Fimmtudagur 17.11.2011 - 08:15 - 12 ummæli

Háhýsi-Ilmvatnsglös-Phallus


Arkitektinn Jan Gehl,  heldur því fram að háhýsi nútímans líkist meira ilmvatnsglösum en byggingum.  Enda eru háhýsi oftast skoðuð ofan frá eins og þegar horft er á snyrtiborð kvenna þar sem ilmatnglösin og snyrtivörurnar standa á borðinu.  Hann vill leggja meiri áherslu á arkitektúrinn í augnhæð og lífilð milli húsanna en formmál þeirra.

Í nýlegri könnun varðandi skipulagsslys virðast flestir vera á móti háhýsum. En samt eru þau byggð. Jan Gehl segir að háhýsi séu uppáhald latra arkitekta og latra verktaka.

Ágætur starfsmaður skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, kona, sagðist hafa tekið eftir að karlmenn í arkitektastétt, töluðu meira fyrir háhýsum en konur.  Hún velti fyrir sér hvort þetta væri einhverskonar phallussyndrom.  Ég held að þetta geti verið rétt hjá henni.  Þetta getur líka tengst áhuga karla fyrir því sem er stórt og öflugt.

Fræg er sagan sem Gísli Marteinn Baldursson vísaði til á fésbókarsíðu sinni  í gær þar sem verktaki (developer) James Rouse taldi að menn ættu að hugsa stórt í skipulagsmálum.  Hann vitnaði í Daniel Burnham og sagði:   „Make no little plans, for they have no magic to stir men’s blood,“ Þessu svaraði Jane Jacobs (1916-2006), þekktur aðgerðarsinni og  álitsgjafi í skipulagi, og sagði: „Funny, big plans never stirred women’s blood. Women have always been willing to consider little plans.“ Þetta var á ráðstefnu í Boston árið 1980 og vakti mikla athygli.

Ég fór á netið og „googlaði“  háhýsi, ilmvatnsglös og phallus.

Hér að neðan sést árangurinn.  Fyrst koma háhýsin, síðan ilmvatnsglös og loks phallus.

Það er auðséð að sterk tengsl eru á milli háhýsa, ilmvatnsglasa og phallusa.   Maður veltir fyrir sér hvort lögmálið í hönnun háhýsa sé skildara vöruhönnun en arkitektúr!  Athyglisvert er að um þessar mundir er tískuhönnuðurinn, Pierre Cardin, sem ber ábyrgð á nokkrum ilvatnsglösum að hanna háhýs i bæði í París og Feneyjum.

Myndin að neðan  er af háhýsi í grennd við Feneyjar sem  ilmvatsglasahönnuðurinn Pierre Cardin teiknaði og kallar „Palais Lumiere“.

Kannski væri nærtækara að kalla þetta hús „Phallus Lumiere“  eða „Parfume Lumiere“!!!

Háhýsi í Feneyjum teiknað af tískuhönnuði sem einig hefur reynslu af hönnun ilvatnsglasa

MAD í Kína


Chris bossa i Dubai

Foster i Cannes
Snöhetta fyrir araba

 

Dynamic Architecture i Dubai

Zaha Hadid í Moskvu

Jean Nouvel í Dubai

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Örnólfur Hall

    Af DUBAI-TURNUM o.fl.

    Hilmar sýnir þrú dæmi úr byggingarflórunni í Dubai. Þó annað hvert hús þar hafi verið skreytt alls konar heims-„awards“ má segja að víða séu glópagull. – Undanfarin ár hafa komið þar upp alvarlegir gallar í hönnun, byggingu og frágangi. Undirstöður og landfyllingar hafa gefið sig og háhýsi og „fassöður“ hafa hrunið.
    Nú síðast í ágúst 2011 reyndist 27 hæða bygging, eftir skoðun burðarþolssérfræðinga , það léleg í þoli að hún var álitin geta hrundið við þarlenda jarðskjálfta. Það var alltof dýrt að reyna að styrkja hana og því var ákveðið að brjóta bygginguna niður innan 6 mánaða. Í sama mánuði hrundi framhlið 6 hæða byggingar og 21 byggingaverkamaður slapp mjög naumlega.
    Glerbáknið „ okkar allra“ (danskhannaða) sem var byggt handa okkur að okkur forspurðum hefur verið mér og fleiri kollegum umhugunarefni um margt byggingar-tæknilega. T.d. hvað gerist við t.d. 5-6 R -jarðskjáfta ? Þó að hjúpurinn standist er ekki hætta á að ýmislegt skekkist innbyrgðis með óæskilegum afleiðingum (t.d. Þéttingar-lega) ?
    Hvað með norðanbálin (fyrrum Faxaflóa-áhlaupin) sem kunna að eiga eftir að herja aftur?

    PS: Allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að hafa verið byggðar í miklum hraða og hamagangi.

    PS: Heimsfrægar verkfræðistofur hafa komið að verki.

  • Guðrún Ingvars.

    Margt til í því sem Hilmar segir og víst er það að við erum þónokkrar kollegur hans sem höfum í gegnum árin furðað okkur á áhuga karlkyns kollega og verktaka á háhýsum – hönnun þar sem eitt aðalmálið virðist oft vera að byggja hærra og meira en sá á undan…..

    En þegar rætt er um háhýsi í samhengi við skipulagsmál tel ég að sjónræni þátturinn sé aðeins brot af jöfnunni. Ekki síður mikilvægur þáttur er þau áhrif sem turnbygginar á norðlægum breiddargráðum hafa á nærliggjandi umhverfi, vindafar og sól. Ef við værum stödd í miðri afríku væru sviptivindar eflaust vel þegnir til kælinga. Þegar maður á venjulegum íslenskum degi stígur út úr bíl við Smáratorgsturninn, gengur fram hjá Sólheimablokk eða töltir fram hjá Skuggaturnunum á maður oftar en ekki fótum fjör að launa….. byggð á hverjum stað verður að taka mið af nátturufari og veðráttu – því er það mín skoðun að fara verði varlega í byggingu háhýsa hérlendis…… svo vill svo til að ég er einnig kona…. 🙂

  • Algjörlega.

    Enda á maður að tala meira mark á því sem konur gera

    en því sem þær segja.

  • Þið eruð á villigötum strákar mínir.

    Konur elska ilmvatnsglös og phallusa.

    Og þar af leiðandi elska þær líka háhýsi.

    Ertu ekki sammála, Desmond?

  • Hilmar Gunnars

    Mér finnst þessi turn skemmtilegur:

    http://blog.archpaper.com/wordpress/archives/27191

    Svo er hægt að sjá brjálæðislegri hugmyndir hérna:

    http://www.evolo.us/competition/mixed-use-skyscraper-in-damascus/

    Það er ekki að sjá annað en að arkiektar séu að gefa borginni fulla athygli í hönnun sinni. Turnarnir verða að borgum í sjálfu sér…

  • Pétur Örn Björnsson

    Skemmtilegur pistill. Og líkast til mjög mikið til í því, að“… lögmálið í hönnun háhýsa sé skildara vöruhönnun en arkitektúr!“ En það sem vekur mesta furðu mína er að á myndinni af Smáralind (hmmmm. Bósalind?) er að við – 5 gráður er hún/hann blár, en við 20 gráður rauður…?

  • Stefán: Ég var ekki (einungis) að vísa í gatnamynstur, en ég vil helst ekki vera að ræna ummælakerfi Hilmars í þá umræðu, þó hún yrði vissulega skemmtileg:)

    Sjálfur hef ég ekkert í sjálfu sér á móti háhýsum, ef götulíf og borgarmenning ná eftir sem áður að blómstra í nágrenninu (virðist t.d. ekki vera vandamál í mörgum hverfum New York. svo dæmi sé tekið). Það væri reyndar alveg stúdía út af fyrir sig að greina af hverju það hefur ekki tekist t.d. í Skuggahverfinu, sem var breytt úr hlýlegri götu (að vísu í svolítilli niðurníðslu á köflum) í kuldalegt gettó sem enginn hefur áhuga á að ganga um (það er reyndar lýsandi að á 101skuggi.is, þegar smellt er á „myndir“ og valdar myndir sem eiga að sýna umhverfið, þá eru flestar myndirnar af Laugarveginum og af gömlum, sjarmerandi timburhúsum, líkum þeim svo voru rifin til að byggja blessuð háhýsin. Engar myndir eru af götunum sjálfum þar sem háhýsin standa).

  • þorgeir jónsson

    …voðalegt bull er þetta í ykkur um háhýsi karla sem eru í laginu eins og gúrkur, ilmvatnsglös og varalitur….hvað með innganga í hús?….er ekki hægt að smella einhverju „Fraudísku“ á þá svona til að hafa jafnrétti í málinu….Teikna konur öðruvísi innganga? Hvað tákna inngangar reðurturnanna…..??

  • stefán benediktsson

    Þegar menn tala um að vera organiskur horfa þeir fram hjá því að orðið að organisera er fengið af orðinu organ, líffæri. Skipulag líkamans hefur lítið breyst gegnum tíðin t.d. afar fáir sem eru með hjartað hægra megin og þrátt fyrir fullyrðingar um annað er enginn með heilabúið milli fótanna.
    Skotaskipulag Vatnsmýrarinnar (í töfaldri merkingu) er mjög hefðbundið mynstur sem finna má í borgum um allan heim meðal annars á stórum hluta svæðisins innan Hringbrautar. Eins og svæðið innan Hringbrautar sýnir þjónar þetta mynstur ágætlega mismunandi tímum og eiginlega ekki nema ein kvöð sem menn ættu helst ekki að víkja frá, en það er um hámarkshæð.
    Viðurkenni vissan veikleika fyrir háhýsum. Hef samt bara teiknað eitt, sem aldrei var byggt. En áskorun háhýsisins er ekki bara táknræni þátturinn, reðurinn, heldur líka vaxandi vandi, sem þarf að leysa eftir því sem þau verða hærri.

  • Hilmar Gunnars

    Ég er handviss um að háhýsahönnun sé skildari vöruhönnun enda er formsköpun veigamikill þáttur í hönnun þeirra.

    Kynjamismunun í starfsstéttum er aldrei vel séð. Hvaða arkitekt myndi ekki vilja hanna háhýsi ?

  • Gaman að þessu, og gaman að sjá vitnað í Jane Jacobs. Ég er eins og Steingrímur fremur efins um Vatnsmýrina sömuleiðis, sérstaklega miðað við útkomuna úr samkeppninni hér um árið. Það hefur einfaldlega sýnt sig hvað eftir annað (og ekki bara hér á landi) að það er afar erfitt að skipuleggja stór borgarhverfi á svo miðstýrðan hátt og fá út lifandi borgarmenningu. Ég veit að bæði ýmsir arkitektar og skipulagsfræðingar eru áhugasamir um nýjar leiðir til að þróa borgarhverfi með „organískari“ hætti (leiðindaorð, en finn ekkert annað í bili), en það virðist ekki ætla að rata inn í stjórnsýsluna.

  • Steingrímur Sigurðsson

    Þetta er bráðskemmtilegur texti sem er að sama skapi umhugsunarverður. Er ekki sagt að góðir hlutir gerist hægt og í smáskömmtum? Ef hugsað er til Vatnsmýrarinnar þá er hún að mínu mati allt of stór biti fyrir okkur Reykvíkinga til að ráðast í, og með tilliti til kvenlegrar hugsunar og rökhyggju er ekki rétt að byrja á eim ósköpum.(tek fram að ég hef engin afskipti af skipulagsmálum á annan hátt en sem áhorfandi og notandi)
    Ég vil benda á að mér finnst alla reisn vanta á islenzka pallusinn neðst. Hann er hálf slappur. Er það ekki?
    Og að lokum, ekki fleiri háhýsi takk.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn