Miðvikudagur 07.10.2009 - 13:31 - 2 ummæli

Oscar Niemeyer brátt 102 ára.

Hver skyldi trúa því að Oscar Niemeyer skuli enn vera á lífi, næstum 102 ára gamall. Hann fæddist í Rio de Janeiro þann 15. desember 1907. 

Oscar skipulagði og teiknaði heila höfuðborg á sínum tíma. Höfuðborg Braziliu var látin heita Brasilia, með essi, og var reist á stóru auðu svæði inni í miðju landi.

Það tók Oscar Niemeyer, með aðstoð Lucio Costa, fjögur ár að hanna „hyperfunktional“ höfuðborg sem þeir gáfu form sem er eins og flugvél eða fiðrildi. Síðan eru liðin meira en 50 ár .

Uppúr 1950 kom Oscar að byggingu höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í New Yourk ásamt fleiri arkitektum. Þeirra á meðal var Le Courbusier.

Oscar hafði mikinn áhuga á stjórnmálum gekk í kommúnistaflokks Brazilíu 1945 og var forseti hans um árabil. Einhvern tíma heyrði ég, að hann væri eini maðurinn utan Ráðstjórnarríkjanna sem hafi fengið Leninorðuna. Hann hitti marga leiðtoga kommúnista og varð persónulegur vinur þeirra. Samkvæmt Wilkipedia á Fidel Castro að hafa sagt „Niemeyer and I are the last Communists on the planet“

Byggingalist hans stóð á styrkum stoðum meginreglna byggingarlistarinnar og er laus við allt prjál og óþarfa sérvisku. Hús hans hafa fengið minni umfjöllun en þau eiga skilið. Oscar ber höfuð og herðar yfir flesta svokölluðu stjörnuarkitekta samtímans.

Oscar hafði gaman af konum. Hann teiknaði konumyndir og það má líka sjá vissar kvenlegar bognar og léttar línur í byggingarlist hans. Hann gifti sig 98 ára gamall. Ég veit ekki hvort það var fyrsta hjónaband hans en það má búast við að þau verði ekki mikið fleiri úr þessu.

Að neðan eru ljósmyndir af nokkrum verka hans, skissum af konum og einu húsgagna hans.

Svo er mynd af honum eins og hann er í dag. Hann lítur út eins og þreyttur rokkari sem kann að líkindum ekkert á tölvu og er vafalaust slétt sama um Revit og BIM, enda kann hann að teikna með höndunum og notar ekki þá hækju, sem tölvan er oft fyrir fólk með skerta rýmisgreind.

 

 

 

 

Metropolitan dómkirkjan í Brasilíu.

Nútímalistasafnið í Niteroi

Stjórnsysluhús í Brasilia

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Stefán Snævarr

    Ég hef verið í nútímalistasafninu hans í Rio dde Janeiro, einhver glæsilegasta bygging sem ég hef séð. Glæstari í veruleikanum en á myndum!

  • Birgir Örn Jónsson

    veit ekki nema rýmisgreindarskertir hafi hingað til spjarað sig ágætlega analog, svo að ég held að það sé hæpið að kenna tölvunum um.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn