Þriðjudagur 16.11.2010 - 14:24 - 5 ummæli

Grín og gæði í byggingalistinni

Innra skipulag verslunarmiðstöðvarinnar Palladíum í Prag (sjá síðasta pistil) var á margan hátt einstakt.

Skipulag og fyrirkomulag innandyra er einfalt og rökrétt en um leið  einkenndist það af óreglu af sama toga og gatnakerfi borgarinnar. Þetta virðist vera mótsögn en þannig upplifði ég heimsókn mína í verslunarmiðstöðina.  Það var auðvelt að rata en samt var þetta ruglingslegt með fjölbreytilegum rýmismyndunum.

Þarna eru margir spennandi vinklar og smáatriði sem gleðja augað og upplifunina og sumt var beinlínis fyndið.

Dæmi um fyndið smátriði eru veggir á karlasnyrtinngunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd eru myndir á veggjunum af ungum konum sem stillt er þannig upp við þvagskálarnar að þær virðast vera að athuga hvernig karlmennirnir eru vaxnir niður. Ein stúlkan notaði smásjá og önnur sjónauka. Þá sér maður vinkonur ræða saman um áhugamál sitt og velta því fyrir sér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Magdalena

    Í fyrstu sýndist mér þetta vera svona gegnsær spegill beint af kvennasnyrtingunni þar sem konurnar væru að varalita sig en sæju ekki í gegn… það væri e.t.v. enn betri hugmynd!

  • Ennþá skrítnari upplifun er að fara á snyrtinguna í Listasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu. Þar er akkúrat svona uppstilling og maður horfir á sjálfan sig pissa. Það er ekki oft sem karlamaður horfir á sjálfan sig gera það. 🙁

  • Sigurður Árnason

    Þessi lýsing á reglu og skipulagi, eða skipulagi í óreglunni innandyra í húsum minnir mig á Glaumbæ þar sem nú er Listasafn Íslands. Ég er ekki viss um að lesendur bloggs muni eftir þessum sögulega skemmtistað. Þar voru spennandi krókar og kimarog ótrúlegt samspil rýma og rýmislegrar upplifunar. Það hefur aldrei í byggingalist á Íslandi tekist að skapa slíka upplifun síðan Glaumbær brann. Kannski þarf að fara til Prag til þess að upplifa einfalt innra fyrirkomulag sem samt einkennist af óreglu með spennandi rýmum.

  • Hjálmar Sveinsson

    Góð athugasemd hjá Herði og mjög fínar ábendingar hjá þér Hilmar. Ég tel að við eigum að stefna að því að fá verslunarmiðstöð, í hóflegri stærð, í miðbæinn. Til dæmis við Hlemm eða nálægt höfninni. Ekki við miðjan Laugaveg. Kannski má nýta hús héraðsdóms við Lækjartorg, eins og stungið hefur verið upp á. Við þurfum að setja reglur um stærð, staðsetningu og starfsemi verslunarmiðstöðva eins og gert hefur verið i Noregi og í Danmörku. Annars rísa nýjar verslunarmiðstöðvar í útjaðri byggðarinnar með risastór ókeypis bílastæði.

  • Hörður Gunnarsson

    Voru ekki tök á að fá ljósmynd af kvennasnyrtingunni.

    Að hverju var gert grín þar 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn