Miðvikudagur 25.01.2012 - 14:05 - 13 ummæli

Endurmótun borganna

Mikil umræða er víðs vegar um heiminn um endurskipulagningu borganna.

Markmiðið er að fækka bílum, bæta samgöngur, fjölga fólki,  gera borgirnar hreinni, heilsusamlegri, skemmtilegri, félagslega réttlátari og ekki síst fallegri. Þetta horfir til mikilla framfara þó litið sé áratugi til baka í tíma.

Danska arkitektastofan JJW Arkitekter  ætlar að efna til samtals við borgarana um framtíð Kaupmannahafnar og spyrja þá spurninga sem fólk er almennt ekki spurt um. Teknir eru helstu ógnvaldar og gerð tilraun til þess að snúa þeim á hvolf þannig að gallarnir verði kostir.

Á stofunni vinnur einn íslenskur arkitekt, Henný Hafsteinsdóttir. Gaman væri að fá hana til þess að kynna verkefnið næst þegar hún er á landinu. Við getum örugglega mikið af hennar reynslu lært.

Hjálagt er skemmtilegt kynningarmyndband sem stofan hefur gert og ég mæli sterklega með að fólk skoði. Þetta eru 5 skemmtilegar og fróðlegar mínútur sem allir ættu að skoða sem einhvern áhuga hafa á þessu máli. En það er  leiðinleg lyftutónlist sem fylgir. Óþarfi er að hafa hljóðið á. Textinn er á dönsku en myndefnið er alþjóðlegt og öllum skiljanlegt.

Það væri gaman ef íslenskir arkitektar tækju sig til og yrðu virkir aðgerðarsinnar í þróun skiplulags og byggingalistar. Láti af þýðlyndinu og leiðinlegheitunum sem allt er að drepa.

Heimasíða JJW Arkitekter er jjw.dk

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

 • Hilmar Þór

  Gaman að fá þessar upplýsingar frá Henny Hafsteinsdóttur.

  Það kemur ekki á óvart að arkitektar í DK skuli vera samfélagslega sinnaðir eins og kollegar þeirra annarsstaðar.

  Gaman væri samt að fá betri skilgreiningu frá Henný á hugtakinu „greiðsluhringur“!!

  Við Jón Sveinsson segi ég að það er rétt að þessir þrír sem hann nefnir eru allir arkitektar og bæti því við að það vita fáir sem ekki eru arkitektar um verklag arkitekta. Þvi er ekki við því að búast að einhver „ekki arkitekt“ kveði sér hljóðs í þessari umræðu.

  En ef bara samkeppnir eru kallaðar til sögunnar þá liggja að baki hverrar tillögu milli 500 og 700 tíma ólaunuð vinna. Og verðlaun fyrir jafnvel 1. sæti ná hvergi nærri upp í vinnukostnað auk þess að venjulega fá 2 af hverjum 10 tillögum eitthvað smáræði upp í útlagðann kostnað.

  Samkeppnir er ekki hægt að skilgreina öðruvisi en sjálboðavinnu.

  Ég þekki enga aðra stétt sem gefur vinnu sína af hugsjóaástðum í slíku mæli.

 • Jón Sveinsson

  @Hilmar Gunnars
  @Hilmar þór
  @Henny
  Ég sem hélt að arkitektar væru tómir gullgrafarar sem gæfu ekkert af sinni vinnu frekar en lögfræðingar og trésmiðir.

  Ég veit að Hilmar Þór og Henny eru arkitektar og að líkindum Hilmar Gunnars líka.

  Getur einhver sem ekki er arkitekt staðfest það að arkitektar vinni frítt eða fyrir lítinn pening að sínu fagi öfugt við aðrar stéttir?

  Ég rengi fólkið ekki en trúi því treglega.

 • Takk fyrir þessi skemmtilegu ummæli um verkefnið okkar. Titillinn ”Stundum á maður að svara óspurðum spurningum” varð til fyrir 4 árum síðan. Þá ákvaðu þau á teiknistofunni að gera hugmynd að því hvernig hægt væri að nýta gamlan ”gassilo”, sem búið var að ákveða að rífa niður. Hérna er hægt að sjá meira um það verkefni. http://www.jjw.dk/?projekt=valby-gassilo Verkefnið vakti mikla athygli í fjölmiðlum. ”Gassilo-inn” stendur enn, en framtíð hans er óviss.
  Við vinnum þetta í sjálfboðavinnu í þeim skilningi að teiknistofan velur að setja fjármagn í þetta verkefni, með von um að það skili sér í uppbyggandi umræðu um skipulagsmál og jákvæðari umræðu um svokallaðan ”greiðsluhring”. Hérna í Danmörku hefur umræðan um ”greiðsluhringinn” átt það til að snúast mest um takmörkun á fresli einstaklingsins, i stað þess að horfa á, að borg með færri bíla getur boðið upp á önnur lífsgæði.

 • þýlyndinu

  ekki þýðlyndinu

  sem er að vísu til

  en merkir allt annað en þýlyndi

 • Hilmar Þór

  Þakka þér Stefán Benediktsson fyrir falleg orð í minn garð og þátttökuna í umræðum hér.

  Það er alveg rétt hjá Hilmari Gunnars, arkitektar vinna ótrúlega mikið starf af áhuga og ástríðu einni saman. Þetta á reyndar við um listamenn almennt.

  Ég veit ekki hvort Danirnir hjá JJW hafa unnið þetta borgarverkefni í eigin reikning en ég veit að Borgarbragur fékk einhvern styrk vegna sinnar vinnu og við sem gerðum úttekt á vesturbæ Reykjavíkur sunnan Hringbrautar gerðum það okkur til skemmtunar í frítíma án þess að fá greitt krónu fyrir.

  Þessi sjálfboðavinna arkitekta er kannski ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru oft lítilsvirtir og metnir.

  Hér er slóð að Miklubrautarverkefni Borgarbrags

  http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/14/borgarbragur-a-miklubraut-%e2%80%93-bio/

  og Vesturbær sunnan Hringbrautar sem Á Stofunni arkitektar unnu.

  http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/10/19/vesturbaer-sunnan-hringbrautar/

 • stefán benediktsson

  Ég gleymdi að segja: Húrra fyrir Hilmari og þessari síðu!

 • stefán benediktsson

  Úrkoma í Evrópu er miklu meiri en á ströndum Íslands og því lenda þeir í vandræðum með affall en vetur í Köben, Stokkhólmi og Zürich eru ekkert grín og oftar en ekki miklu verri en á Fróni. Allt sem þarna er nefnt (fyrir utan kanala) er jafngilt hér og þar. Ástæðan fyrir öllum bílunum í Reykjavík er að fimmtíu prósent skipulagðra svæða í Reykjavík eru götur og bílastæði. Ef við tökum þriðjung eða helming þessa lands undir annað (ég hef nefnt að gera Miklubraut að grænu svæði með strætóakbraut) þá fækkar bílunum, það verður ekki pláss fyrir þá.

 • Rúnar Guðjónsson

  Við eigum nokkra læki sem lagðir hafa verið í stokk undir götum t.d Lækjargata og Rauðárstígur. Gaman væri að nýta þetta rennandi vatn til yndisauka.

  Þetta er gert í Hafnarfirði. Lækurinn er t.d. nýttur við hliðina á verslunarmiðstöðinni Firði

  http://hafnarfjardarhofn.is/resources/Images/Mynda-gallery-isl/Hafnarfjordur/Hafnarborg_hfj02.jpg

 • Hilmar Gunnars

  @Gestur: ef hugmyndin er sú sama og í Árósum þá er ég spenntur. Kanalarnir þar eru sjarmerandi og laða að sér mannlíf.

 • Skemmtilegt video sem løysir nokkuð vel umræðunni hér í Danmörku með að reyna að fækka bílum í miðborginni með svokölluðum greiðsluhring ásamt því hverning má forðast þau vandamál sem fylgdu ofsarigningu síðasta sumar.
  @ Hilmar Gunnars: hugmyndin með kanalana er að opna ár sem hafa verið leyddar í rör síðustu áratugi ef ekki síðustu öld. Þekki ekki nógu vel hugmyndina þarna en sama er í umræðunni í Álaborg og hefur verið framkvæmt í Árósum.

 • Hilmar Gunnars

  Pínu skrýtnar hugmyndir á köflum. Náði ekki alveg hugmyndinni um kanala. Það var eins og þeir væru að leggja til LA-River fyrirbæri. Kannski kann ég ekki nóg í dönsku.

  Mér finnst athyglisvert hvernig fasteignaverðið hefur stigið langt yfir þolmörk, sem verður til þess að ungt fólk flyst úr þéttbýli, yfir í dreifbýli. Þessi þróun er hafin á Íslandi og það verður síst til þess að minnka vægi einkabílsins, þvert á móti. Það gefur úthverfaþróuninnni byr undir báða vængi og styrkir sjálfsagt landsbyggðina.

  @Jón Sveinsson: það heyrir til tíðinda ef arkitektar fá greitt fyrir störf sín. Fáar stéttir sem gefa vinnu sína eins mikið, leyfi ég mér að fullyrða.

 • Jón Sveinsson

  Þetta er mjög skapandi og upplýsandi myndband. Mér leikur forvitni á að vita hvort arkitektarnir sem gera svona séu að þessu í sjálboðavinnu? Hvort þetta sé hugsjónastarf? Það hefur sést svipað frá íslenskum arkitektum eins og Miklubrautarmyndbandið sem var sýnt á þessu bloggi og tillögur að betrun á Vesturbæ sunnan Hringbrautar. Var það launuð vinna eða sjálboðavinna? Ég spyr vegna þess að maður heyrir ekkert um að þessari vinnu til framfara sé haldið áfram hér í borg.

  @Steinarr. Það eru líka vetrarhörkur með skautasvellum og rigning á þessum myndum.

 • Steinarr Kr.

  Góðar og gildar spurningar hjá Dönunum og þessi umræða er öll af hinu besta. Þetta kynningarmyndband fellur þó í sömu gryfju og flest það efni sem setja má í sama flokk. Það er alltaf gert ráð fyrir sól og sumri. Þessar pælingar gera oft ekki ráð fyrir að búa þurfi í landinu/borginni 365 daga á ári, hvernig sem viðrar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn