Laugardagur 08.10.2011 - 23:07 - 2 ummæli

Herbergi 606

.

Á sjöttu hæð á SAS hótelinu í Kaupmannahöfn er eitt herbergi sem hefur verið haldið í sinni upprunalegu mynd frá því hótelið var opnað árið 1960.

Þetta er herbergi nr.: 606

Herbergið er tíl sýnis fyrir áhugasama ef það er ekki í útleigu.

Hótelið var teiknað af arkitektinum Arne Jacobsen sem flestir þekkja vegna húsgagnahönnunar hans.

Hann teiknaði tvo  af  heimsfrægum stólum sínum sérstaklega fyrir þetta hótel. Það er Eggið og  Svanurinn.  Stóll sem kallaður er Dropinn er ekki jafn þekktur var líka teiknaður sérstaklega fyrir hótelið. Dropinn en er áhugaverður fyrir þá hugmynd sem að baki honum liggur,  hann átti að sýnast nánast eins hvortheldur einhver situr í honum eða ekki!

Hjálagt eru nokkrar nýlegar ljósmyndir úr herbergi 606


Eggið í forgrunni og svefnaðstaða að tjaldabaki.


Dropinn

Mynd úr anddyri hótelsins

Arne Jacobsen í sköpunarverki sínu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Rúnar Ingi

    Ég sá viðtal við Hótelstjórann á SAS hótelinu fyrir skömmu, þar var hann að lýsa því þegar stólum og húsgögnum var skipt út um 1975, þá voru þessir stólar ekki orðnir þessu eftirsóttu gripir eins og þeir eru í dag. Þeir gáfu stólanna ásamt því að eitthvað af þeim fór á hauganna.

    -svona getur einungis framtíðin skorið útum hvað telst merkilegt í sögulegu samhengi.

  • Jón Stefánsson

    Ég sem hélt að öll herbergi hótelsins væri enn svona eins og snillingurinn skildi við þau.
    Þetta er töfrandi fallegt…. Jafnvel vengið og ljóti turkisblái liturinn er fallegur þarna!!! 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn