í dag, með nokkrum undantekningum. Hvers vegna? Það var svo að segja enginn infrastrúktúr fyrir þann tíma. Allt hefur þurft að byggja upp á Íslandi frá grunni síðustu 60-70 árin. Þess vegna væri ekkert skrýtið þó eitthvað meira væri af arkitektum hér en annars staðar.

    Það þarf samt að skoða hvað er á bakvið þetta nafn arkitekt á Íslandi.

  • Það er eðlilegt að hér séu fleiri arkítektar en annars staðar því hér var allt ómótað og ekkert til nema bæjarburst 2500 árum eftir að Parþenon var reist í Aþenu.

    Um síðir lagði Guðjón Samúelsson góðan grundvöll og á honum vilja margir íslenskir arkítektar byggja.

    Það er fínt.

  • @Loori

    það er þekkt staðreynd að magn er ekki það sama og gæði.

    ég hef meiri áhygjur af gæðum íslensks arkitektúrs en magni hana.

  • Arkitektafjöldinn hlýtur að standa í samhengi við stærð innfrastrúktúrs og við erum með mun meiri innfrastrúktúr á haus en meðal samfélag einfaldlega vegna stærðar landsins og fólksfæðar.

  • ..en hvernig stendur á því að íslensk byggingarlist er svona óskaplega ljót?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn