Föstudagur 27.01.2012 - 17:56 - 28 ummæli

Hótel í Öskjuhlíð

 

Nú er verið að vinna frumhönnun að hóteli í vestanverðri Öskjuhlíð.

Um er að ræða hótel sem er að mestu aðeins á tveim hæðum þó það hýsi milli 200 og 230 herbergi. Auk herbergjanna eru stoðrými á borð við fundarsali, veitingastaði og líkamsrækt í húsinu. Aðalinngangur er í fjögurra hæða hluta hússins sem nær niður á sama plan og Flugvallarvegur. Húsið er alls um 9400 m2.

Hótelið stendur við rætur Öskjuhlíðar í grennd við Keiluhöllina, slengir sig eftir hæðarlínunum og stendur á súlum sem ekki eru allaf nákvæmega lóðrétttar frekar en stofnar trjánna í skóginum í grenndinni.

Guðni Pálsson arkitekt hjá GP arkitektum hannar húsið.

Með því að tvísmella á myndirnar stækka þær.

Efsta myndin sýnir hvernig ásýndin er frá Hringbraut.

 

Horft til vesturs  ofan úr Öskjúhlíð. Keiluhöllin til vinstri.

 

Horft af bifreiðastæði Keiluhallarinnar.

Ég hef oft nefnt það áður að afstöðumynd er mikilvægasta myndin þegar húsateikningar eru skoðaðar. Næst í forgangsröðinni kemur sniðið og grunnmyndin. Minnstu máli skipta sennilega útlitin vegna þess að þau eru oftast huglæg og mikið tengd tíðarandanum.  Afstöðumyndin og sniðið eru hér í þessu húsi í Öskjuhlíð  meginatriði. Húsið slengist eftir hæðarlínunum og fjögurrra hæða byggingin með öllum stoðrýmunum sem tegir sig niður á inngangshæðina við Flugvallarveg og markar greinilega innganginn. Sniðið, þó það sé ekki birt hér, sýnir hluttföll hússins miðað við landslagið og hvernig byggingin snertir landslagið með áhugaverðum léttleika.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (28)

  • Helgi Hauksson

    Hrillileg staðsetning á annars ágætis speglabyggingu.
    NEI TAKK !!

  • Gunnar Á.

    Fallegasta bygging sem mér finnst þó troðið að Keiluhöllinni en hvað er þetta með að hafa bílastæði upp að öllu húsinu og þá sérstaklega við flugvallaveginn?
    Hafa arkitektar aldrei heyrt um fallega aðkomu?!!!!!

    Ég tel að hús séu mikið dæmd eftir aðkomu þess og aðalinngangi eftir að þau eru reist -þar er jú maður kominn að byggingunni til að upplifa hana í mannlegum skala.

  • Margrét Sigurðardóttir

    Ég les þessar færslur alltaf en hef ekki kommenterað fyrr. Það er gaman að sjá það sem er á teikniborðinu hjá arkitektunum eins og í þessari færslu. Gaman væri að sjá meira svona.
    Kærar þakkir
    Margrét

  • Þormóður

    Gaman og gott að lesa að líf sé að færast i fjárfestingar á ný með góðum arkitektúr í stað gámastíls góðærisins.

  • Hafsteinn Ævar

    Þetta er falleg bygging. Stílhrein en ekki of einföld og detailarnir eru fallegir . Mér finnst hún ekki vera of stíf og finnst það vera rétt ákvörðun að hafa þráðbeina lengju sem sker á hæðarlínur, það myndar fallega andstæðu (e. contrast) við Öskjuhlíð. Byggingin liggur hins vegar aðeins of hátt í hlíðinni og hugsanlega mætti stytta stólpana aðeins og leyfa henni að setjast betur í hlíðina, byggja meira inn í umhverfið en ofan á það. Annars virðist bygging líka ríma ágætlega við Hótel Loftleiði og flugstjórnunarklefann þar við hlið og ber vott af stílbrögðum 7. áratugarins, sem er alltaf gaman.

  • Hilmar Gunnars

    …sem leiðir hugann að því hvort að þessi lóðrétti súludans skili sér á þeim stöðum sem er minna gegnsæi. Spurning hvort að súludansinn ætti að sjást á útlitum (fasöðu) ?

  • Hilmar Gunnars

    Fljótt á litið sýnist mér þetta ganga ágætlega upp. Vil benda á að gegnsæjið sem er sýnt á þrívíddarmyndunum er blekking. Gegnsæjið verður í mesta lagi undir kroppinn, sem er fínt í sjálfu sér. Þegar hæðirnar verða funktional herbergi verður lítið um gegnsæji þar…

  • Helgi Hallgrímsson

    Ég hef miklar efasemdir um þessi áform. Fyrir það fyrsta hef ég efasemdir um yfir höfuð að brjóta meira land í öskjuhlíð undir byggingar en orðið er. Þess utan finnst mér þessi tillaga sýna hús sem er of dominerandi og stórt fyrir þann stað sem það stendur á, þrátt fyrir virðingarverðar tilraunir til að integrera það í landslagið.
    Ég velti fyrir hvort ekki sé hægt að finna því stað á láglendinu fyrir neðan.

  • @Erlingur: ,,Motel er rekstrarhugmynd, ekki formhugmynd.“

    Form tekur ósjaldan mið og mót af tilgangi þess sem áformað er.

    Sú er bersýnilega raunin í þessu dæmi.

  • Já (Steinar og Erlingur) líklega er þetta hugsað sem „motel“ en HR held ég að sé komið til að vera. Borgin þarf bara að aðlaga sig þessu skipulagi með öðrum lausnum en 1000 bílastæðum. Held líka að flugvöllurinn eigi að vera á sínum stað þangað til Höfuðborgarsvæðið hefur náð að styrkja sína innviði hvað varðar samgöngumál. Þá má hann fara. Hrís hugur við því að flugvöllurinn fari og flugvallarsvæðið byggist upp á sömu forsendum og verið hefur í samgöngumálum á Höfuðborgarsvæðinu.

  • Motel er rekstrarhugmynd, ekki formhugmynd. Endilega byggja þetta hotel sem fyrst og klára Flugvallarveg og umhverfi og ekki gleyma Valssvæðinu. Rífa svo skipulasmistök nr. 1 sem eru HR hörmungin og láta flugvöllinn vera i friði þar sem hann er næstu 30 árin eða svo.

  • Steinarr Kr.

    Þetta hús minnir á það sem í Bandaríkjunum er kallað Motel. Ódýrir kassar raðaðir hver ofan á annan og allir eins.

    Maður veltir fyrir sér hvort hótel sé tískuhugmyndin í viðskiptum í Reykjavík í dag, svona alla vega miðað við það sem maður heyrir að sé planað.

  • Ólafur A

    Ég er sammála Jóni Sveinssyni. Það er best að klára að byggja Flugvallarveginn alla leið að Hóttel Loftleiðum og þetta glæsilega hótel fellur vetl inn í þá áætlun. Látið svo flugvöllinn i friði

  • Þetta er fínt, flott hótel en verð að segja að þetta væri aðeins flottara ef það væri ekki allt útí gleri.. Fá smá steypu á þetta eitthverstaðar fattaru?

  • Bara mjög frábært hótel myndi ég segja

  • FLOTT HÓTEL..

  • Þetta lúkkar en er þetta rekstrarlega hagkvæmt sem hótel svona langt og mjótt?

  • Æ, nei! Ekki einn karakterslausa glerkassann í viðbót! Hvers vegna eru arkitektar nú til dags svona hugmyndasnauðir og allir steyptir í sama mót? Endalausir kassar úr gleri! Skelfing er þetta leiðigjarnt og ljótt. Þar að auki er búið að skemma Öskjuhlíðina nóg! „Húsameistari ríkisins, ekki meir, ekki meir!“

  • Frábært hótel! Flott lausn

  • Jón Sveinsson

    Skipulag Öskjuhlíðar er í mikilli óvissu eins og er. En borgin er að undirbúa samkeppni um svæðið sem mun skilgreina hlutverk hennar til langrar framtíðar.

    Hótelið við Keiluhöllina tengist hvorki Öskjuhlíðinni né Vatnsmýrinni heldur Flugvallavegi sem þegar er næstum fullbyggður. Hótelið spillir ekki stöðu Vatnsmyrarflugvallar sem verður þarna þar til hans er ekki óskað lengur(eftir sennilega 50 ár)

    Þá er komið að húsinu. Ræðum það án for- og sleggjudóma undir nafnleynd. Þetta er heppilegur staður fyrir hótel og það er hannað af tillitssemi og metnaði. Því ber að fagna. Þetta er flott lausn eins og Stefán segir hér að ofan.

  • Stefán Benediktsson

    Heppileg staðsetning. Flott lausn.

  • Já en hvað með trén hans Gísla Marteins, það má ekki fella þau.

  • Jón Sigurðsson

    Hvar ætlar þessi endaleysa að enda og hvað gengur mönnum til. Harpa, lítil hótelharpa (glerhöll) í Öskjuhlíð o.s.frv. Ef það vantar hótel á þetta svæði þá er hægt að stækka hótelið sem er fyrir á staðnum, man ekki hvað það heitir í dag (hét áður Hótel Loftleiðir). Það er eins og menn geri ráð fyrir því að flugvöllurinn verði um ókomna framtíð og þá þurfi endilega að æða upp í næstu brekku. Bíðið þar til flugvöllurinn fer og reisið þá hótel á því svæði sem þá bíðst, en látið Öskjuhlíðina í friði. Ég bíð spenntur eftir því að einhverjum detti í hug að byggja hótel úti í Suðurnesi og jafnvel Gróttu, af því að útsýnið er svo fallegt þaðan.

  • Áhugaverð bygging. Gaman að það skuli vera hægt að horfa í gegnum húsið frá bílastæði keiluhallarinnar og því virðist þetta rosa „létt bygging“ ; )

    Mér finnst hún reyndar frekar „stíf“ eins og sjá má á fyrstu myndinni. Mætti alveg brjóta þessa þráðbeinu lengju aðeins upp, enda myndi ég ekki kalla þetta að „fylgja hæðarlínum“ !

    Annars hið besta mál að byggja hótel á þessum stað í Öskjuhlið, enda lítið í gangi þarna.

  • @Nonni
    Borgin er búin að skemma Öskjuhlíðina með HR og fl. Þetta hús gerir skaðann minni og bætir skaðann. Og varðandi bensínstöðina…..er ekki nóg af bensínstöðvum i borginni?

  • Hvað verður þá um bensínstöðina??

  • Látið Öskjuhlíðina VERA!

  • Svona á að teikna hús. Það tekur tillit til landlagsins og skilar þvi sem það tekur……grasinu sem er á þakinu!!!!
    Létt og lenikandi í stað blikkgáma góðærisins.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn