Mánudagur 20.04.2015 - 11:21 - 9 ummæli

Gamlar hetjur byggingalistarinnar

Mér var bent á síðu þar sem er að finna frábærar ljósmyndir af þeim arkitektum sem höfðu mest áhrif á byggingalistina á síðustu öld. Ég leyfi mér að birta þær hér. Ég veit ekki hver höfundarnir eru en myndirnar eru fengnar af síðu David Pascular Cesar.

Þetta voru allt gríðarlega sterkir arkitektar sem breyttu byggingalstinnu um allan heim. Þetta voru hetjur vegna þess að þeir voru á sama tíma frábærir fræðimenn og einstaklega sterkir hönnuðir. Þess utan voru þeir sterkar og ábersndi persónur. Það gustað af þeim hvar sem þeir gengu.

Í því sambandi má nefna að sagt var að Frank Lloyd Wright hafi haft svo mikla áru eða persónutöfra að kristalljóskrónurnar í lofti andyris Waldorf Astoria hotelsins á Lexington Avenue í NY hafi glamrað í hvert sinn sem hann gekk þar hjá.

Efst er fræg ljósmynd af Mies van der Rohe (1886-1969)

 

Frank Lloyd Wright (1867-1959) http://blog.dv.is/arkitektur/2012/09/19/chicago-that-is-wright-all-right/

 

I.M. Pei  (1917-), sem er langyngstur þeirra sem hér eru nefndi,r við meistarastykki sitt, aðalinnganginn í Louvre í París.

http://www.archdaily.com/tag/i-m-pei/

Frank Lloyd Wright sem dó 9. apríl 1959, aðeins hálfu ári áður en Guggenheim í NY var opnað almenningi. Þarna stendur hann á svölum (?) safnsins. Hönnun og bygging safnsins tók 16 ár  frá 1943 til 1959.

Braziliski arkitektinn Oscar Niemeyer  (6. f.v.)og Le Corbusiere (2.f.v.) í hóp snillinga vegna byggingar aðalstöðva Sameinuðu Þjóðanna í NY.

Í  United Nations Board of Design voru alþjóðlegur hópur arkitekta: Wallace K. Harrison (USA) – Director of Planning, N. D. Bassov (Rússland),  Gaston Brunfaut (Belgiu),  Ernest Cormier (Canada),  Le Corbusier (Frakklandi),  Liang Seu-cheng (Kína),  Sven Markelius (Svíþjóð),  Oscar Niemeyer (Brasilíu),  Howard Robertson (Englandi), G. A. Soilleux (Ástralíu),
and Julio Vilamajó (Uruguay).

Sagt var að Le Corbusiere hefði stundað myndlist fyrir hádegið og byggingalist eftir hádegið, eða öfugt. Allavega er það nokkurn vegin verklag sem flestir arkitektar gætu sætt sig við.

Oscar Niemeyer hafði gaman af konum og lifði nokkuð á aðra öld. Hann dó fyrir rúmum tveim árum og var oft kallaður „síðasti modernistinn“

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/10/07/oscar-niemeyer-bratt-102-ara/

og

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/12/14/ocar-niemeyer-104-ara-the-last-modernist/

Philip Johnson(1906-2005) fyrir framan  Glass House.

http://www.architecturaldigest.com/architecture/2012-09/architect-philip-johnson-glass-house-modernism-article

Mies http://blog.dv.is/arkitektur/2009/12/09/mies-van-der-rohe/

og

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/02/28/mies-is-more-innretting-ibuda/

Louis Isadore Kahn (1901-1974) http://blog.dv.is/arkitektur/2013/02/25/louis-i-kahn-og-songvar-vidisins/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Rosalega er FLW flott klæddur, trefillinn, frakkinn, jakkafötin og hatturinn. Einstök smekkvísi og fallegur klæðnaður.
    Maður þarf kannski að vera í fatahönnun til að sjá þetta. Ég sé varla manninn fyrir fötunum og stílnum

  • Ástvaldur Tryggvason

    Gleymdist ekki Frank Gehry? Eða þurfa menn að vera horfnir yfir á annað tilverustig til að fá að vera með?

  • Sigrún Gunnarsdóttir

    Það er alltaf gaman að körlum sem hafa gaman af konum og öfugt.

  • Hilmar G.

    Sé fyrir mér flotta bók með myndum af gömlum og nýjum stjörnu arkitektum sem veltir fyrir sér myndbirtinguna á íkonunum og hvaða þýðingu hún hefur/hafði í samtimanum. Gæti verið áhugavert í ljósi þess upplýsinga og myndbirta magns sem við höfum í dag. Ég bíð bara eftir því að einhver arkitektastofan stofni Snapchat aðgang 🙂

  • Þorbjörg

    Mála á morgnana og vera arkitekt eftir hádegið er draumastaða. Í tveim svoleiðis hálfsdagsdjobbum leiðist manni ekki.

  • Flottur gaur :). Hún er verkleg sú sem situr hjá honum á myndinni, á árunum uppúr 1955, gæti ég trúað.

  • ,, … Oscar Niemeyer hafði gaman af konum …“

    Enda heillandi arkitektúr frá öllum sjónarhornum.

    • Hilmar Þór

      Já Páll

      Oscar hafði gaman af konum.

      Allir sem til þekkja vita að hann var kvennsamari en almennt gerist eða meira upp á kvennhöndina eins og sagt er. Byggingalist hans þykir líka á margan hátt einkennast af kvenlegum línum.

      Hann gifti sig síðast tæplega 100 ára gamall.

      Í frægu sjónvarpsviðtali við Niemeyer þar sem hann er í djúpu samtali við sjónvarpsmann um arkitektúr tekur tekur eftir konu labba framhjá fyrir utan á gangstéttinni. Það skipti engum togum nema að hann missti einbeitinguna og þráðinn og átti ekki auðvelt með að komast inn í samtalið aftur.

      Eftir þessu var tekið og höfðu menn gaman af. Enda þekkti fólk til meistarans.

  • Halldór Jónsson

    Töffarar

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn