Fimmtudagur 06.01.2011 - 00:16 - 9 ummæli

Faxagarður – skólaverkefni

Skoskur nemi í arkitektúr er að undirbúa  skólaverkefni sitt við arkitektaskólann “Mackintosh School of Architecture” í Glasgow. Verkefið heitir “Sailing & Maritime Akademi” í Reykjavíkurhöfn.

Arkitektaneminn sem heitir Richard Almond hefur  haft samband við mig í kjölfar lesturs bloggsins. Hann kann ekki orð í íslenku en notar forrit frá Google til þess að snara textanum á ensku og spyr svo upplýstra spurninga. Ótrúlegt!

Eins og áður sagði er neminn að hugsa um aðstöðu fyrir siglinga akademíu þar sem kennt er ýmislegt um siglingar og efni sem varðar sjóinn. þetta er hafnsækin starfssemi. Hann skoðaði fjórar steðsetningar og valdi að lokum, Faxagarð sem er næst Hörpu. Það kemur fram að honum finnst Harpa of  fyrirferðarmikil og á skjön við karakter borgarinnar. Richard kom til Íslands í haust og notaði tímann vel til þess að draga að sér anda staðarins.

Hann tekur eftir litunum, bárujárninu og  honum finnst stundum eins og staðsetning húsanna hafi ráðist af tilviljun.

Það er alltaf gaman að sjá og kynnast því hvernig útlendingar sjá okkar umhverfi og arkitektar eru sérstaklega þjálfaðir í að lesa umhverfi sitt þó sumir þeirra eigi erfitt með það.

Aðferðarfræðin er þekkt. Fyrst skoðar hann söguna.  Svo áttar hann sig á stöðunni eins og hún er í dag og að lokum skoðar hann framtíðaráform þar sem hann styðst við verðlaunatillögu í samkeppni um svæðið fyrir rúmu ári.

Teikningar Richards og ljósmyndir eru upplýsandi og gefa manni góða hugmynd um hvernig hann les umhverfið.  Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Leiðbeinandi hans á arkitektaskólanum er Graeme Massie, sem vann eimitt samkeppnina um Vatsmýrina á sínum tíma  ásamt samkeppni um Reykjavíkurhöfn fyrir rúmu ári þannig að hann hefur leibeinanda sem þekkir til í Reykjavík.

Verkefnið er á frumstigi  en það er gaman að skoða teikningar nemans og lesa um vangavelturnar hans og staðarvitund. Þær má nálgast  hér:

http://blog.rafolio.co.uk/

Reykjavíkurhöfn með verðlaunatillögu teiknaðri inn. Staðirnir sem voru skoðaðir eru merktir A, B, C og D

Reykjavík um aldamótin 1800 og svo aftur um aldamótin 1900

Fyrstu hugmyndirmeð reykvískum þakhöllum og byggingarefni.

Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að þetta sé ekki íslenskur bátur sem Richard Almond notar hér. En það er fyrirgefið vegna þess hve myndin er falleg.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Hilmar Þór

    Þakka Stefáni Benediktssyni fyrir að benda á mér á að þarna er ekki verið að tala um Ingólfsgarð….heldur Faxagarð.

    Ég leiðrétti það nú þegar.

  • örnólfur hall

    Dear Richard A.

    This is a facinating approch to the project and the spirit and craft of G. Murcutt comes into my mind. No boring farting on computer. – Richard did not find the spirit of the palce in Harpa rather than a group of norwegian architects newly on a trip and inspecting Harpa. They went away in the middle of the inspection shaking their heads.

    PS: This is extra about Harpa : One is beginning to feel sorry for poor Harpa in her shabby underwear – burnt twice in stupid fires. (The defected Chinamens facade was thorn down).
    Does Ashkenazy approve to conduct in her like this?

    Ö.Hall architect FAÍ

  • Thank you to Hilmar for featuring my project on his blog, and thank you to those who have left comments and suggestions.

    I have tried to translate them via Google since I unfortunately speak no Icelandic and they seem very kind, although the translation was not great!

    If any of you have time I would be incredibly grateful if you could send your comments in English to me, it would be very helpful to receive them directly from their author rather than through a bad translation!

    Thank you all again

    Rich@rafolio.co.uk

  • örnólfur hall

    Þetta er heillandi nálgun Richards að verkefninu og minnir mig á anda og handbrögð G. Murcutts.
    Það er eitthvað ferskst og einfalt við tillöguna. Ekkert fretað á tölvu (no computerfarting). – Richard fann ekki anda staðarins í Hörpu frekar en nokkrir norskir arkitektar nýlega á ferð sem skoðuðu Hörpu en hurfu frá í miðjum klíðum og hristu höfuðin.

    PS: Maður er farinn að vorkenna Hörpu-hróinu svona á trosnuðnum undirserknum -sviðnum í tvígang.
    Hvað skyldi annars Ashkenazy segja um að stjórna í þessu svona?

  • Guðrún Magnúsdóttir

    Ég vil benda gömlum vesturgötubúa á gömlu kortin af höfninni.

    Mér sýnist nú að það sé ekki hugmynd skotanna að hafa bryggjurnar í beinu framhaldi af götunum. Að fortíð skal hyggja….

    Þeir hafa greinilega skoðað gömul kort af Reykjavíkurhöfn eins og sjá má á uppdrátum sem fylgja færslunni. Á gömlu korti af Kvosinni 1902 sést bryggja í beinu framhaldi af Aðalstræti, Pósthússtræti og Kolasundi.

    Einhvernvegin hafa skipulagsyfirvöld tapað sjónum af fortíðinni sem skotarnir eru að endurvekja. Það er dapurt um að hugsa að það þurfi útlendinga til þess að setja söguna í eðlilegt samhengi þróunarinnar.

    Skoðið bara gömlu uppdrætti skotanna og kortið á þessari slóð:

    http://ggauti.blog.is/album/ingolfstorg/image/907467/

  • stefán benediktsson

    Ætli að Richard hafi fundist landinn feitur (sjá teikn.)? Er Ingólfsgarður ekki norðan Hörpu? Þetta eru fínar hugmyndir og í raun með öllu óháðar núverandi bryggjum. Gætu eins verið á pramma sem mætti þá flytja eftir þörfum.

  • Virkilega skemmtilegar hugmyndir
    og skissurnar ná andblænum
    sem þrívíddarforritin ná einhvern veginn aldrei … back to the basic?

  • Röltarinn

    Ekki veit ég hvaðan báturinn er en hann hefur í áraraðir leggið bundinn við bryggju í Suðurbugtinni.

  • Gamall Vesturgötubúi

    Það er falleg hugmynd hjá þeim skosku að láta bryggjurnar halda áfram út í höfnina í framhaldi af götunum og draga höfnina með þeim hætti inn í Kvosina og öfugt. Vonandi fær maður að sjá niðurstöðuna hjá unga manninum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn