Sunnudagur 09.10.2016 - 14:44 - 8 ummæli

„Fagurfræðin í borgarskipulaginu“

Screen-Shot-2016-10-09-at-00.24.15-768x753

Það er ánægjulegt til þess að vita að Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar skuli nú efna til fundar undir yfirskriftinni „Fagurfræðin í borgarskipulaginu“.  Þarna hafa verið valdir afskaplega færir frummælendur sem hafa velt þessum hlutum fyrir sér lengi. Hjörleifur Stefánsson, einn frummælanda, hefur skrifað heila bók um staðaranda Reykjavíkur sem auðvitað skiptir miklu máli og er kannski meginstoðin undir  fagurfræði borgarskipulagsins hér í Reykjavík. Ég er ekki viss um hvort þessi svokallaði „kassa/gáma-stíl“ sem hefur verið mjög áberandi undanfarið eigi við hér í Reykjavík þó hann sé ágætur víða annarsstaðar, einkum í arkitektatímaritunum.

Það er löngu tímabært að borgin boði til þessa fundar, um efni sem hefur ekki fengið mikið svigrúm í umræðunni um húsbyggingar og skipulag.

 

14590253_914516625321206_4272935749744121372_n

Það hefur lengi verið beðið og kallað eftir útlitsmyndum af nýja Marriott hóelinu sem á að rísa við austurhöfnina. Það birtist loks mynd af húsinu á mbl.is í gær.  Hana má sjá hér að ofan.  Mér sýnist þetta sé hliðin á hótelinu sem snýr til vesturs, að höfninni! Ég sakna skýrskotunar til hafnarinnar og Reykjavíkur svona hreynt útlitslega. Svo gæti verið skemmtilegt ef starfsemin, minnstakosti á jarðhæð, tengdist á einhvern hátt hafnarstarfssemi. Kannki veiðarfæraverslu, fiskbúð, sýningarrými sem er sérhæft starfsemi Reykjavíkurhafnar um aldir eða eitthvað annað og frumlegra. En það kemur eðlilega ekki fram á þessari einu mynd.  Útlit hússins virðist mér snyrtilegt á alþjóðlegan mælikvarða en það gæti eins staðið við Orchard Road i Singapore!

14590306_914516675321201_5371690978149961734_n

Hér er svo mynd af húsinu við hliðina á Marriott hótelinu, Nýja Hafnartorginu.  Þetta er mynd sem við þekkjum og fólk hefur tjáð sið kröftuglega um.  Einhver sagði í því samband eða það væri ekki einkamál neins að byggja hús og sérstaklega í miðborginni. Það varði almannahagsmuni sem borgaryfirvöld eiga að gæta. Þess vegna er það ánægjulegt að Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur skuli nú efna til fundar um fagurfræðina í borgarsipulaginu. Það verður spennandi að hlýða á erindi þeirra frábæru einstaklinga sem þarna tala.

Mætum öll á þriðjudginn á Kjarvalsstöðum kl 20:00.

++++++

Að neðan er svo auglýsing frá Nýjum Landspítala ohf, þar sem auglýst er eftir  þátttaendum í útboði um fullnaðarhönnun Rannsóknarhúss Háskóla Íslands á lóð Landspítalans við Hringbraut.

Auglýsingin birtist í sama blaði og hin áhugaverða auglýsing efst í færsluni.

Þetta er einhvað það dapurlegasta sem ég hef augum litið og varðar húsahönnun, skilpulag og þar með er talin fagurfræðin í borgarskipulaginu.

Í auglýsingunni stendur :„Ekki er gefin einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsfjárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðinu“.

Hér virðist metnaðarleysið vera algert og fagurfræði eða annað í borgarskipulaginu ýtt algerlega til hliðar. Menn óska bara eftir ódýrum teikningum ef ég skil þetta rétt. Innialdið og listræn nálgun sem áhersla er lögða á í Menningarstefnu hins opinbera í mannvirkjagerð er ýtt til hliðar og ekki lagt mat á. Maður veltir fyrir sér hvort þetta útboð og þessi nálgun, sé í andstöðu við umræðuefnið á fundinum á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn.

Þetta algera metnaðarleysi Nýs Landspítala ohf gagnvart Háskóla Íslands, Landpítalanum, fagurfræðinni í borgarlandslaginu er opinberað í þessari auglýsingu.

Það er eins og menn átti sig ekki á að það kostar bæði fjármuni og tíma að hugsa sig um.  Það kostar líka fjárhæðir að vanda sig.

Ég er alveg hissa á þessu þó svo að ég viti að þetta er í vissum takti við það sem á undan er gengið.

 

14563416_1312278565450267_252549855578813447_n

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Þetta metnaðarleysi landsns í að hanna umhverfið í kringum sig er ekkert nýtt. Það þarf bara að skoða Hraunbæjinn, Breyðholtið og öll hin úthverfin sem byggð hafa verið síðan. Núna teygir þetta sig inn í miðborgina og sami stíllinn er notaður þar. Það er ekki hægt að kenna Akritektum um allt saman. Verkkaupar hafa mun meiri áhrif á hvað hannað er en Arkitektar. Þær byggingar sem farið hafa í samkeppnir og arkitektar hafa meira vald yfir eru oftast mjög vel hannaðar.

  • Ef arkitektunum er ekki treystandi þarf að hafa skipulagsskilmálana strangri.

  • Er fullnaðarhönnun á NLSH ekki að klára eitthvað sem þegar er hannað í grunninn? Aðeins verið að fullgera tæknileg atriði?

    • Hilmar Þór

      Ef þú ert að hugsa um HÍ við Landspítalann þá er þetta eflaust rétt hjá þér!

  • Harpa Björnsdóttir

    Hvernig borg viljum við? Stílleysi? Geðþóttabyggingar án tillits til þess sem fyrir er? Ég er enn svo fegin að Slippsvæðið slapp við göngin og að við höfum enn þetta hjarta í borginni við gömlu höfnina…… þar er líf og þar kemur fólk….. en hitt hjarthólfið, Austurhöfnin, virðist stefna í einhverja útgáfu af Monster-Manhattan ……… hin fagar Harpa mun ekki vega á móti blokkarstemningunni í Marriot-hótelinu og Hafnartorgi….. Nú þarf að skera upp herör gagnvart þeirri skemmdarstarfsemi sem fær að grassera í borginni….

  • Guðmundur Gunnarsson

    Það hefur alltaf vandað einhverja framtíðarsýn um hvernig við viljum að einkenni Reykjavíkur séu og hvernig bogi eigi að líta út. Svona byggingalistarlega!

  • Guðrún Guðmundsdóttir

    Umræðan um þessi mál eru að verða opnari og lausnamiðaðri. Þessi fundur er liður í þeirri þróun.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn