Föstudagur 25.09.2009 - 11:28 - 3 ummæli

Inside Pedway System.

 

 

Ég var í St. John í New Brunswick í Kanada í byrjun vikunnar. Þetta er lítill bær. Eitthvað um 150 þúsund íbúar með höfn, háskóla, ágætu myndlistarsafni og tónlistarhúsi með um 900 sætum. Svo er þarna lifandi miðbær, sem ekki er sjálfsagður hlutur í vesturheimi.

 

Í miðbænum er “inside connection pedestrian way system” sem tengir allar helstu byggingar miðbæjarins saman þannig að innangengt er um mesta hluta bæjarins um undirgöng, brýr og í gegnum byggingarnar.  Þeir kalla þetta til styttingar “The Pedway” og  er lituð gul á yfirlitsmyndinni hér að neðan.

 

Fólk leggur bílum sínum í bílastæðahúsum og gengur svo innandyra nánast um allan miðbæjinn. The Pedway tengir saman verslanir og stjórnsýslu, banka, skemmtistaði, 10 þúsund sæta íþrótta- og hljómleikahöll, 50 metra sundlaug, söfn og fl.

 

Margir íslendingar þekkja eitthvað svipað við Copley Place i Boston og í miðborg Halifax og víðar. Í Boston og Halifax er kerfið ekki valkostur vegna þess að allri gangandi umferð er beint inn á kerfið og nánast ekki gert ráð fyrir neinum gangandi utandyra eins og við þekkjum t.d. í Kringlunni hér heima. Það er verulegur galli. 

 

Í St. John er þetta sérlega vel heppnað vegna þess að líka er hlúð að götulífinu svo sómi er að. Gangstéttirnar iða af lífi þegar vel viðrar. Þar eru bekkir, myndastyttur, gróður og veitingahús og mjög lítil bifreiðaumferð. Stór hluti þjónustunnar sem er við götuna er líka opin inn að The Pedway.

 

Þetta er lausn vetrarborganna við veðurfarslegum vandamálum sem þar er að finna.

 

Í St.John er tengingin milli gamalla og nýrra bygginga. Í nýju byggingunum er strax gert ráð fyrir þessu frá upphafi þegar þær eru byggðar meðan gömlu byggingunum er breytt innandyra eða notað rými sem myndast þegar þök eru sett yfir bakgarða. Elstu byggingarnar við The Pedway eru yfir 130 ára gamlar eða frá því strax eftir brunann mikla þar í borg árið 1877.

 

Væri hægt að nýta sér eittvað af þessu í miðborg Reykjavíkur eða Akureyrar?  

 

Hér að neðan eru myndir sem sýna eitt innitorganna sem hefur myndast þegar gönguleiðin var hönnuð. Elsta byggingin við þetta innitorg er frá 1877. Svo eru myndir sem sýna andrúmsloftið utandyra.

 

 

 

 

 

 Gula línan sýnir hvar „The Pathway“ Liggur

 Byggingarnar til vinstri eru frá 1877 inngangurinn er nýr og svo má sjá eina göngubrúnna til hægri

Þrátt fyrir The Pathway iða gangstéttirnar utandyra með fólki myndlist og gróðri.

Hér má sjá hvernig bakgarður er yfirbyggður úr stáli og er með mikla dagsbirtu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Árni Ólafsson

    Vetrarborgalausnirnar vestra eru viðbrögð við miklu harðara veðurfari en við njótum hér – fimbulvetri annar vegar og ofurhita á sumrin. Það eru ekki margir dagar á ári (teljandi á fingrum annarrar handar) sem gangandi fólki er ekki fært utandyra norður á Akureyri. Mér finnst að við eigum að vinna með ástíðunum – öllum – og utandyra – og móta bæjarmyndina á þeim forsendum. Með því að soga allt bæjarlíf inn í verslunarganga (kringlur) deyr það endanlega.

  • já þetta er alveg frábært Hilmar! þegar ég var í miðbæ Halifax fannst mer svo æðislegt og svo þægielgt að ganga svona teppalöguð göng,sem væri annars götur! og vera alltaf innan dyra þegar maður fer ám illi staða…vildi að Laugavegurinn væri þannig !voða eru þetta fínar myndir!

  • Stefán Benediktsson

    Þetta er frábær lausn Hilmar og enn er tækifæri til að hrinda þessu í framkvæmd með því að láta svona hugmynd ráða nýtingu milli Hvarfisgötu og Laugavegar, smbr líka Eldon Square í New Castle sem er orðið amk 30 ára. Fyrir framan Kirsuberið má sja endalok og upphaf þeirrar hugmyndar að gefa gangendum skjól fyrir regni á gangstéttum við Laugaveginn. Ef Kaupmenn bæru umhyggju fyrir kúnnum sínum ættu þeir að gera svona pergólur upp alla götuna sunnanmeginn. Ég fattaði ekki þegar ég las Chiroco bloggið að þetta værir þú.þ Til hamingju. Skynsemi rokkar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn