Þriðjudagur 29.05.2012 - 09:24 - 8 ummæli

Golden Gate

Í gær voru liðin 75 ár frá því að Golden Gate brúin við San Francisco var opnuð.

Frá árinu 1937 þegar hún var opnuð hafa meira en 2 milljarðar ökutækja farið yfir brúna sem er um tveggja kílómetra löng.  Brúin var aðeins 4 ár í smíðum.

Það hafa líka hörmungar gengið yfir brúna.  Alls 1558 einstaklingar hafa svift sig lífi með því að stökkva fram af Golden Gate (Gullna hliðinu). Nú er svo komið að milli 30 og 35 manns enda líf sitt á þessum stað á ári hverju eða einn á tíu daga fresti.

Helsti ráðgjafi vegan brúarsmíðinnar var arkitektinn Irving Morrow sem valdi henni lit sem kallaður er “International Orange” og hefur hún haldið lit sínum og reisn allar götur síðan.

Ég dvaldi stuttan tíma í Sausalito við norðursporð brúarinnar og notað brúna daglega. Það vakti athygli hve síbreytileg hún var ásýndum eftir veðurfari og tíma dags. Þetta er einhver glæsilegasta brú sem byggð hefur verið.

Efst eru tvær myndir. Önnur  tekin áður en brúin var byggð. Að neðan koma nokkrar sem teknar voru á byggingartímanum og við vígslu hennar og loks nýleg ljósmynd.

Frumdrög að brúnni.

Mynd tekin við opnun brúarinnar 28. Maí 1937.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • þorgeir jónsson

    Eins og gamli smiðurinn sagði: Ég hef átt þennan hamar í 66 ár. Skiptu um skaft þrisvar og haus einu sinni.

  • Svo völdu menn til verðlauna í samkeppni brú yfir Elliðaárósa fyrr i vor sem er yfirkeyrð í formmáli sínu, órökrétt og yfirleikin.

  • Þórhallur Einarsson

    Alveg rétt hjá Árna. Gullinbrú er ekki brú. Heldur ekki Gilsfjarðarbrúin. Þetta eru ræsi. Hinsvegar er hægt að halda því fram að Borgarfjarðarbrúin beri nafn sitt með einhverri rentu.

  • I have heard that the name Golden Gate Bridge also comes from the international orange color she is painted – she glows golden in the sunset.

  • Árni Ólafsson

    Óhagstæður samanburður við íslenska brúarverkfræði – eða efnahag 🙁
    – Gullinbrú í Grafarvogi (95% vegfylling og ræsi uppi í fjöru) og Gilsfjarðargarðinn með smábrú í miðju.

  • Ég heyrði einhversstaðar að rauði liturinn hafi upphaflega bara verið grunnur og að það hafi átt að mála hana gráa, þ.e.a.s. í svipuðum lit og hin stóra brúin á svæðinu (Bay bridge). Svo hafi borgarbúar bara verið svo hrifnir af rauða litnum að þeir þrýstu á borgaryfirvöld að halda henni rauðri. Upp frá því hefur hún verið máluð í þeim lit. Ég veit þó ekki fyrir víst hvort þessi saga er sönn.

  • Ótrúlega flott brú án nokkurrar tilgerðar eins og algengt er á okkar dögum. Minnir á annað mannvirki á austurströndinni af öðrum toga en á sama aldri; Epire State í NY

  • Rauði litur Morrows er ekki valin af listfengi einu saman eða svokölluðum smekk arkitektsins. Hann er valinn eftir aðferðafræði fagmannsins. Hann kemur úr náttúrunni umhverfis og er þess utan þannnig að ryð er ekki áberandi. Enda þurfti ekki að mála mannvirkið fyrstu 28 árin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn