Efst á húsinu nr.93 við Reade St. í Tribeca hverfinu í New York er stór og einstaklega falleg þakíbúð, sem byggð var ofan á gamalt fallegt fimm hæða hús frá árinu 1857.
Þetta er eitt af elstu „cast iron facade“ húsum borgarinnar.
Tribeca hverfið sem er neðst á Manhattaneyju er álitið einn besti staðurinn að búa í New York. Þar eru glæpir í lágmarki, frábærir skólar, góðar almenningssamgöngur, góður aðgangur að útivistarsvæðum við The Waterfront og Battery Park og mikið af endurnýjuðum byggingum og íbúðum á svokölluðum „industrial lofts“
Arkitektarnir Amale Andraos, Dan Wood og Sam Dufaux lögðu áherslu á að ofanábyggingin væri nútímaleg án þess að hún truflaði hina sögulegu gömlu byggingu. Byggingin sem er um 150 ára var endurnýuð að fullu innandyra en engu breytt hvað útilt varðar.
Þetta er í samræmi við það sem nú er lögð áhersla á í arkitektaskólunum eins og fram kom í síðasta pistli.
Ytra form þakíbúðarinnar tekur mið af því að hún sjáist alls ekki frá götunni eins og sjá má af sniðinu að neðan. Íbúðin sem er á 2,5 hæð er með opinni grunnmynd og mörgum fallegum vinklum. Íbuðin er bundin saman lóðrétt með opum og ofanljósum ásamt tengingu við stórar þaksvalir á miðhæðinni.
Þessi mynd er úr einni af þrem íbúðum neðan við þakíbúðina sem er á þrem hæðum.
Undir byggingunni eru tveir kjallarar og þar fyrir ofan jarðhæð og þrjár hæðir með íbúðum. Efst kemur svi þakíbúðin á þrem hæðum.
Hér sést snið sem sýnir að tveggja hæða viðbyggingin sést ekki frá götunni.
Ótrúlega fallegt gamalt hús er látið vera óbreytt. Þetta er í samræmi við það sem nú er lögð áhersla á í arkitektaskólunum eins og fram kom í síðasta pistli.
Magnús hefur lög sð mæla. Umræða um endurnýjun eldri húsa er nánast engin hér á landi og skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hafa ekki staðið sig í þessum málum.
Má vera að það sé virðingarvert að fela hina „arkitónísku stæla“ frá götumyndinni. En er þetta ekki pínulítð eins og að fela skítinn sinn? Eigum við arkitektar ekki að vera stoltir af okkar verkum hvort sem þau sjást frá lofti eða legi?
Tel það vera lágmarkskröfu að vinna áfram með ofanábyggingar með fullri kurteisi fyrir því sem fyrir er. Það aldeilis lítill vandi
Það gæti verið stutt í að við förum að fljúga í mismunandi hæðum um loftin blá og þá sjáum þá svona lagað?
Án gamans sýnist mér þetta vera enn ein birtingarmynd modernismans sem farið hefur á skítugum skónum um byggingararfleifð okkar fá því að hann kom til sögunnar. Viðurkenni að skárra er að fela stælana séða frá götu sem Coop Himmelblau (afsakið að ég fór rangt með og nefndi þau Coop Himmelreich) gerði ekki eins og þú Hilmar bendir réttilega á.
Afleiðingar þess hafa orðið afdrifarikar í Vínarborg þar sem fjárfestar og byggingarverktakar hafa boðist til að gera upp og færa til nútímalegs horfs 19. aldar byggingar eigendum að kostnarlausu gegn því að fá að byggja luxusíbúðir á þökum viðkomandi húsi með vafasömum árangri.
Þetta er efni í sérstaka umræðu sem ekki er tími til hér.
þessu er ég algjörlega ósammála þótt ekki sjáist frá götu. Þetta minnir mig á verk Coop Himmelreich í Vínarborg þar sem flugslys viðist hafa orðið uppi á þaki. Síðan hefur verið ráðist í fjölda ofanábygginga í borginni með slæmum afleiðingum. Sorry of mikið af stælum þarna.
Ég er sammála þér Magnús. Þarna erú óþarflega miklir „stælar“. En framhjá því er ekki litið að þarna hafa menn séð tækifæri í gamalli byggingu og gert hana nútímalega hvað varðar allar nútíma kröfur og ekki viljað rífa hana eins og algengt er hér í Reykjavík. Það er nefnilega þannig að flestar (allar) gamlar byggingar geta uppfylt nútímakröfur.
Og svo hitt að úr því að menn vildu endilega hafa þesst stæla þá er það virðingarvert að þeir skuli fela þá fyrir okkur vegfarendum.
„Byggingin sem er um 150 ára var endurnýuð að fullu innandyra en engu breytt hvað útilt varðar. Þetta er í samræmi við það sem nú er lögð áhersla á í arkitektaskólunum eins og fram kom í síðasta pistli.“
Hér er allt rifið og tætt í sundur ef nokkur möguleiki er til þess.
Þakgarðarnir vekja athygli mína. Mér sýnist vera sundlaug þarna á einum stað!
Eitthvað kostar þetta nú á dýrasta húseignasvæði heims.