Fimmtudagur 01.11.2012 - 09:04 - 5 ummæli

ÍSLAND

 

Á einni gönguferða minna um fjöll og firnindi í sumar varð á vegi mínum rétt. Ég vissi ekkert af henni og átti svo sem ekki von á neinu sérstöku á þessum stað.  Það átti reyndar ekkert okkar sem vorum þarna á göngu von á mannvirki þarna.

En skyndilega blasti eitt við.

Mitt í afdalnum þar sem hvergi var að sjá mannanna verk blasti við fagurlega hannað og vel byggt gerði eða var það nátthagi?  Mannvirkið sat fallega í landslaginu og bar höfundum sínum gott og fagurt vitni.

Þetta var mannvirki, mitt í einskismannslandi okkar allra.

Hugakið “mannvirki” er það sem heitir á nútímamáli “hið manngerða umhverfi”.

Ég veit ekkert um þetta, hvorki um sögu þess né hverjir stóðu að því. Sannast sagna veit ég ekkert, um þetta en upplifunin var upphefjandi og þroskandi fyrir alla sem tilfinningu hafa fyrir samskiptum manns og náttúru.

En þetta var byggingarlist í sinni tærustu mynd, sprottin úr umhverfinu, unnin af hugsjón, útsjónarsemi og samviskusemi. Þarna fór saman hugur og hönd. Þetta var eitthvað fallegasta dæmi um “Architecure without architects”, sem ég hef séð hér á landi.

Ekki veit ég hver laun þeirra voru sem að mannvirkinu stóðu. En hitt veit ég að þeir voru verðugir launa sinna, hver svo sem þau voru. Sennilega fengu þeir minna en þeir áttu skilið líkt og arkitektar og iðnaðarmenn á Íslandi í dag. Nú þurfa arkitektar og iðnaðarmenn að lúta niður til þess að sjá sjálfum sér og sínum farborða. Þar kemur ekki einungis til lítil vinna heldur ekki síður undirboð og svik sem eru að verða lykilvopn í lífsbaráttu fólks í byggingariðnaði á hinu nýja Íslandi í dag,  ef marka má umræðuna og nýjustu tíðindi á markaðnum.

Hér að neðan er færsla um nútímalegan regionalisma þar sem efniviðurinn er tekin af staðnum sem mannvirkið er byggt og arkitektar koma við sögu.

http://blog.dv.is/arkitektur/2010/03/19/regionalismi/#comments

Í brekkunni handan árinnar birtist steingarðar með þrem hólfum fagurlega staðsettur í grasi gróinni brekku sem veitir til suðvesturs.

 Byggingarefnið er sótt í umhverfið og stuðlabergið úr bjarginu ofar í brekkunni er lagt efst í hleðsluna.

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Glæsilegt. Merkileg staðsetning. Af skófum og mosa að dæma er þetta nokkuð gamalt. Maður veltir fyrir sér tilganginum.

    Gekk fram á litla skeifulaga hleðslu efst í Borgarfirði fyrir nokkrum árum. Greinilega mjög gamla. Datt í hug að hún tengdist seli. Hefði verið afdrep fyrir smala sem vakti yfir ám.

    Dettur í hug að þetta sé gamalt sel. Var merki um önnur mannvirki? Rústir eftir kofa selbúa?

  • Þetta er ótrúlega fallegt. Fyrir okkur er þetta sem installation. En fyrir þeim sem sköpuðu listaverkið var þetta nara tær nauðsin. Sammála HG, þetta er „formidable“

  • Gordjöss !

  • Jón Ólafsson

    Kom þarna eitt sinn í þungbúnu veðri með vönu göngufólki. Réttin kom okkur í opna skjöldu þannig að það kom smá Machu Picchu fílingur í mannskapinn. Það var eins og að koma að einhverju sem enginn hafði séð áður eða heyrt um. Ég spyr er til eitthvað svipað nokkurstaðar á Íslandi eða í heiminum? Til að svara Sigurlaugu þá er þetta sunnan jökla upp af Geirlandi og sunnan Kaldbaks

  • Sigurlaug

    Ótrúlega fallegt og vel gert. Er hægt að fá upplýsingar um staðsetningu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn