Fimmtudagur 08.07.2010 - 12:13 - 20 ummæli

Harpa

utlit

Hér eru nokkrar tölvumyndir af tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu ásamt teikningum og myndbandi.

Allir þeir sem hafa áhuga á arkitektúr og vilja kynna sér tónlistar- og ráðstefnuhúsið ættu að rýna í teikningarnar, myndirnar og myndbandið. Myndefnið segir meira en þúsund orð.

Það sem slær mig og vekur upp spurningar kemur fram í grunnmyndunum. Það er eins og Harpan snúi öfugt. Anddyrirð og aðkomusalirnir þar sem fól fær sér hressingu í hléum og á samskipti við annað fólk snúa að mestu til austurs að Seðlabankanum. Helsta tækifæri staðarins er útsýnið að höfninni og að hinum fjólubláu draumum.  En það er líklega skýring á þessu.

Vonandi verður ánægja með húsið þegar upp er staðið.

Myndbandið er rúmar fimm mínútur að lengd og fjallar eikum um útveggi þessa 28.000 m2 húss, anddyri og ásýnd þess.

Slóð myndbandsins er þessi:

Olafur Eliasson – Architecture – Glass facade on Harpa

http://www.youtube.com/watch?v=6OLnzjaCmHA&feature=player_embedded

1278089933-harpa-lead02-528x414[1]

Inni1

1278037132-676-koncerthus-reykjavik-level-2-528x373[1]

1278037135-676-koncerthus-reykjavik-longitudal-ee-528x373[1]

Utlit 2

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Hannes Þórisson

    Ætli Harpa haldi út árið áður en ryðið fer með allt til andskotans?

  • Björn Erlings

    Þetta er mikil veisla. Nú er stofnkostnaðurinn við hvert sæti 2 mkr./ári í 10 ár. Það þarf ansi mikin afrakstur af hverju sæti til að þetta skili sér. Segjum sem svo að hvert sæti sé setið 5 – 6 sinnum í viku, þá er þessi kostnaður á miðann 5 þús í hvert sinn. Það er ekki stór hópur á Íslandi sem leyfir sér þann munað, en þessar heimsóknir sem að ofan er getið eru 5-600 þús. á ári. Það eru því einhverjir aðrir en gestir Hörpu sem borga aðgöngumiðann.

  • Örnólfur

    Úr Hörpu”æfintýrum” : Af suðurvegg Hörpu I

    Sveinbjörn bendir réttilega á vantrú þess að tjónið vegna ónýts suðurveggjar Hörpu verði ekki til seinkunar og það gangi átakalaust fyrir sig að gera upp tjónið og hver beri ábyrgðina. „Fellur tjónið fyrst á ÍAV og síðan á ríkissjóð“?, spyr Sveinbjörn eins og fleiri.

    Kollegi benti mér á dögunum að ÍAV (samkv. frétt VB 4/3/10) og tengd fyrirtæki hefðu skuldað 26 milljarða 2008 og Marti Holding AG hefði svo yfirtekið og eignast það og það væri því ekki aflögufært og varla færu þeir svissnesku að borga nýjan vegg.
    Menn ræða nú meira en áður um Hörpu á mannamótum (blogga líka mikið) og það með ugg í brjósti um allt stefni í það versta eins og Kári K. segir. Hún er undarleg þöggunin hjá sumum fjölmiðlum og þögnin um málið hjá Ríkisendurskoðun gagnvart skattgreiðendum.
    Annar kollegi, sem ætlaði að fá bitra gagnrýna grein í vor um Hörpu hjá einu dagblaðanna, sagði mér að hann hefði fengið neitun.

    Margt er skrýtið í kýrhausnum : Af suðurvegg Hörpu II

    1) T.d. er skrítið að gallarnir í suðurvegg hefðu verir kunnir strax í vor.

    2) Eftir það var samt grindin reist og kynnt í júlíbyrjun- en
    síðan lýst handónýt af ÍAV (í ágúst). Af hverju var grindin
    reist með vitneskjuna um gallana? Var þetta nokkuð í
    sambandi við komu kínversku sendinefndarinnar með
    ráðherra sem fengu að dást að suðurvegg með Össuri?
    Trúandi að allt væri í gott í veggjamálum hjá Íslend-
    inum og Kínverjum.

    3) Skrýtið að fyrst í nóvember verði grindin rifin.

    4) Sagt var að skaðinn verði að mestu leyti Kínverja. –
    Áður hafði ÍAV látið álagsprófa vegghjúpinn m.a. í Þýska-
    landi og þá átti allt að vera í lagi. Hver er ábyrgð ÍAV og
    hvernig virkar hún þegar ÍAV er nú í eign Marti Holding?

    PS – Það er kaldhæðnislegt að nú fer fram samkeppni um dýrðar-
    og fagnaðaróð um Hörpu þ.á.m. glatvegginn sem Sinfó
    á að spila við “opnun”.

    PS – Svo virðist að hætt hafi verið við að fullglerja norðurhlið og búið
    er að klæða stóran hluta með útikrossviði. Hvers vegna er það?

    PS – -ggauta- varð ekki að ósk sinni að ganga ótta – og
    martraðarlaus til náða. Bannsettur veggurinn sá um það.

  • Kári K.

    Þetta stefnir í allt það versta. Það eru einhver leyndarmál í gangi þarna. Allir vissu að ekkert var í lagi en samt er haldið áfram að setja upp útveggina. Ólafur Eliasson kom til landsins á þriðjudag og Þorsteinn Einar var á Gay Pride i dag. Enginn fjölmiðill talar við þá. Af hverju ekki?. Er verið að leyna okkur skattgreiðendum einhverju?. Er þetta FIASKO allt saman eins on Örnólfur segir?

  • Örnólfur Hall

    Óttinn um „FÍASKÓIГ verður enn meira nístandi :

    Í dag 4/8/10 kom í fréttum að suðurhlið Hörpu væri ónýt vegna burðarþolsgalla, (sprungur í stökku stáli -vegna tæringar?) og þarf að rífa hana niður og setja aðra upp.- En auðvitað var haldið áfram að slá ryki í augu almennings af forsvarendum TR- Hörpu sem sögðu að þrátt fyrir þetta yrði staðið við „opnun“ í maí 2011 (sem enginn með sæmilega dómgreind trúir) . — Skyldu nú sumir fjölmiðlar fara að hlusta á gagnrýnar raddir, t.d. arkitekta o.fl., sem hafa bent á gallana og ryðið og tæringuna og allan fjármálasubbuskapinn – og gallaðar kostnaðaráætlanir og rekstraróvissuna?.
    Fróðlegt verður að heyra frá byggingaryfirvöldum í Reykjavík sem lögðu blessun sína yfir fráganginn : Hvernig mátti þetta verða?
    Hvað segja nú þeir sem frömdu “listina” og verkfræðingarnir sem stóðu að 8000 teikningunum af glerhjúpnum og sögðu frá með stolti hvað þetta væri flott, flókið, en öruggt og á heimsmælikvarða? Hvar enda þessi ósköp og allt þetta rugl? Endar þetta ekki með „fíaskói“?

    PS Er ekki sama vandamálið með stálið í hinum hliðunum ?

  • Sveinbjörn Sigurðsson

    Að neðan er útskrift af frétt ríkisútvarpsins í dag miðvikudaginn 4 ágúst 2010. Trúir einhver því að menn taki á sig skuldbindingar uppá hundruð milljóna án málaferla eða að þetta tjón verði ekki til seinkunnar? Fellur tjónið fyrst á IAV og síðan á ríkissjóð?. “There is something rotten in the state of Denmark”

    „Stálvirkið á suðurhlið tónlistarhússins Hörpu verður rifið niður en efni í hluta þess stóðst ekki álagspróf. Tjónið nemur hundruðum milljóna króna, sem lendir að mestu á kínverskum undirverktaka Íslenskra aðalverktaka. Byrjað er að undirbúa smíða nýs virkis í Kína. Tjónið hefur ekki áhrif á opnun hússins. Stálvirkið er hluti af listaverki Ólafs Elíassonar sem klæðir tónlistarhúsið og verður það sett mislitum glerplötum.Stálvirkið er samsett úr sexstrendum kubbum og hafði verið álagsprófað í Þýskalandi og Kína þar sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka lætur smíða það. Kubbarnir stóðust prófin en í mars kom hins vegar í ljós sprunga á einum kubbnum. Enn var rannsakað og fyrir hálfum mánuði kom í ljós að stálið var of stökkt. Sigurður Ragnarssons, framkvæmdastjóri Austurhafnarverkefnisins hjá ÍAV, segir að þetta hafi verið áfall. En áfram verði haldið með framkvæmdirnar. Þetta áfall seinkar ekki áætlaðri opnun tónlistarhússins í maí. Sigurður segir að hluti umrædds veggs verði ekki tilbúinn þá, en húsið verði fullbúið að öðru leyti. ÍAV ber kostnað af tjóninu en mest fellur þó á kínverska fyrirtækið Lingyun, segir Sigurður. Í næsta mánuði verður byrjað að smíða nýtt stálvirki í Kína. Gallaða stálvirkið verður utan á tónlistarhúsinu þar til í nóvember, en nýir stálkubbar verða væntanlega settir upp í desember“.

  • Mér verður ekki af von minni um að glervirkið allt saman breytist ekki í tæknilega martröð. En mér datt samt ekki í hug að martröðin hæfist áður en ég gengni til náða, – áður en búið væri að koma virkinu fyrir.

  • Örnólfur Hall

    Af nýrri og gamalli SNILLD, SKÁLDI hins DÝRA FORMS, vanmetnum ÍSLENSKUM ARKITEKTUM og af DANSK-hannaðri „ÍSLENZKRI“ HÖRPU

    Gudjon(i) skal þakkað fyrir að lyfta okkur upp á hærra plan og benda okkur á nokkur meistaraverk tónlistarhúsabygginga. Þ.á.m. er Óperuhúsið í Sydney en margra mati er það einn allra glæsilegasti og sérstæðasti arkitektúr síðari tíma. Afstaðan er að ýmsu leyti hliðstæð og við TR-Hörpu,við innsiglingu inn í höfn borgar. Arkitektinn ákvað að fara algerlega nýjar leiðir með þöndum seglbogaformum (líka kenndar við bátaform) og að setja kennimark á sérstakan stað. – Í þeim anda nýrra leiða hefði verið mér verið óskalausn að sjá formfagra íslenska Tónlistarhöll **), sem myndaði skýrt kennileiti og kallaðist á við umhverfið og endurspeglaði anda Reykjavíkur en væri ekki eins og framandi skringiverk á staðnum.

    Oft í upphafi sigldu mærendur TR-Hörpu með himinskautum í upptendrun og hrifsuðu jafnvel með sér þjóðskáldið Einar Benediktsson,*), purkunarlaust í lofgerðarsiglinguna: “Hlýlega vafinn í straumanna arm” (Í Mbl.-22/9/05). “Þetta mun lyfta landinu öllu upp á nýtt listrænt stig og tónlistarhúsið mun verða eitt af byggingarundrum veraldar þegar upp verður staðið” (B.B.-Mbl.-25/9/05). Menn litu upp til himins og brostu góðlátlega.

    *) Einar Benediktsson verður seint talinn skáld prjálsins heldur skáld hins göfuga dýra forms.

    **) Þrátt fyrir að hérlendir arkitektar hafi margoft sannað hæfni sína og getu, hér-og erlendis, þá sáu EES-hlýðin og áhugalaus (óvilhöll?) stjórnvöld, sem hafa haft þá sértrú að allt væri vænt sem vel væri útlenskt, enga ástæðu til að að greiða götu þeirra til hönnunar ÍSLEN“Z“KAR TÓNLISTARHALLAR á eðilegu kostaðarverði***) sem hefði staðið stolt við hlið snilldarverkanna (sem Gudjon minnti okkur á) og ekki hefði bætst enn í lista dansk-hannaða bygginga hér á landi ****).

    ***) Harpa virðist nú á kostnaðarlegri „rússibanareið“ án nokkurs eftirlits. Kostnaður hefur 4-faldast (eins og V.F.nefnir) frá upphaflegum kostnaðaráætlunum.„Guð blessi Ísland“ sagði góður og guðhræddur ráðamaður í Hruninu. -Á ekki að bæta líka við ?: Guð blessi og hjálpi eftirkomendum okkar sem fá að bergja á OFURKOSTNAÐINUM.

    ****) LSH slapp sem betur fer.

  • Örnólfur Hall

    Af „FÍASKÓ“ – ótta

    Ég tek undir með –ggauta- áhyggjur af tæknilegu „fíaskói“. Í mars (DV-17/3/10) komu í ljós ryð og tæringar í „ógalvaniseraða“, málaða gluggahjúpnum, kínverska. – Þetta ætti að laga seinna sagði forsvarandi. Hvernig það er hægt, þegar búið er að festa rúðurnar á ryðgaða og tærða gluggapóstana, er fyrir ofan mannlegan skilning.

    Eins óttast ég fjárhagslegt „fíaskó“. Harpa virðist hafa verið á kostnaðarlegri „rússíbana“–reisu sem enginn veit hvar endar.- Frá 2006 hafa stöðugt birst nýjar og nýjar Hörpu-kostnaðartölur. T.d. komst RÚV að leyni –og betlibréfum (13-15/6/10) til ríkis og borgar um aukið fé til byggingar og reksturs allt að 1.5 milljarði. Borgarstjóri og ráðherra munu ekki hafa orðið glaðar við og vildu skýringar.
    Hve mörg skyldu slík Hörpu-bréf lenda á, skattpíndum núlifandi borgurum og svo enn skattpíndari eftirkomendum –sem þar fyrir utan þurfa að bera –icesave- okið og -AGS- skulda-klafann? -20/5/10 birtist líka grein í Mbl. eftir B. Ó. sem færir sterk rök fyrir því að Harpa standi varla undir vaxtakostnaði. Í greininni segir að vaxta- og rekstrarkostnaður hennar nemur minnst þremur milljörðum en ekki einum eins og nú er ætlað frá ríki og borg, næstu 35 árin.

    Enn annað „fíaskó“ óttast ég, sem margir tala um núna, en það er saltklepran og rykið sem festist í og á þúsundir glerflata, kverka og brota. Húsið er í versta veðravítispotti Höfuðborgarsvæðisins.- Aðspurðir tækni-fróðir í rúðuþrifum segja að það sé fyrir ofan þeirra skilning hvernig eigi að halda þessu skínandi og gljáandi alla daga (sem verður að vera ef allir margmærðu „glitglimmers“töfrarnir*) eiga að virka). Þar þurfi tæknileg kraftaverk að koma til.
    *) –ggauti- kemst skondið að orði: –gimmik-

    PS Menn skilja ekki af hverju gluggaverkið var ekki a.m.k. „galvaniserað“.Verður ryðið og tæringin dormandi
    viðhaldsmál sem skattpíndir eftirkomendur fá í fangið?

    PS Tónlistarhús vítt og breitt um Evrópu eru á gífurlegum ríkisstyrkjum. Hvernig Harpa á að verða sjálfbær, eins og lofað hefur verið, er einhver séríslenskur „2007-galdur“ sem Evrópumenn kunna ekki.

    PS Tek undir með Árna Ólafssyni o. fl. Mér finnst byggingin þunglamaleg og kassaleg og án spennandi og áhugaverðra forma.

  • Árni Ólafsson

    Við skulum vona að þetta verði fínt og flott eins og stefnt var að í upphafi. Glerskúlptúrinn verður sjálfsagt mjög áhugaverður og vonandi gefur saltið eftir norðanáhlaupin honum aukna dýpt. Hins vegar les ég af þessum ágætu og greinargóðu teikningum frekar illa mótaða byggingu með óáhugaverðum og jafnvel óviðeigandi formum. Harpa verður áberandi – en spurningin er hvort hún verði áhugavert kennileiti eða bara vandræðalegt upphrópunarmerki – tákn um glataða framtíð!

    Því meira sem ég sé af íslenskum módernisma þar sem markmiðið er að gera “eitthvað örðuvísi” því meiri áhuga fæ ég á klassískri byggingarlist.

  • Ólafur Gísli Reynisson

    Þetta virðist ætla að verða hin fallegasta bygging en haldið þið að fólk muni dvelja kringum hana að tilefnislausu, bara til að vera þar og dvelja jafnvel mun lengur en það ráðgerði, með svona tilbreytingalitlar húshliðar sér við hlið? Haldið þið að svæðið í kringum bygginguna muni veita tækifæri til að vera með öðrum á afslappaðan og lítt krefjandi hátt, vera einfaldlega til staðar í því sem er að gerast, eins og t.d. á Austurvelli? Er nægileg tilbreyting í þessari byggingu til að laða að aðra en þá sem eiga erindi í hana, þá sem eru í göngutúr um svæðið eða forvitnir um bygginguna sjálfa, listaverkið?

  • Það leikur ekki vafi á því að þetta hús er forvitnilegt margra hluta vegna. Sérstaklega í sögulegu samhengi.

    T.d stækkaði það í útboðsferlinu. Það stefnir í að verða fjórfalt dýrara en ætlað var í upphafi.(Áætlun var um 8 miljarðar, tilboðið var um 12 miljarðar, núverandi áætlun um 18 milljarðar auk 10 milljarðar sem afskrifaðir voru =28 milljarðar svo kemur til viðbótar bifreiðastæði og ýmis kostnaður vegna umferðar). Sennilega fer kostnaðurinn eitthvað talsvert á þriðja tug milljarða.

    Húsið er líka forvitnilegt vegna byggingalistarinnar þar sem er farið nýjar leiðir og frábær listamaður, Ólafur Elíasson með Þorstein Einar arkitekt sér við hlið, er þungaviktarmaður og mikill áhryfavaldur í byggingalistinni eins og fram kemur í myndbandinu.

    Svo er rannsóknarefni hvernig félagssálfræði þjóðarinnar varð þess valdandi að út í þetta var farið? Það er í raun ótrúlegt að þetta hafi hafist og spennandi að komast að því hvort það takist. Við skulum vona það.

    Svo er byggingin fagurfræðilegt tækniundur. Þetta lítur vel út og það verður spennandi að sjá verkið fullklárað. Það er örugglega rétt hjá Stefáni hér að ofan að vandinn er reksturin. Hitt „reddast“

    Myndirnar með þessari færslu eru upplýsandi og grunnmyndin sömuleiðis. Manni sýnist flæðið í grunnmyndinni ekki alveg hnökralaust.

  • Ég er þess fullviss að við verðum öll mjög stolt af þessu frábæra listaverki sem er að rísa við hafið í Reykjavík.

  • Þetta virðist ætla að verða falleg bygging. Ég fór í hvalaskoðun fyrir nokkru og sá þá norðurhliðina í fyrsta skipti eftir að byrjað var að glerja hana. Útkoman er mögnuð!

    Ég hlakka líka til þess að sjá hönnunina á byggingunum fyrir framan Hörpu. Ég vona innilega að vandað verði til verks. Ég trúi ekki öðru en að hugmyndin um Höfuðstöðvar Landsbankans hafi verið endurskoðuð.

  • stefán benediktsson

    Segjum að húsið verði tilbúið á vori komanda, þá verður það samt enn á byggingarstað. Ég er ósammála Guðjóni að þetta hús sé óspennandi en þetta var ekki uppáhaldslausn mín. Mér fannst lausnin sem notaði Arnarhól betri, íslenskari. Vandi TRH (og þá skiptir engu hvaða lausn er um að ræða) er reksturinn. Svoleiðis vandi verður til í forsögninni og erfitt að laga eftirá.

  • Það er ekkert sérstaklega gáfulegt að reisa svona glerhöll niður við sjó í miðjum norðangarranum. En það verður allavega gósentíð hjá gluggaþvottamönnum….

  • Ég skil ekki hönnunina í þessari byggingu. Það eru til fullt af bæði klassískum og nútíma prótótýpum fyrir tónlistarhús, af hverju er þá valið að láta hönnunina líta út eins og skrifstofubyggingu? Smelltu stöfunum „Landsbankinn“ á bygginguna og þú myndir ekki vita að þetta væri annað en höfuðstöðvar Björgúlfsfeðga c.a. 2007.
    Þessi glerkassi er kannski ágætur sem „sarcastic“ mynnismerki um viðskiptadrauma útrásartímans. Ég held reyndar að staðsetningin muni bæta upp það sem vantar í hönnunina.

  • Kári K.

    Þetta verður glæsilegt hús, en það mum bera merki þeirrar múgsefjunar sem hér var allsráðandi í hinu svokallaða góðæri.

    Gallar hússins eru einkum þrír:

    Það er of stórt
    Það er of dýrt
    Það er alltof mikið 2007

    Þegar búið er að borgar reikninginn og finna full not fyrir húsið mun það vekja mikla ánægju.

    Hvenær ætli það verði?

    Sennilega þegar íbúafjöldi hér er kominn upp í eina milljón og ferðamenn tvær miljónir

  • Svakalega óska ég þess heitt að þetta verði ekki tæknilegur fiasko og vonandi verður þessi gimmik öll miklu miklu betri en ég geri mér grein fyrir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn