Miðvikudagur 25.12.2013 - 16:10 - 4 ummæli

Fallegasta Jólakortið – Fáskrúðsfjörður

 

 

 

 

argos isolett

 

„Fiskveiðar Frakka við Íslandsstrendur eiga sér rætur langt aftur í aldir. Mestar urðu þær á árunum 1830 til 1939 eða fram að seinni heimstyrjöld. En þá sóttu á fimmta þúsund sjómanna á meira en tvö hundruð seglskipum fiskveiðar á Íslandsmið. Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var reistur 1903 og var einn þriggja spítala sem Frakkar reistu hér á landi á þessum árum. Hinir voru í Reykjavík og í Vestmannaeyjum.

Um svipað leyti var var Læknishúsið byggt en sjúkrakýlið og Kapellan höfðu verið reist nokkru fyrr.

Frakkar hættu rekstri spítalans 1939, skömmu seinna var spítalinn seldur á uppboði, fluttur yfir fjörðinn á Hafnarnes og breytt í fjölbýlishús en þar var nokkur útgerð og búskapur.

Læknishúsið var endurgert árið 1990 og var um skeiðráðhús Búðahrepps en spítalabyggingin var tekin niður og flutt aftur til Fáskrúðsfjarðar 2010. Verið er að leggja síðustu hönd á endurbyggingu húsanna og samtengingu þeirra undir Hafnargötuna, jafnframt því sem Sjúkraskýlið hefur verið endurbyggt í upphaflegu svipmóti og Kapellan flutt aftur við hlið þess og endurbyggð. Í byggingunum verður opnað hótel á næsta ári og sýning um fiskveiðar Frakka og tengslin við Ísland og Íslendinga. Verkefnið var unnið af ARGOS fyrir Minjavernd hf“.

 

Þetta er texti af einu jólakortanna sem bárust teiknistofu minni nú fyrir jólin. Kortið er frá arkitektastofunni ARGOS og er í samræmi við kort sem borist hafa þaðan um áratugi.  Kortin frá ARGOS eru teiknuð og með stuttum fróðleiksmola. Annarsvegar prýða þau falleg handunnin þrívíð teikning af einu verki frá árinu sem er að líða og svo arkitektauppdráttur af sama húsi. Oft, eins og í ár, grunnmynd og snið. Teikningunum fylgir svo stuttur texti þar sem sagt er frá völdu verkefni. Þetta eru falleg og fróðleg jólakort sem teiknuð eru „með hjartanu“ eins og einhver orðaði það.

Gleðileg Jól

Hjálagt eru teikningar af kortinu í á sem prentað er á grófan og þykkan, gráan pappír

 Sjá einng:

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/02/22/argos-kynning/

 

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/01/23/teiknad-med-hjartanu/

 

Argosfáskrlettlett

 

Hér að neðan eru tvær myndir af spítalanum. Önnur fyrir endurbyggingu og hin meðan á endurbyggingu stóð

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Steinþór

    Gaman væri ef fyritæki væru almennt með svona fróðleiksmola með jólalveðjum sínum. Af nógu er að taka. En það vantar upplýsingar um hver hannaði spítalann upphaflega. Eða hvort hann hafi komið tilsniðinn erlendis frá?

  • Þorsteinn Jón Óskarsson

    Vel gert. Frábærlega.

  • Steinunn Eik

    Yndisleg jólakort að venju frá félögunum á Grandanum, langa flottastir.

    Hátíðarkveðja frá Oxford,
    Steinunn Eik

  • Gleðileg Jól

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn