Mánudagur 29.04.2013 - 11:45 - 32 ummæli

HARPA fékk Mies verðlaunin

 

 Harpaplaza-1-lowreslett

 

Mies van der Rohe verðlaunin eru þau virtustu í sem veitt er fyrir byggingalist í Evrópu. Þó svo að þau séu eingöngu veitt húsum sem byggð eru í álfunni eru þau almennt talin þau virtust í heiminum öllum og tvímælalaust þau eftirsóttustu.

Í morgun var tilkynnt að tónlistar og ráðstefnuhúsið HARPA hafi hlotið verðlaunin í ár.

Ástæða er til þess að óska öllum sem að byggingunni stóðu til hamingju með árangurinn. Það er mikill fengur af að hér á landi standi bygging sem hlotið hefur slíka upphefð.

Það er eftir þessu tekið um alla heimsbyggðina.

Hér er slóð að Facebook síðu stofnunar Mies van der Rohe.

https://www.facebook.com/#!/media/set/?set=a.360112664100542.1073741826.294138800697929&type=1

Sjá einnig:

http://blog.dv.is/arkitektur/2013/04/04/hin-eftirsottu-mies-verdlaun-til-islands/

Ljósmyndin efst í færslunni er tekin af Binna ljósmyndara. Þess er rétt að geta að svæðið framan við HÖRPU sem teiknað er á landslagsteiknistofunni Landslag ehf. var veitt verðlaun fyrir að vera „Best nordic public space“ á síðasta ári.

kl.:16:05 var þessu bætt við færsluna:

Eftirfarandi kemur fram á síðu „DANSK ARKITEKTUR CENTER“  þar sem stendur að þetta sé í fyrsta sinn sem danskir arkitektar vinna til þessarra merku verðlauna. Það kom mér reyndar á óvart, en kíkjum á innganginn:

„And the Mies van der Rohe Award 2013 goes to…“ Harpa – Reykjavik Koncertsal og Konferencecenter, tegnet af Henning Larsen Architects i samarbejde med Batteriið Arkitekter og Studio Olafur Eliasson. Det dansk-islandske team har med Harpa skabt et identitetsgivende ikonbyggeri i tæt samspil med naturen og byen, og den indsats er nu blevet hædret med EU’s officielle pris for moderne arkitektur – Mies van der Rohe-prisen 2013. Det er første gang prisen gives til danske arkitekter“.

Slóðin að tengli DAC:

http://www.dac.dk/da/service-sider/nyheder/2013/april/danske-arkitekter-vinder-mies-van-der-rohe-award-2013/

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (32)

  • Örnólfur Hall

    Kollegi Pétur Örn, hér kemur svar við spurningu þinni:

    A.m.k. 5 þingmenn /stjórnmálamenn, úr ýmsum flokkum,
    hafa viljað myndir og gögn. – Tveir fráfarandi ráðherrar hafa fundað með mér og vilja skjótt DC-diska með sama (Sögðu: pólítíkusum er ekki sagt allt).- Mikill áhugi frétta-og blaðamanna (RÚV, Mbl., FB, DV) en er enn of ‘heit kartaflan’ fyrir sumar ritstjórnir. – Margir arkitektar (líka erl.(t.d. svissn.)), Mannvirkjastofnun, MFH, málmtæknimenn VM, LL, SI, tækni-og verkfræðingar, ung-verkfræðingar (á lokaári í HÍ) o.fl. hafa óskað og fengið sama. Þessa man ég núna í bili.

    Annað að lokum: Ekki er allt gull sem glóir !

    Fyrir hrun voru hengdar heiðursorður á auð’hetjur’ í gullstólum, sem sitja í dag í öðru efni. – Illur uggur er um hliðstætt ferli í Stássbákninu „okkar allra“.

    • Pétur Örn Björnsson

      Kollegi Örnólfur, takk fyrir svarið.

      Það sem vekur sérstaka eftirtekt mína er að 2 fráfarandi ráðherrar hafi sagt að „pólitíkusum er ekki sagt allt“.

      Þar sem þú segir þá 2 ráðherra fráfarandi, þá hljóta þeir brátt að fá málið.
      Eða er allt svo samtryggt innan „kerfisins“ að allir kjósi sér þar að þegja?

  • Til samanburðar við Mies verðlaunin má benda á nýveitt þýsk arkitektaverðlaun fyrir árið 2013,afhent arkitektunum Lederer,J. Ragnarsdóttir(frá Akureyri!) og Oei fyrir lítið listasafn í Ravensburg: dæmi um það hvernig unnið er útfrá staðareinkennum vaxinnar byggðar,og í dag mikilvæg fyrirmynd !

  • Örnólfur Hall

    LEYFUM MIES v. d. ROHE að HVÍLA í FRIÐI:

    — Það var alveg ótrúlegt að hlusta á Hörpu-forstjóra á RÚV: Níu manna dómnefnd kom og tók út húsið, sagði hann, og var að heyra eins og ekkert væri.— Forvitnilegt væri að sjá þá SKÝRSLU en hún er vætanlega „leyndarmál“ eins og allt annað í Hörpuhítinni botnlausu.
    — Hann talar ekki bara sem verkfræðingur ef á þarf að halda heldur þarna talaði hann eins og hinn alvísi arkitekt.

    — Skyldi dómnefndin í útektinni hafa skoðað: T.d. ryðið (sumt yfirmálað), -smíða- og samsetningafúskið og málmsuðuna subbulegu, -gólfin ófögru og illa lögðu, -handriðasmíðina og skýjuðu glerin,-steypuna mislitu, hnökróttu, skellóttu og æðóttu,-
    -aðalstigann hættulega, skáskorna, pallalausa, -handriðin hættulega lágu(og málmsuðuna) í Eldborgarsal,- þakkanta og brúnir úti,- sílikónlistana víða hnökróttu og bólóttu, -rúðurnar skítugu og taumóttu,- aðalinnkomurnar þrjár tötralegu með stubbaslóðum, -stéttina fyrir utan sem fólk hefur verið að slasa sig á, gangandi eða hjólandi?,o.fl.?
    —-NB: Um aðfinnslur gesta, matargesta, listafólks, starfsfólks, fatlaðra, fagmanna og fleiri. hefur hún örugglega ekki fengið að heyra.

    PS: Skyldi vera hægt að sjá úttektarskýrslu Mies-dómarana-útektarsnöggu ?
    PS: Var þetta nokkuð svokallaður kattaþvottur ?
    PS: Er með um 170 myndir á CD-diski um Hörpu-‘smíði’ o.fl. 2010-13 (af 340 úr safni).

    • Pétur Örn Björnsson

      Kollegi Örnólfur, mér leikur forvitni á að vita hvort einhverjir íslenskir fjölmiðlar hafi sýnt Hörpu annál þínum myndskreyttum áhuga?

      Eins leikur mér forvitni á að vita hvort einhverjir þingmenn og ráðherrar hafi sýnt hinu sama áhuga?

      Mér dettur til dæmis í hug hvort þú hafir „infromerað“ Hönnu Birnu, þá borgarstjóra og Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um framkvæmdina, eftir að þær blésu saman í lúðra og boðuðu okkur að Hörpu dýrðinni skyldi áfram haldið?

      Mig langar ekki lengur til að ásaka einn né neinn, en mér finnst það alltaf lýsa mannsbrag ráðamanneskja, að horfast í augu við ákvarðanir sínar og að svara fyrir þær, fyrr en síðar.

      Það er eðli rökræðna, samræðna til vits og sátta, að læra af reynslunni og verða eilítið betri ráðamanneskja í hreinu ljósi og köllum það bara gegnsæi eða gagnsæi að hafa það að leiðarljósi. Eða er það til of mikils mælst, að opinberir ráðamenn tali og opni sín hjörtu, sér og okkur öllum til eilítillar „aufhebung“ andans?

  • Örnólfur Hall

    —— AÐAL TROMPIÐ VIÐ MIESVERÐLAUN HÖRPU ER AÐ HÚN ER BYGGÐ SNÖGGT Í KREPPU SÖGÐU DÓMNEFNARMENN SEM TÓKU HANA SNAGGARALEGA ÚT

    — Það er athyglisvert á sjá að „Ghent Market“ verkið í Belgíu sem var með sjö sinnum meira atkvæðamagn kjósenda (arkitekta o.fl.) en Harpan og meðmæli UNESCO (Menningarstofnun SÞ), lendir samt í öðru sæti. – Sjá eftirfarandi:
    AF ÖÐRUM „DÓMURUM“ Í EVRÓPU (arkitektum o.fl.):

    -Vote your favorite project among the 5 finalists of Mies van der Rohe Prize 2013-

    I- Market Hall, Ghent 76.23% (1,283 votes)
    II- Harpa – Reykjavik Concert Hall & Conference Centre, Reykjavik 9.8%
    (165 votes)
    III- Metropol Parasol, Seville 7.55% (127 votes)
    IV- House for Elderly People, Alcácer do Sal 5.23% (88 votes)
    V- Superkilen, Copenhagen 1.19% (20 votes)

    — Harpan var valin (165 votes) þrátt fyrir að vera með sjö sinnum færri atkvæði meðkjósenda (arkitekta o.fl.) en Market Hall, Ghent 76.23% (1,283 votes).
    — Market Hall, Ghent : Markaðshöll o.fl. í hjarta Ghent við sögulegar miðaldabyggingar, með turnum, sem UNSCO (Menningarstofnun SÞ) mælti vel um –- Úr annarri umsögn : Sögulegt hjarta Ghent hrörnaði áratugum saman og hlaut það hlutskifti að verða bílastæðasvæði milli þriggja nálægra gotneskra turnbygginga.– Byggingarlausnin á viðkvæmu svæði þykir sýna hinum göfugu sögulegu byggingum mikla virðingu og þykir hafa heppnast afburða vel –
    — Unesco fjallaði um Market Hall, Ghent og miðaldabyggingarnar:
    Unesco lét svo um mælt að þrátt fyrir að Market Hall, Ghent (markaðshöllin) sé vogað inngrip (,daring intervention‘) inn á viðkvæmt svæðið þá hafi lausnin ekki áhrif á alþjóðlegt gildi (‚universal value‘) hinna sögulegu miðaldabygginga.

    PS: Arkitektar sem ég hef heyrt í út í Evrópu (Þýskalandi & Sviss) eru undrandi: 2007-ANDINN SIGRAR ENN !

  • Örnólfur Hall

    FRÉTT á RÚV: -„HARPA hlýtur verðlaun fyrir byggingarlist“-

    — Það er ekki til sóma fyrir HLT og Batteríið arkitekta að Att Arkitekta er ekki getið sem meðhöfunda, eins og oftsinnis áður. – Samstarf þessarra gömlu skólafélaga stóð óslitið fram yfir hrun eða þangað til Batteríið fékk nýtt nafn og kennitölu (Batteríið arkitektar). – Það hefur verið mikill missir fyrir verkefnið að Att Arkitektar náðu ekki að setja mark sitt frekar á lokafrágang og áferð byggingarinnar.

    — Sjá grein Tryggva um samstarf félaganna á hönnunartímanum á bloggi Hilmars frá maí 2013.

    http://blog.pressan.is/arkitektur/2012/05/14/harpa-eins-ars/

  • Þorgeir Jónsson

    Það segir meira um blaðamenn í Danaveldi hvernig þeir mata fréttina í sitt fólk. Hann hefur væntanlega ekki lesið hina opinberu frétt frá dómnefndinni

    sjá: http://www.miesarch.com/index.php?option=com_mipress_anterior&cerca=&autor=-1&tipologia=-1&classificacio=3&pais=-1&edicio=2013&lang=en

    • Þessi linkur frá dómnefndinni sem Þorgeir bendir á hefði átt að fylgja færslunni frekar en þær tvær sem valdar voru.

      Það vantar samt Tryggva Tryggvason úr því að Batteríið er nefnt. Ég minni á að allstaðar í heiminum þar sem stjórnuarkitektarnir stinga niður fæti hafa þeir alltaf lókal samstarfsmenn á staðnum þó þér séu ekki taldir höfundar. Þess vegna er mikilvægt að vita hvort Batteríið og TT teljist höfundar þessa glæsilega húss.

      Í athugasemd við fyrri færslu upplýsir TT um málið frá sínum bæjatdyrum. Skoðið umræðuna þar.

      http://blog.pressan.is/arkitektur/2012/05/14/harpa-eins-ars/

      Það er galli við blaðamenn að þeir segja oftast þá sögu sem þeir halda að lesendur vilji heyra. Þannig er mannkynsagan fölsuð og ekki hægt að stóla á hana.

  • Örnólfur Hall

    Þú hittir naglann á höfuðið eins og þín var von og vísa, kollegi Pétur Örn !

  • Pétur Örn Björnsson

    Þetta er eins og með friðarverðlaun Nóbels til ESB.
    Vægast sagt umdeilanlegt, en það er nú sem fyrr dansað dátt í Hruna.

    Og fréttastofa RÚV ohf. var skjót að birta okkur dýrðina,
    en lét þess alveg ógetið, sem nokkrir benda á hér að ofan,
    að húsið er á hvolfi,
    þeas. á skallanum eins og þeir sem drekka of mikið af Bravó bjór Bjögganna.

  • Með allri virðingu fyrir „the grand old man“ eins og Politeken kallar Larsen:auðveldlega má lesa í gegnum álit dómnefndar hvað „hreif „,nefnilega hinn „táknræni“ hjúpur Ólafs Elíassonar!
    Vissulega ekki óvænt þeim sem þekkja til dómnefndarmanna eins og Louisu Hutton og Wiel Arets.
    Sú alranga fullyrðing, að byggingin“flétti Kvosina og Höfnina saman“ segir reyndar,að álíka atriði skifti hér alls engu máli.
    Ljóminn myndast af „mýtu“ glerhjúpsins,hann færir Mies til Íslands.

    • Einar Jóhannsson

      Rétt mat hjá Gunnlaugi. Mr. Eliasson landaði þessu.

    • Í tilefni komments frá Gunnlaugi. Það er augljóst að hér í Danmörku þakka menn þetta Ólafi Elíassyni að mestu með dassi af Henning Larsen. Batteríið er greinilega í aukahlutverki. Það sama á við um Tryggva Tryggvason sem hvergi er getið.

      Hér er tilvitnun í Olaf Eliasson í tilefni dagsins: ”Harpa står som et helt særligt projekt for mig. Det tætte samarbejde med Henning Larsen Architects, hvor jeg og mit atelier blev involveret allerede i det tidligste stadie af designprocessen, skabte en enestående mulighed for sammen at skabe et helstøbt udtryk; en bygning, hvor arkitektur og kunst smelter sammen. Men også det, at Harpa blev til i en tid med voldsomme økonomiske og politiske omvæltninger i Island, og vi derfor undervejs stod overfor store udfordringer, har gjort byggeriet til et meget personligt projekt for alle parter. Jeg er derfor meget glad, taknemmelig og rørt over, at vi er blevet tildelt Mies van der Rohe-prisen. Den minder mig om, hvilken utrolig proces, der har gjort Harpa til et kunstværk.”

    • Örnólfur Hall

      Rétt og vel mælt kollegi Gunnlaugur !

  • Glæsilegt. Nafni minn Hermannsson hefdi ordid gladur.

    • Og ekki má gleyma samstarfsmanni hans, verkfræðingnum Stefáni Pétri Eggertssyni sem einnig lést á þessu ári

  • Einar Jóhannsson

    „Kunstens Nobelpris“ til HL segir Politiken og steingleymir íslenskum samstarfsmönnum….halló hjá gömlu herraþjóðinni.
    Ég gleymdi áðan : Til hamingju með verðlaunin.

    • Örnólfur Hall

      Berlingur og herraþjóðartónninn:

      Á sínum tíma sagði, hinn danski, dónski og ótugtarlegi, Berlingur í gömlum herraþjóðartóni: Að nú væru Danir að hanna tónlistarhús fyrir Íslendinga með þeim víðfræga danska kunstner O.E.

  • Einar Jóhannsson
  • Maður fyllist stolti yfir að nú skuli stana við gömlu höfnina í Reykjavík sem varð heimsfrægt á þessum degi. Því það varð heimsfrægt um leið og tilkynnt var um viðurkenninguna. Að hugsa sér að það hafi ekki enn komið í hlut dana að hljóta þessa viðurkenningu einir og sér þrátt fyrir að mörg bestu byggingaverk í álfunni eru einmitt af dönskum uppruna. Það sýnir bara þá vigt sem þessi verðlaun hafa.

    Til hamingju til íslendinganna Ólafs, Batt, TT og auðvitað Henning og verkkaupa sem er íslenska þjóðin.

  • Guðmundur Guðmundsson

    Þeir eru að vonum kátir með sig frændur vorir danir.

    Allir vildu „Lilju kveðið hafa“.

    Þá er spurt.

    Er húsið teiknað af íslendingum og dönum? Eða eins og stendur í danska textanum: Að húsið sé teiknað af Henning Larsen í samstarfi við Batteríið í samstarfi?

    Er megin tilefni verðlaunaveitingarinnar verk Ólafs Elíassonar sem er íslendingur í báðar ættir? Svo má skilja af áliti dómnefndar.

    Ef það er tilfellið þá er varla hægt að segja að þetta sé danskur arkitektúr.

    Ef þetta er unnið í þéttu samstarfi Ólafs, Batterísins og Henning Larsen þá er þetta miklu frekar íslenskur arkitektúr en danskur, enda stendur húsið á Íslandi. Og hvað með Tryggva Tryggvason og teiknistofu hans. Ef hún er talin með er ekki mikið danskt í þessu.

    Þarf ekki að fá allt þetta á hreint og láta þá sem að komu njóta sannmælis?? Það er slæmt ef danir verði nánast einir álitnir höfundar „Lilju“

    En við skulum ekki þrasa um þetta heldur fagna þessu frábæra afreki.

  • Þráinn Hauksson

    Skjót og góð viðbrögð. Færsla mín hér að ofan er nú alger markleysa þar sem búið er að skipta myndinni út fyrir aðra og betri.

  • Þetta var síðasta fréttin í hádegisfréttum útvarps, á undan íþróttafréttum.

  • Til hamingju með verðlaunin. Mér heyrist þetta vera stórviðburður. Ég spyr, hefur íslenskt hús notið þessa heiðurs á árum áður? Mér finnst t.a.m. Askja og Norræna Húsið mun betur leystar byggingar en HARPA. Hafa þau fengið þessi verðlaun eða verið tilnefnd?
    Og að lokum þá árétta ég það sem Gunnar Smári, Hilmar Þór og flestir sem hafa tekið eftir því.: HARPA snýr öfugt! Það er óumdeilanlegt. Spurningin er bara hvort dómnefndin hjá MvdR hafi tekið eftir því.

  • Þráinn Hauksson

    Kæri félagi Hilmar. Þú hefðir nú alveg getað valið betri mynd en þessa svona í tilefni dagsins. Stórtorgið bara hálffrágengið.

    • Hilmar Þór

      Það er rétt hjá þer Þráinn. Ég frétti af þessu um kl 11:00 og var á leið til AGGF. Þetta var fyrsta myndin sem ég fann og skellti henni inn.

      Ef þú sendir mér aðra betri skipti ég henni út…prontó

  • Ég hef svo sem ekki fylgst grannt með Mies van der Rohe verðlaununum en hef samt talið að þau væru frekar meiriháttar. Það skemmtilega við huglæg verk og tilfinningar að þar á allt jafnan rétt. Sami hluturinn er bæði fallegur og ljótur, allt eftir þeim sem skoðar hann. Ég þekki ekki verkin sem voru tilnefnd nema eftir kynningunni þinni Hilmar og sýnist þau vera dálitið stórkallaleg. Það á svo sannarlega við um Hörpuna, sem ég hef ekki mikið dálæti á.

    En til hamingju höfundar, til hamingju byggjendur og rekstraraðilar. Til hamingju Ísland. Ég vona samt að menn fyllist ekki þjóðrembingi.

  • H.T. Bjarnason

    Ég segi bara … glæsilegt!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn