Föstudagur 02.12.2011 - 15:48 - 6 ummæli

Guðni Pálsson – Knud Holscher

Það er alltaf gaman að skoða verk arkitekta og velta fyrir sér höfundareinkennum og efnistökum.

Í þessari færslu eru birtar nokkrar ljósmyndir af nýlegum verkum GP arkitekta sem rekin er af Guðna Pálssyni arkitekt. Áður en GP arkitektar voru stofnaðir rak Guðni stofu með Dagnýju Helgadóttur arkitekt. Þau Dagný og Guðni unnu til nokkurra verðlauna í samkeppnum  og sinntu skipulagsstörfum. Helsta verk þeirra í skipulagsmálum er núgildandi deiliskipulag Kvosarinnar í Reykjavík.

Guðni Pálsson útskrifaðist frá Konunglegu Dönsku Listaakadeníunni í Kaupmannahöfn og var hans leiðbeinandi professor Knud Holscher sem margir þekkja sem fylgjast með arkitektúr og iðnhönnun.  Að námi loknu vann Guðni hjá Holcher í nokkur ár.

Það vita það kannski ekki margir en flestir starfandi íslenskir arkitektar hafa setið á hnjám margra færustu arkitekta heimsins í námi sínu.  Ég hygg að þessir menn hafi haft  meiri áhrif á íslenska byggingarlist en margan grunar í gegnum nemendur sína.

Hjálagt eru myndir af nokkrum verkum Guðna ásamt skemmtilegu myndbandi þar sem Hoslcher gengur um sumarhús sitt og segir frá þeim hugmyndum sem að baki liggja.

Flölbýlishús í Brygjuhverfi.

Fjölbýlishús í Garðabæ

Atvinnuhúsnæði í Sundahöfn

Hótel Plaza í miðborg Reykjavíkur

Götugögn. Bekkur.

Skrifstofubygging Nýherja í Borgartúni. Efsta myndin er einnig af skrifstofubyggingu i Borgartúni sem hönnuð er af GP arkitektum.

Skemmtilegt myndband með viðtali við Knud Holscher.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Guðl. Gauti Jónsson

  Eru ekki súlurnar undir boganum hafðar til að losna við togböndin í rýminu? Kraftarnir á útveggina verða þá að mestu leyti lóðréttir. Mér sýnist það.

 • Kristinn Gunnarsson

  Skoðið þegar húsið sést að utan – það er ekki bogaþak, loftið er fellt niður inni í boga.

 • Skoðið trén úti í samhengi við súlurnar inni.

 • Hilmar Þór

  Nafni minn Gunnars hittir á viðkvæman punkt. Maður setur ekki súlu undir mitt bogaþak. Þetta er eitt af grundvallaratriðunum. Ég hafði ekki tekið eftir þessu. Og svo súlan i gegnum eldhúsbekkinn? Holcher er auðvitað ekki fullkominn. Ég þakka Hilmari fyrir áhendinguna.

 • Hilmar Gunnars

  Guðni og Dagný skapa hressandi og skemmtilegan arkitektúr. Getur verið að Guðni sé skarpari en gamli leiðbeinandinn hans ?

  Það er undarlegt að sjá súlur undir miðju hvelfdu þaki og ekki síður fyndið að sjá súluna „skera sig“ í gegnum eldhúsinnréttinguna á þennan hátt. Er Knud húmoristi ?

 • Þorvarður

  Góður og sprellfjörugur arkitektúr. Mæli með myndbandinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn