Sunnudagur 31.07.2011 - 21:08 - 4 ummæli

Eyðibýli breytt í sumarhús

Í Flatey á Breiðafirði hafa niðjar breiðfirðinga og aðrir tekið sig til og endurnýjað hús forfeðra sinna og nota þau sem sumarhús.  Álíka tækifæri er að finna víða um land.

Það hefur undrað mig að þetta skuli ekki gert víðar.

Ég fór um Melrakkasléttu fyrir nokkru og sá mörg góð tækifæri til samskonar nálgunar þar. Og nú hef ég verið að sjá svona möguleika um allt land.

Þau skipta trúlega hundruðum yfirgefin eða illa haldin hús sem væru algerir demantar sem sumarhús. Það er alltaf  notalegt gista og gæla við hús með sögu.

Ég læt hér fylgja myndir af gömlu húsi í Skotlandi sem hefur verið gert upp sem frítímahús.  Húseigendur byggðu við húsið litla viðbyggingu sem hýsir baðherbergi og tvö svefnherbergi. Efnisval er hógvært og timbur látið veðrast þannig að það fær á sig geðþekka áferð öldrunar.

Þetta er steinhús sem sprottið er upp úr landslaginu og hvílir fallega í því án nokkurra landamæra milli landbúnaðarjarðarinnar, náttúrunnar og einkalóðarinnar.

Arkitektar eru Reiach and Hall í Edinborg.

http://www.reiachandhall.co.uk/index.htm

Grunnmynd

Snið

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Steinþór

  Það liggur sú ólund í íslensku þjóðarsálinni að vilja allt nýtt. Þeim leiðist gömul hús. Sennilega er þetta genetiskt áunnið vegna árhundraða búsetu í moldarkofum. Gömul hús eru að áliti landans ávísun á stöðuga viðhaldsvinnu og útgjöld.

  Í stað sumarhúsa eins og þetta skoska eða hans Skúla Th. þá vill íslendingurinn eiga frí í einskonar vindlakössum á 4000 fermetra lóðum. Svo geta þeir fuavarið allan daginn og fengið sér svo bjór annað slagið.

  Grenjandi hamingja.

 • Erlingur B.

  Þetta er þarft umræðuefni. Það eru ótrúleg menningarverðmæti að grotna niður um allt land. Dæmi Skúla Thiroddsen er til eftirbreytni þó ég þekki það ekki nema af heimasíðu hans.

 • Been there, done that, sjá slóð. Hef þó ekki uppfært vefsíðu síðan 2007.

  Kv.
  s.th.

 • Það vekur líka athygli að bæjirnir og kotin eru oftast staðsett á fallegum stöðum þaðan sem er gott útsýni yfir jörðina. Og ekki má gleyma kartöflugarðinum sem oftast er rétt við húsvegginn. Þessi eyðibýli eru oftar en ekki algerar perlur.

  Það er líka oft falleg gömul hús á jörðum sem eru í fullum landbúnaðarrekstri. Þau mætti líka nýta sem „niðjahús“!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn