Föstudagur 26.10.2012 - 12:00 - 6 ummæli

Skrifstofan „á götunni“

 

Ég spurði nokkuð umsvifamikinn blaðamann frá New York sem var hér á landi fyrir einum tveim árum hvar í borginni skrifstofan hans væri?

Hann svaraði: I actually work on the street”.

Hann býr íNew York og starfar að mestu þar. Hann lokaði skrifstofu sinni fyrir nokkrum árum og vinnur nú “á götunni” eins og hann orðaði það. Hann situr á kaffihúsum, almenningsgörðum og hótellobbýum með tölvuna sína og farsímann.

Þar vinnur hann vel tengdur.

Þetta gerir hann vegna þess að hann sá að hann var nánast aldrei á skrifstofu sinni heldur sífellt á ferðalögum eða á fundum eða viðtölum fjarri sinni föstu vinnustöð. 

Spurningin er hvort þetta sé breyting sem hefur þegar átt sér stað, hljóðlega?

Allavega sé ég víða í Reykjavík fólk sitja við vinnu sína á kaffihúsum. Rétt áðan voru einir 9 einstaklingar sem sátu á Kaffi-Tár í Bankastræti með tölvur sínar að vinna með sín mál. Það er ekki vafi á að þetta hentar mörgum ágætlega og á eftir að hafa vítæk áhrif á mannlífið og skipulag í borgum.

Ég nefni þetta hér vegna þess að fyrr í vikunni kom út merkilegur bæklingur eftir Jan Gehl þar sem hann kemur inná þessi mál. Allir sem láta sig þetta varða ættu að lesa hann eða skanna. Slóðin að bæklingnum ó pdf formi er þessi:

http://gehlarchitects.files.wordpress.com/2012/10/downloaded-here2.pdf   

Efst er mynd af aðstæðum sem verða sífellt algengari allstaðar í heiminum.

Maður við vinnu sína „á götunni“.

Hér að neðan er stikla úr 18 mínútna myndbandi sem nú er tíl sýnis á norrænu arkitektasýningunni á Lousiana í Danmörku ásamt mynd af forsíðu bæklingsins eftir Jan Gehl.

Ég mæli með því að fólk skoði stikluna sem er á ensku meðan bæklingurinn er á dönsku.       

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Árni Davíðsson

    Mobile office = MO. Hvað gæti það heitið á íslensku?

    Þetta getur hentað þeim sem ekki eru bundnir einhverri stærri vinnustöð.

    Hversvegna að borga 100.000 kall á mánuði fyrir skrifstofu ef maður þarf ekki á henni að halda? Vinnan fer fram í tölvu. Skjalageymslan á Google docs og/eða dropbox. Þá sjaldan að tölvupóstur með pdf dugar ekki og þarf að prenta má prenta heima og senda.
    Ef þarf að hitta fólk er hægt að sækja það heim eða hitta það á kaffihúsi.

  • Þeir sem „Commuta“ í stórborgunum vinna í járnbrautarlestunum, Við sjáum þetta líka i flugvélum. Þetta er ekki einhverntíma í framtíðinni. Þetta er hér og nú!

  • Helgi Gunnarsson

    Þetta er bara byrjunin. Með upplýsingahraðlestinni og cyperveröldinni, Icloud og ölli batteríinu pappírslausu mun vinnan færast út úr skrifstofubyggingunum og út á göturnar, heim og á kafihúsin, í garðana og á bókasöfnin. Bílaskutl og flugferðir verða einungis farnar fólki til skemmtunar og tilbreytingar. Allavega verða bílar og flugvélar ekki reknar vegna vinnu fólks. Það er þegar orðið gamaldags.

  • Hilmar Þór

    Sennilega er þetta ekki alveg nýtt. Ég man eftir lögfræðingi sem rak sína statfssemi frá Hviids Vinstue i Kaupnannahöfn á árunum í kringum 1970. Ekki man ég hvað hann h+et en hann er nú löngu látinn. Honum til heiðurs hangir stór mynd af honum upp á vegg í vínstofunni. Margir íslendingar muna vel eftir honum þar sem hann sat við gluggan í stofunni til hægri þegar gengið var inn á knæpuna. Hann drakk ekki kaffi og hafði hvorki farsíma né tölvu á borðinu heldur bara eithvað af pappírum.

  • Steinarr Kr.

    Maður veltir því fyrir sér hvort einhver þróun verði á kaffihúsum og öðrum stöðum í framtíðinni. Það eru ekki margir staðir sem verða tilbúnir að leggja til borð og aðra aðstöðu (salerni o.fl.) fyrir fólk sem situr kanski við vinnu langtímum saman og kaupir bara einn kaffibolla.

    Í sama samhengi má skoða aðila eins og „The Lincoln lawer“ sem er með vinnustaðinn í bílnum.

    Allt kallar þetta á öflugt netsamband og þjónustu í kring um það t.d. „Cloud“ og má ætla að svoleiðis þjónusta breytist úr ókeypis „Hot spots“ í keypta áskriftarþjónustu.

    Verður áhugavert að fylgjast með.

  • Sigurlaug

    Þetta er dæmigert um þróun sem enginn talar um en fer samt fram í algeru afskiptaleysi og kyrrð. Enginn tekur eftir þessu og þessi þróun fer fram í friði. Þetta er grasrótarbylting hvað skrifstofuvinnu varðar. Maður hélt að þeir sem eru á tölvunni á kaffihúsum væru meira og minna á bótum. En ég get fullyrt að flest er fólkið vinnandi og gagnlegir skattgreiðendur. Allt í einu er nokkur hluti vinnandi fólks farið að sinna sínum störfum á kaffihúsum og í borgargörðum.

    Þetta er góð þróun sem lífgar uppá „lífið milli húsanna“.

    Flottur bæklingur og stórbrotin stikla.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn