Þriðjudagur 11.02.2014 - 09:15 - 15 ummæli

Fljótandi sauna í Nauthólsvík?

The sauna will be reached by kayak

Fátt er eins afslappandi og að baða sig  í sauna.

Láta hitann ganga inn í skrokkin og  njóta friðar frá umhverfinu.  Gjarna í félagsskap trúnaðarvina eftir eitthvert líkamlegt álag.

Bandaríska arkitektastofan goCstudio í Seattle USA, ætlar að hleypa af stokkunum, síðar á þessu ári, fljótandi Sauna baðstofu. Höfundarnir telja að fátt geti verið betra en að fara í fljótandi saunu sem maður nálgast á kajak eða syndandi.

Ég gæti vel séð að það gæti verið mikið og gott aðdráttarafl í Fossvoginum.  Að eiga kost á fljótandi saunabaði í Nauthólsvók eða á Laugarvatni framan við Fontanabaðið þar væri heillandi afslöppun og líkamlegt konfekt.

Þegar synt er í sjónum í Nauthólsvík vantar áfangastað, „a sense of arrival“.  Maður hefur ekki á tilfinningunni að maður komi nokkurntíma á leiðarenda á sundinu.

T.d. í sjósundinu fer maður eitthvað út og snýr svo við „einhversstaðar“ og syndir  til baka. Gaman væri að synda svona 50-80 metra, fara í saunu um stund, stinga sér svo i kaldann sjóinn og synda til baka. Áfanga er þá náð.

Að neðan eru nokkrar ljósmyndir sem skýra hugmyndina. Þær eru fengnar af heimasíðu GoCstudio arkitekta í Seatte sem hefur netfangið.: www.gocstudio.com

Heimasíða baðhússins á Laugarvatni er www.fontana.is

Sjá einnig umfjöllun um Fontana: http://blog.dv.is/arkitektur/2013/07/14/gufubadid-a-laugarvatni-fontana/

 

The sauna space features tiered seating, a cool-down hatch and a wood-burning stove

goCstudio says the sauna will provide, 'an enticing refuge from the city, a moment to esca...

The construction includes the sauna space itself, an outdoor platform and and a upper deck...

 

goCstudio has designed a floating sauna that it plans to launch on Lake Washington, Seattl...

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Friðrik Guðmundsson

    Þetta er auðvitað frábært. Spurningin er bara hver á að borga og reka þetta. Það getur einungis verið sveitarfélag eða fyritæki eins og Fontana.

  • Einar Guðmundsson

    Þegar svona hugmyndir eru lagðar fyrir mann þá botnar maður ekkert í því af hverju ekki sé fyrir löngu búið að gera þetta. Til dæmis á Laugarvatni þar sem er gufubað. Gufubað er allt annað en sauna þó menn rugli því oft saman. Það væri gaman að svamla út í Laugarvatn, þ.e.a.s. náttúruna, hita sér í saununni og synda svo til baka. Svona aðstaða, sauna sem vaggar smá á vatni eða sjó ætti að vera sem viðast þar sem fólk baðar sig í sjó og vötnum. Maður nýtur eflaust saununnar betur ef haft er fyrir því að komast þangað og til baka aftur. Svipað og að ganga á fjall eða borða „heimaveiddan“ lax eða rjúpu sem maður hefur skotið sjálfur.
    Maður nýtur betur þeirra gæða sem maður skapar sjálfur ea hefur fyrir að nálgast.

  • Lalli leikmaður

    Algjört brill.

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Brilli.

    Maður væri alveg örugglega á fullu í sjósundinu ef einhver væri áfrangastaðurinn 🙂

  • Í Malmö í Svíþjóð er baðhús sem er byggt um hundrað metra út í Eyrarsund og stóð af sér storminn Sven um daginn. Það er reyndar ekki fljótandi, heldur á stultum en þangað er afskaplega gott að fara. Gufa og sjósund.
    http://www.ribersborgskallbadhus.se/

  • Helga Jónsdóttir

    Góð hugmynd. Og mætti ég um leið biðja um rennandi vatn á vatnspósta við göngustíga í Reykjavík, árið um kring!

  • Pétur Örn Björnsson

    Virkilega skemmtilegur pistill.
    Og algjörlega frómt frá sagt þá finnst mér yndislegt að geta nú tjáð mig hér um eitthvað fallegt og jákvætt og sem auðvelt væri í framkvæmd og myndi gleðja marga án þess að óttast um kostnaðinn.
    Lifi hið litla og sæta, hið frjóa og náttúrulega og hið gleðilega í nánum tengslum við umhverfið, flæði lífsins þar sem ekkert er fast, heldur hreyfing.

  • Hilmar Þór

    Skemmtilegt að sjá þessa vinnu Rintala og Eggertsson. Vissi ekki af þessu fyrr en nú.

  • Þarna eru tvö verkefni sem bera með sér frjótt ímyndunarafl, staðartengsl og ánægju sem allir ættu að taka sem innblástur í ferðamennskuna á Íslandi.

  • Rintala Eggertsson Architects hafa nú þegar hannað eina slíka í samstarfi við nemendur Bergen Art Academy.

    http://www.ri-eg.com/projects/2002/floating-sauna/

  • Pétur Bløndal Magnason

    Thetta er svipad verkefni og Rintala Eggertsson gerdi í Hardangerfirdi med nemendum vid Listaháskólann í Bergen. Ég veit nú ekki hvort ad thetta er ennthá til.
    http://www.ri-eg.com/projects/2002/floating-sauna/

  • http://www.ri-eg.com/projects/2002/floating-sauna/ er einnig flott verkefni sem Dagur Eggertsson og Sami Rintala gerðu með nemendum sínum 2002

  • Ætli hún fari ekki á hliðina í fyrsta hvassviðrinu!

    • Sigurður

      Líttu á sniðið Jón. Önnur hver tunna full að vatni og málið er dautt.

      Annars er vindurinn bara vandamál sem margbúið er að leysa og ástæðuleust að hafa áhyggjur af því.

      Ég sem sjósundsmaður öskra eftir þessu í Nauthólsvík og vil fá þetta strax.

      Strompurinn er óþarfi vegna þess að þetta yrði auðvitað rafkynnt sauna.

  • Sigurður

    Húrra fyrir þessari hugmynd.
    Það eru svona smá atriði sem skipta hinn almenna borgara miklu máli en kosta ekki mikið.

    Svo þarf borgin að fara að dæmi norðmanna og vanda frágang og áningarstaði á gönguleiðinni meðfram sjónum umhverfis borgina.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn